OFNBAKAÐAR RAUÐRÓFUR OG GULRÆTUR

OFNBAKAÐAR RAUÐRÓFUR OG GULRÆTUR MEÐ KANIL OG CUMIN

Þetta er ein af þessum eðaluppskriftum sem verða til í tengslum við HREINT MATARÆÐI námskeiðin. 

Hún kemur frá Elísu Guðnadóttur barnasálfræðingi, sem alltaf hefur nóg að gera og undirbýr sig því vel um helgar, meðal annars með því að útbúa svona meðlæti eða máltíð, eftir því sem við á.

Uppskrift fyrir 4 til 6 eða í 4 til 6 máltíðir fyrir einn (geymist vel í kæli í lokuðu íláti í rúma viku).

INNIHALDSEFNI:

Rauðrófublandan með kjúklingi.

5 stórar gulrætur (fleiri ef litlar)

4 litlar rauðrófur eða 2 stórar

3 msk extra virgin ólífuolía

himalajasalt eftir smekk

Ceylon kanill eftir smekk

Cumin-duft eftir smekk

1/2 dl vatn

AÐFERÐ:

1 – Gulrætur skrældar og skornar í teninga
2 – Rauðrófur skrældar (gott að hafa hanska á vinstri hönd til að litast ekki á höndnum) og skornar í tenginga
3 – Allt grænmetið sett í eldfast mót
4 – Ólífuolíu dreift yfir
5  – Saltað vel með himalajasalti og kryddað með kanil og cumin
6 – Öllu blandað vel saman með hanskaklæddu höndinni (eða allt sett í glæran poka og blandað þannig saman)

Rauðrófurblandan komin í skál, tilbúin til geymslu í ísskáp.

7 – Um 1/2 dl af vatni helt yfir
8 – Bakað við 200 gráður í 90 til 120 mínútur, eða þar til rauðrófurnar eru miðlungsmjúkar

Á meðan á bakstri stendur er gott að taka eldfasta mótið nokkrum sinnum úr ofninum og velta grænmetinu  með skeið til að það brúnist o bakist jafnt.

Bragðast eins og sælgæti með fiski, kjöti, kjúklingi og jafnvel eitt og sér

Myndir: Elísa Guðnadóttir

 

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?