Þegar forðast skal glúten kemur góð uppskrift að hrökkkexi sér vel. Þetta vita þeir sem sótt hafa HREINT MATARÆÐI námskeiðin mín, en á hreinsikúrnum sem sem ég leiðbeini fólki í gegnum, eru brauð ekki á dagskrá.
Margir baka sér því hrökkbrauð til að hafa sem millimál. Ein af þeim er Ingibjörg Ólafsdóttir, sem var þátttakandi í 53. HREINT MATARÆÐI námskeiðinu. Hún leyfði mér góðfúslega að birta uppskriftina hér á síðunni.
INNIHALDSEFNI:
200 g sólblómafræ
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
2 dl graskersfræ
2 msk möndlumjöl
2 msk husk trefjar frá NOW
1 tsk himalajasalt
1/2 dl birkifræ til að dreifa ofan á áður en sett í ofn
5 dl vatn
AÐFERÐ:
- Setjið öll innihaldsefni í skál og látið fræin og mjölið drekka í sig vatnið í 60 mínútur.
- Breiðið deigið þunnt úr á 2 bökunarplötur.
- Dreifið birkifræjum og smá Maldon salti eða muldu grófu himalajasalti yfir. (valkvætt)
- Bakið við 160°C í blástursofni í 70 mínútur.
- Kælið aðeins og skerið svo plöturnar með pitsahjóli niður í hæfilega bita.
Einfalt en bragðgott. Smakkast vel til dæmis með HUMMUSNUM HENNAR BJARGAR en hún var líka á HREINT námskeiði eða með HAPP RAUÐRÓFUMAUKINU.
Mynd: Ingibjörg Ólafsdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025