MEGINEFNI GREINARINNAR:
- Ilmkjarnaolíur hafa verið notaðar til að auka vellíðan og örva heilun líkamans frá örófi alda og eru í raun eitt elsta “lækningarmeðal” sem vitað er um.
- Nota má ilmkjarnaolíur einar sér eða blanda nokkrum tegundum saman til að ná fram ákveðnum árangri.
- Ilmolíulampinn frá NOW og ilmkjarnaolíurnar frá þeim fást m.a. í Fræinu í Fjarðarkaupum og víðar.
Greinarhöfundur: Guðrún Bergmann
Fylgstu með daglegum færslum á FACEBOOK eða skráðu þig í HEILSUKLÚBBINN
ILMUR HEFUR ÁHRIF Á HEILSU OG VELLÍÐAN
Ilmkjarnaolíur hafa verið notaðar til að auka vellíðan og örva heilun líkamans frá örófi alda og eru í raun eitt elsta “lækningarmeðal” sem vitað er um. Fundist hafa tákn í myndletri Forn-Egypta frá því um 4500 fyrir Krist, sem sýna notkun jurta og olíu við lækningar. Á síðari árum hafa farið fram víðtækar rannsóknir á því inn á hvaða svið heilans ilmirnir virka og þau eru mörg og mismunandi.
En af hverju er ég að fjalla um þetta núna? Jú, vegna þess að nýjasti besti vinur minn við tölvuna þessa dagana er ilmolíulampinn frá NOW. Ég hef reyndar átt ilmolíulampa áður, en þessi er einfaldari í notkun en flestir og tengist beint við tölvuna með USB tengi. Ef ég vill svo færa hann milli staða í íbúðinni get ég auðveldlega tengt hann við klónna af símahleðslusnúrunni og “vúala!” allt er klárt fyrir rétta ilminn á hverjum stað í íbúðinni.
PIPARMYNTAN SKERPIR HUGANN
Við tölvuna nota ég piparmyntuolíu í ilmolíulampann, vegna þess að hún skerpir svo hugann og eykur einbeitinguna. Ég hef langa reynslu af notkun hennar, en svo er stundum eins og þekking manns leggist í dvala og það þurfi eitthvað sérstakt til að vekja hana upp á ný, eins og það að eignast nýjan ilmolíulampa.
Ég var ein af þeim fyrstu til að selja ilmkjarnaolíur í verslun hér á landi meðan ég átti og rak Betra Líf. Þegar kom að prófum, m.a. í Háskólanum fjölgaði alltaf þeim kúnnum sem komu til að kaupa sér piparmyntuolíu, einmitt af því að hún skerpir hugann. Þá var trixið að kenna fólki að setja einn dropa af olíu á fingurinn, setja hann á tunguna, loka munninum og sjúga svo fingurinn. Við það leiddu áhrif olíunnar upp í heila og allir urðu kýrskýrir og gátu haldið áfram að lesa yfir sig.
STARKAR OLÍUR OG OLÍUBLÖNDUR
Nú þegar haust og vetur eru að renna saman verður allt meira kósý innandyra með rétta ilminum, ég tala nú ekki um ef kertaljós bætast við stemninguna. Ef þú átt ekki ilmolíulampa geturðu alltaf blandað ilmkjarnaolíum saman við vatn í úðabrúsa – en mundi að hrista hann áður en þú úðar úr honum í þau rými sem þú vilt að njóti ilmsins, svo olía og vatn blandist vel saman.
Það er örvandi og hreinsandi en um leið róandi að blanda saman 4 dropum af sítrónuolíu (Lemon Oil), 3 dropum af lofnarblómsolíu (Lavender Oil) og 3 dropum af rósmarínolíu (Rosemary Oil). Ein og sér er lofnarblómsolían svo einstaklega heilandi og róandi.
Til að viðhalda heilbrigði og orku á haustmánuðum er gott að blanda saman 3 dropum af kanilolíu (Cinnamon Oil), 2 dropum af negulolíu (Clove Oil), 2 dropum af júkalyptusolíu (Eucalyptus Oil), 2 dropum af sítrónuolíu (Lemon Oil) og 1 dropa af rósmarínolíu (Rosemary Oil). Ein og sér er júkalyptus olían svo sérstaklega góð og hreinsandi við kvefi.
Og á köldum vetrarkvöldum ætti þessi blanda að koma hita í alla. 4-5 dropar appelsínuolía (Orange Oil), 3 dropar kanilolía (Cinnamon Oil) og 2-3 dropar engiferolía (Ginger Oil).
Geranium er ein af mínum uppáhalds ilmkjarnaolíum en hún kemur jafnvægi á hormónakerfið, dregur úr streitu og þunglyndi, minnkar bólgur, bætir blóðflæði líkamans, dregur úr áhrifum breytingarskeiðsins, lækkar háþrýsting og hefur góð áhrif á húðina. Hún býr yfir ýmsum öðrum eiginleikum og um þá fjalla ég í næstu viku.
Ilmolíulampann frá NOW og ilmkjarnaolíurnar frá þeim er m.a. hægt að fá í Fræinu í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, verslunum Hagkaups, ýmsum apótekum, í Heilsuhorninu í Blómavali, í Gló í Fákafeni, hjá Krónunni og í Melabúðinni.
Heimildir að olíublöndum: VitalityExtracts.com
Guðrún Bergmann hefur haldið fyrirlestra og verið leiðbeinandi á ýmsum sjálfsræktarnámskeiðum í 27 ár. Hún er höfundur 17 bóka um sjálfsrækt og náttúrulegar leiðir til betri heilsu og hefur þýtt 11 bækur úr ensku um svipuð málefni. Nýjustu bækur hennar eru HREINT Í MATINN og HREINN LÍFSSTÍLL. Guðrún hefur leiðbeint um 900 manns í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á tæplega tveimur og hálfu ári. Næstu námskeið verða í janúar 2018.
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA