HAPP RAUÐRÓFUMAUKIÐ

Einn þátttakandi á HREINT MATARÆÐI stuðningsnámskeiði hjá mér bjó sér til svona rauðrófumauk og deildi því inn á Facebook síðu hópsins. Mér leist vel á uppskriftina að ég prófaði hana. Rauðrófumaukið smakkast svo vel að ég hafði samband við Lukku Páls, sem á veitingastaðinn Happ við Skúlatorg og fékk leyfi til að birta uppskriftina hér. Hún kom upphaflega fram í bók hennar HAPP HAPP HÚRRA, sem er matreiðslubók með hollusturéttum.

Rauðrófumaukið hentar einstaklega vel fyrir þá sem vilja vera í hollari kantinum um jólin. Það er gott með glútenlausu kexi eins og því sem er frá Le Pain des Fleurs eða glútenlausu brauði úr Brauðhúsinu – en hér kemur uppskriftin:

INNIHALDSEFNI:

 

500 gr. rauðrófur
1. msk. sjávarsalt
2 msk. Hunang eða nokkrir dropar af steviu. Ef notað er hunang þá er akasíuhunangið frá Himneskri hollustu mjög gott
2 msk. ólívuolía
1 hvítlauksrif
1/2 dl. kapers
2 msk. sítrónusafi – best að hafa hana lífræna
2 msk. tahini – ég notaði dökkt frá Monki
2 msk. vatn

AÐFERÐ:

1 – Stillið ofninn á 220 gráður C.
2 – Afhýðið rauðrófurnar og skerið í meðalstóra bita.
3 – Setjið í eldfast mót og hellið ólívuolíu og hunangi (eða stevíudropum) yfir. Blandið vel. Sáldrið salti ofan á.
4 – Bakið í ofni í 30 mín.
5 – Látið rauðrófurnar kólna aðeins, en setjið þær svo ásamt öllum safanum í matvinnsluvél.
6 – Bætið hinum hráefnunum saman við og maukið.

Geymdist í glerkrukku í ísskáp.

Aðalmynd: Can Stock Photo / bhofack2
Mynd með uppskrift er úr myndasafni Guðrúnar.

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?