BLÓÐÞYNNANDI FÆÐA OG BÆTIEFNI

BLÓÐÞYNNANDI FÆÐA OG BÆTIEFNI

Í nýlegri grein á vefsíðunni Medical News Today[i], var fjallað um nokkrar fæðutegundir og bætiefni sem þynna blóðið og draga því úr líkum á að í því myndist blóðtappar, sem geta valdið heilsufarstjóni.

Hér er listi yfir átta af þeim fæðutegundum og bætiefnum, sem hafa náttúruleg þynnandi áhrif á blóðið. Hægt er að nota þau sem forvarnir til að koma í veg fyrir að blóðtappar myndist.

TÚRMERIK

Túrmerik hefur verið notað í þúsundir ára, bæði við eldamennsku og til að styrkja heilsufar fólks í Indlandi, þar sem það hefur alla tíð gegnt mikilvægu hlutverki í Ayurvedískum náttúrulækningum.

Túrmerik er ríkt af andoxunarefnum, einkum vegna þess að það inniheldur mikið af kúrkúmínóðum (curcuminoid), sem draga úr bólgum og búa yfir blóðþynnandi eiginleikum.

Við gerjun á túrmerikinu (Fermented Turmeric) frá Dr. Mercola er notuð sérstök aðferð til samþjöppunar á andoxunarefnunum úr túrmerkinu, svo það nýtis betur fyrir líkamann. Það er því töluverður munur á því og venjulegu túrmeriki, sem er til dæmis notað til matargerðar. – Sjá nánari í greininni GERJAÐ TÚRMERIK[ii]

ENGIFER

Engifer er önnur kryddtegund, sem getur dregið úr bólgum og virkað þynnandi á blóðið. Í því er náttúruleg sýra sem kallast salicylate (asprín = acetylsalicylic acid) sem virkar þynnandi á blóðið.

Best er að nota ferska engiferrót, helst lífrænt ræktaðu, til dæmis út í safa eða í te (nokkrar sneiðar í bolla af heitu vatni eða í hitabrúsa) til að drekka yfir daginn. Eins má rífa engiferrót yfir salat eða út í súpur og pottrétti.

HVÍTLAUKUR

Margir elska hvítlauk til matargerðar, en hann gerir ekki bara matinn bragðbetri. Hann virkar nefnilega líka eins og náttúrulegt sýklalyf og eyðir þannig óæskilegum örverum. Rannsóknir[iv] sýna að hvítlaukur hefur blóðþynnandi áhrif og dregur úr líkum á blóðtappamyndun.

Þótt áhrifanna gæti ef til vill ekki mjög lengi, ráðleggur American Academy of Family Physicians[v] samt fólki að hætta að taka stóra skammta af hvítlauk 7-10 dögum fyrir skurðaðgerir, vegna blóðþynnandi eiginleika hans.

CAYENNE PIPAR

Cayenne pipar (heill eða í dufti) er líka með mikið af salicylate sýrum og getur haft blóðþynnandi áhrif. Cayenne pipar er mjög bragðsterkur og sumir þola einungis lítið af honum ferskum.

Hægt er að fá Cayenne pipar í hylkjum í heilsuvörubúðum og heilsuhornum stórmarkaða. Þessi kryddjurt er líka þekkt fyrir að lækka blóðþrýsting[iii], auka blóðflæði líkamans og draga úr verkjatilfinningum.

CASSIA KANILL

Kanill inniheldur kúmarín, sem er öflugt blóðþynnandi efni. Warfarin, sem er mikið notað blóðþynningarlyf er unnið úr kúmaríni. Cassia kanill inniheldur mun meira af kúmaríni en Ceylon kanill, en Cassia kanillinn fæst einmitt frá Kryddhúsinu undir heitinu: Kanill malaður.

Sé kanill notaður í of stórum skömmtum[vi] getur hann hugsanlega valdið lifrarskaða. Til að viðhalda góðu blóðflæði er því gott að nota lítið í einu, til dæmis út í búst á morgnana, út í sósur með lambakjötsréttum, svo og í bakstur eða út á hafra-, chia- eða hrísgrjónagrautinn.

GINKGO BILOBA

Í hefðbundinni kínverskri læknisfræði voru fræin af Ginkgo Biloba[vii] – eða Musteristrénu notuð til að opna “orkufarvegi” að mismunandi líffærakerfum, þar á meðal í nýrum, lifur, heila og lungum. Rannsóknir benda til þess að Ginkgo hafi verndandi áhrif á hjartaheilsuna, svo og heilsu heilans og geti komið í veg fyrir heilablóðfall.

Vegna útvíkkandi eiginleika Ginkgo á æðarnar, hefur það góð áhrif á alla sjúkdóma sem tengjast lélegu blóðflæði, meðal annars lélegu blóðflæði í fótleggjum.

GRAPE SEED EXTRACT

Grape Seed Extract er unnið úr fræjum vínberja. Það er talið hafa heilsubætandi[viii] áhrif á ýmsa hjarta- og blóðsjúkdóma. Það inniheldur andoxunarefni[ix], sem hafa verndandi áhrif á æðarnar og koma í veg fyrir háan blóðþrýsting.

Grape Seed Extract getur líka haft náttúruleg blóðþynnandi áhrif. Þess vegna er fólki með blóð- og æðavandamál og þeim sem eru á blóðþynnandi lyfjum, ráðlagt[x] frá því að taka inn Grape Seed Extract ef það er að fara í skurðaðgerð.

DONG QUAI

Dong Quai, sem líka er þekkt sem ginseng fyrir konur[xi], er eitt af þessum jurtum úr hefðbundinni kínverskri læknisfræði sem getur dregið úr blóðtappamyndun. Rannsóknir[xii] á dýrum sýna að Dong Quai lengir verulega þann tíma sem það tekur blóð að mynda tappa (próþrombíntíma).

Það gæti verið vegna þess að líkt og kanill, inniheldur Dong Quai kúmarín, sama efnið og gerir það að verkum að kanill er gott blóðþynnandi krydd.

Dong Quai er einnig sérlega gott fyrir konur á breytingarskeiðinu og er eitt af þeim efnum sem ég tók reglulega inn meðan ég var að fara í gegnum það tímabil.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Neytendaupplýsingar: Kanill malaður eða Cassia kanill frá Kryddhúsinu fæst í Fjarðarkaup, Hagkaup, Nettó, Krónan og á kryddhus.is
Gerjað Túrmerik, Dong Quai og Grape Seed Extract fæst í Mamma Veit Best í Kópavogi og Reykjavík.

Myndir: Af vef Kryddhússins, CanStockPhoto – Melpomene/vencaidroab/kerdkanno 

Heimildir:

[i] https://www.medicalnewstoday.com/articles/322384#takeaway

[ii] https://gudrunbergmann.is/gerjad-turmerik/

[iii] https://www.medicalnewstoday.com/articles/270644#biology-and-physics

[iv] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/17213677/

[v] https://www.aafp.org/afp/2005/0701/p103.html

[vi] https://badgut.org/information-centre/health-nutrition/cinnamon/

[vii] www.livestrong.com – www.webmd.com – www.healthline.com 

[viii] https://www.nccih.nih.gov/health/grape-seed-extract#hed5

[ix] https://www.medicalnewstoday.com/articles/301506

[x] https://www.nccih.nih.gov/health/grape-seed-extract

[xi] https://www.medicalnewstoday.com/articles/262982

[xii] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4325561/

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram