ÞRJÚ RÁÐ FYRIR MELTINGUNA UM JÓLIN

ÞRJÚ RÁÐ FYRIR MELTINGUNA UM JÓLIN

Það er stutt í jólin, öll jólaboðin og jólahlaðborðin – allt sælgætið og allar piparkökurnar sem boðið er upp á víða í þessum mánuði. Hvað skal gera til að halda blóðsykrinum í jafnvægi, til að tryggja að fæðan meltist almennilega og til að stuðla að halda góðu jafnvægi á örveruflóru þarmanna?

Ég er með þrjú einföld ráð sem ættu að geta komið þér nokkuð áfallalaust í gegnum jólahátíðina og koma í veg fyrir að ójafnvægi myndist í líkamanum.

JAFNVÆGI Á BLÓÐSYKRINUM

Það er meira um eftirrétti og kökur í kringum jólahátíðan en flesta aðra mánuði ársins, svo það er mikilvægt að halda jafnvægi á blóðsykrinum. Þar getur Grikkjasmári eða FENUGREEK komið inn, en hann er ein af þessum plöntum sem hefur verið notuð í þúsundir ára í náttúrulækningum og hefðbundinni kínverskri læknisfræði.

FENUGREEK inniheldur ríkulegt magn af galactomannan, en það efni stuðlar meðal annars að betri efnaskiptum[i] og stuðlar að jafnvægi á blóðsykurinn hjá þeim sem eru með sykursýki[ii] 1 og 2[iii]. Að auki stuðlar FENUGREEK að jafnvægi á blóðsykrinum og eykur þol gegn kolvetnum[iv] hjá þeim sem ekki eru[v] með sykursýki.

Sjá einnig umfjöllum um annað bætiefni sem stuðlar að jafnvægi á blóðsykrinum HÉR!

RÓANDI FYRIR ÞARMANA

Margir kannast við SLÖKUN eða CALM magnesíumblönduna, sem hefur sannað ágæti sitt í gegnum árin. Færri vita hins vegar að Peter Gillham, sem setti þá margverðlaunuðu blöndu á markað, hefur einnig þróað róandi blöndu fyrir þarmana.

Í CALMFUL GUT[vi] er ekki bara magnesíum, heldur líka rúmlega tíu meltingarhvatar, sem stuðla að betra niðurbroti fæðunnar. Þegar líkaminn neytir fæðu sem hann er almennt ekki vanur að neyta er gott að fá aðstoð við niðurbrot hennar í meltingarveginum.

Í CALMFUL GUT er líka amínósýran L-glutamine, en hún styrkir þarmaveggina og dregur úr hættu á leka út í gegnum þá. Slíkur leki getur valdið vandamálum víða annars staðar í líkamanum. Calmful Gut er glútenlaust, hentar fyrir þá sem eru grænmetisætur og inniheldur ekki erfðabreitt efni.

Hálf til ein teskeið á dag í glasi af heitu/volgu eða köldu vatni er allt sem þarf.

 

ÖRVANDI FYRIR ÞARMAFLÓRUNA

Til að örveruflóran geti unnið vinnuna sína, sem felst meðal annars í því að halda jafnvægi á henni í þörmum og ristli, tryggja að upptaka fæðunnar sé góð og að úrgangur flokkist frá og skili sér úr líkamanum er mikilvægt að taka inn góðgerla.

Mitt uppáhald þetta árið er góðgerlasafinn frá VITA BIOSA[vii]. Hann er framleiddur í Danmörku og hefur virkað frábærlega á mína meltingu. Þetta er lífrænn gerjaður safi með ÁTTA virkum bífidó- og mjólkursýrugerlum, lífrænum sýrum og kjarna úr NÍTJÁN jurtum.

Auk vatns og molassa, er í VITA BIOSA kjarni úr 19 lífrænt ræktuðum jurtum. Þær eru anísfræ, fenníkafræ, lakkrísrót, hvannarrót, basilíkum, kamilla, kerfill, dill, ylliblóm, grikkjasmári (fenugreek), engifer, einiber, nettla, óreganó, steinselja, piparmynta, rósmarín, salvía og tímían.

Góðgerlarnir átta eru Bifidum lactis, Bifidum longum, Lactobacillus acidophilus, Lactobacillus casei, Lactobacillus rhamnosus, Lactobacillus salivarius, Lactobicillus lactis og St. thermophilus og eru á milli 5-10 milljarðar af gerlum í hverjum 100 ml af safanum við framleiðslu.

Það er flott að taka 2 msk á morgnana og aðrar 2 fyrir svefn á kvöldin. Einnig er gott að taka 2 msk fyrir stærstu máltíð dagsins, því safinn stuðlar bæði að niðurbroti fæðunnar og bætir losun.

Með þetta þrennt í farteskinu er hægt að halda jafnvægi á meltingarkerfinu í gegnum jólahátíðina og um að gera að byrja að styrkja það kerfi sem fyrst. Svo er auðvitað mikilvægt að drekka vel af vatni alla daga, líka þegar það eru jól.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endileg með öðrum

Neytendaupplýsingar: Þú færð allar ofangreindar vörur í Mamma Veit Best í Kópavogi og í Reykjavík. Vita Biosa safinn fæst einnig í Fjarðarkaup, Heilsuhúsinu og Heilsuveri.

Myndir: CanStockPhoto / damedeeso og af vefsíðu Planetary Herbals, Natural Vitality og Biosa.dk

Heimildir:

[i] https://www.healthline.com/nutrition/prevent-diabetes

[ii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/16379570/

[iii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/3286242/

[iv] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3901758/

[v] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/11370345/

[vi] https://thenaturesremedyshop.com/store/multi-energypng/

[vii] https://www.biosa.dk/vitabiosa

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram