Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen
Andrésdóttir er svo sannarlega með
uppskrift að spennandi og bragðgóðum
rétti þessa vikuna sem smellpassar
fyrir jól eða áramót – eða í nýárs-
veisluna.
Kæri lesandi,
Einn af mínum uppáhalds réttum eru andalæri með „öllu“. Ég las einhversstaðar skýringu, sem mér finnst lýsandi fyrir þennan rétt, en hún var að hann sé “ALGJÖR LÚXUS Í DÓS”. Þetta er matur sem ég fullyrði að allir geti eldað og tekur alls ekki langan tíma að matreiða.
Hægt er að hafa andalæri með heitri sósu og tilheyrandi eða þá að rífa þau niður í t.d. Taco eða risotto. Andalæri er t.d. frábær réttur um jól eða um áramót. Ekki skemmir fyrir að þau eru heldur ekki svo dýr miðað við annað kjöt.
Ég eldaði andalæri með nokkrum vinum mínum um daginn og gengu allir saddir og sáttir frá borði. Treysti því að slíkt hið sama verði uppi á teningnum þegar þú prófar þessa uppskrift.
Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen
ANDALÆRI MEÐ CASTELLO BLUE CHEESE SÓSU
INNIHALDSEFNI:
1 dós andalæri – keypti hana í Bónus
salt og pipar
AÐFERÐ:
1 – Gott er að láta dósina standa við stofuhita í nokkrar klukkustundir áður en hún er opnuð. Það er gert til þess að fitan bráðni og betra sé að taka lærin upp úr fitunni.
2 – Ef það næst ekki er gott að láta dósina standa í heitu vatni í 15-20 mínútur áður en hún er opnuð.
3 – Steikið lærin skv. leiðbeiningum á dósinni, en á þeirri sem ég keypti stóð að hita ofninn í 180 gráður.
4 – Takið lærin úr dósinni og setjið í eldfast mót, saltið og piprið og setjið í ofninn.
5 – Eldið í 25 mínútur. Gott er að setja grillið á síðustu 5-7 mínúturnar.
CASTELLO BLUE CHEESE SÓSA
INNIHALDSEFNI:
200-250 ml rjómi
1 Castello blue cheese ostur (eftir smekk)
2 msk. púrtvín eða sherry
1-2 tsk andakraftur frá Oscar
1 msk rifsberjahlaup
salt
svartur pipar
AÐFERÐ:
1 – Bræðið ostinn í rjómaum og setjið síðan restina af hráefnunum út í og saltið og piprið eftir smekk.
2 – Gott er að smakka sósuna til, því það er alltaf hægt að krydda meira ef ykkur finnst þörf á.
3 – Gott er að leyfa sósunni að malla aðeins við lágan hita. Hrærið í á meðan.
ATH. Blámygluosturinn frá Castello er einstaklega mildur, smjörkenndur og góður, og að mínu mati miklu mildari en t.d. íslenski gráðosturinn.
KARTÖFLUBÁTAR
INNIHALDSEFNI:
kartöflur
andafita
salt
AÐFERÐ:
1 – Þvoið kartöflunar vel og skerið í báta.
2 – Veltið þeim upp úr andafitunni sem þið takið úr dósinni frá andalærunum þannig að það hver bátur fái smá fitu á sig.
3 – Saltið og bakið við 180 gráður þar til kartöflurnar hafa tekið ágætis lit.
WALDORF SALAT
INNIHALDSEFNI:
1-2 græn epli
3-4 sellerístönglar eftir smekk
1 lúka valhnetukjarnar
8-10 rauð vínber
1 – 1 ½ skeið majónes
1 – 1 ½ skeið 36 % sýrður rjómi
2-3 msk þeyttur rjómi
2 msk ananaskurl – safi sigtaður frá
1-2 tsk hunangs Dijon sinnep
AÐFERÐ:
1 – Blandið saman majónesi, sýrðum og þeyttum rjóma ásamt hunangs sinnepinu.
2 – Skerið grænmeti og ávexti smátt niður og blandið við sósuna.
2 – Verið sveigjanleg með innihaldsefni og bætið við fleirum ef ykkur finnst vanta eða notið það sem þið eigið. Gott er að láta salatið standa í einhvern tíma í ísskáp til að taka betur í sig bragðið.
Myndir: Björg Helen Andrésdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025