HUMMUSINN HENNAR BJARGAR

Það er svo dásamlegt að fylgjast með því hversu margir eru duglegir að deila uppskriftum sínum í Facebook-hópum HREINT MATARÆÐIS námskeiðanna. Í því felst svo mikill stuðningur við hina í hópnum. Ein af þessum duglegu heitir Björg Helen og frá henni er þessi uppskrift að hummus.

Ég fékk leyfi til að birta hana hér á síðunni minni, þar sem þessi samsetning og krydd í hummusnum er svo spennandi. Uppskriftin sýnir líka hversu mikið hægt er að gera með einfaldan grunn – kjúklingabaunirnar – og enda með spennandi ofanálegg eða meðlæti með mat.

INNIHALD:

2 x 500 gr af soðnum kjúklingabaunum – vatnið sigtað frá og baunirnar skolaðar

1 askja af kóríander

1-2 rif ferskur hvítlaukur

Salt og svartur pipar eftir smekk

Sumac krydd – fæst í www.kryddhus.is Hafnarfirði

Safi úr ½-1 sítrónu

½-1 dl af extra virgin ólífuolíu

Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman þar til hummusinn verður frekar sléttur og samloðandi.

Athugið! Einnig er hægt að gera hummus með basilíku og hnetum og nota næringarger (Nutritional Yeast t.d. frá Naturata) í staðinn fyrir parmesan ost.  Björg Helen er dugleg að leika sér með bragðefni og blöndur svo fylgið endilega fordæmi hennar.

Uppskrift og myndir: Björg Helen Andrésdóttir

Mynd af kjúklingabaunum í skál: Can Stock Photo /vertmedia

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram