VIÐARKOL AFEITRA LÍKAMANN

Vinsældir og notkun virkjaðra viðarkola (Activated Charcoal) hafa aukist mjög á síðustu árum. Það er hins vegar ekki nýtt af nálinni að þau séu notuð til að hreinsa líkamann af eiturefnum eða til að heila hann. Viðarkol hafa verið notuð í þúsundir ára, meðal annars í húð- og snyrtivörum – sjá meira um það í grein minni VIÐARKOL ÞAÐ NÝJASTA Í HÚÐVÖRUM.  

Virkjuð viðarkol eru afeitrandi. Það er gott að taka inn hylki í nokkra daga gegn magakveisu og matareitun, eftir langar flugferðir, þegar neytt er áfengis til að koma í veg fyrir þynnku eða til að lækka slæma kólesterólið. Tannkrem úr virkjuðum viðarkolum hvíttar tennur og viðarkolin hægja á öldrun.

ÚR HVERJU ERU VIRKJUÐ VIÐARKOL?

Virkjuð viðarkol verða til sem aukaefni þegar kolefnaríkur viður eða kókoshnetuskeljar, sem er enn betra, eru brennd. Viðarkolin virkjast við háan hita, en þá losnar um allt súrefni og við efnahvörf verða til litlar agnir með stóru yfirborði. Á þessum örfínu viðarkolum myndast milljónir af örlitlum opum sem fanga, binda og fjarlægja eiturefni, þungmálma, kemísk efni og gastegundir úr þörmum.

Einungis 2 grömm af virkjuðum viðarkolum hefur sama yfirborð og heill fótboltavöllur. Opin á yfirborði viðarkolanna eru með neikvæða rafhleðslu, sem dregur til sín jákvætt hlaðin eiturefni og gas.

VIRKJUÐ VIÐARKOL ERU AFEITRANDI

Vestræn læknisfræði hefur aðallega notað virkjuð viðarkol í tilvikum eiturefna og lyfjaeitrunar á bráðadeildum sjúkrahúsa. Virkni viðarkolanna kallast aðsog (adsorption), sem þýðir að þau bindast við, frekar en taka upp (absorption) eiturefnin.

Virkjuð viðarkol eru reyndar svo miklu meira en mótefni gegn lyfjum og eiturefnum. Þau eru notuð um allan heim til almennrar afeitrunar, til að bæta meltingu, losna við uppþembu, til að bæta hjartaheilsuna og til að hægja á öldrun.

VIÐARKOL LENGI NOTUÐ

Læknar fyrri alda notuðu óvirkjuð viðarkol sem læknislyf meðan annars við meðhöndlun á flogaveiki og miltisbrandi. Snemma á tuttugustu öld fórum læknatímarit að fjalla um rannsóknir á virkjuðum viðarkolum sem mótefni við eiturefnum og til að bæta meltingarvandamál. Nýlegri rannsóknir hafa staðfest að þau virka þannig, en svo eru þau til ýmissa annarra hluta gagnleg.

Auk þess sem virkjuð viðarkol eru örugg og áhrifarík leið til að losa líkamann við eiturefni, eru þau líka lyktareyðandi og sótthreinsandi. Þau eru einnig mikilvæg til meðhöndlunar á Lyme sjúkdómnum.

DREKKA ÞARF VATN MEÐ VIÐARKOLUM

Þegar þú notar virkjuð viðarkol, er nauðsynlegt að drekka 12-16 glös af vatni yfir daginn. Þess þarf til að koma í veg fyrir ofþornun. Vatnið stuðlar líka að hraðri og öruggri úrskolun á eiturefnum úr líkamanum. Að auki kemur vatnið í veg fyrir hægðatregðu, sem sumir fá þegar þeir nota virkjuð viðarkol.

ALMENN AFEITRUN

Eiturefni úr unnum matvælum og mengun úr umhverfinu ganga á orku okkar og leiða til heilaþoku og meltingarvandamála. Stöðug áhrif eiturefna leiða til frumuskemmda, ofnæmisviðbragða, lélegs ónæmiskerfi og hraðari öldrunar. Nokkuð regluleg notkun á virkjuðum viðarkolum (Activated Charcoal) – yfirleitt ekki ráðlagt að nota virkjuð viðarkol samfellt, nema eina viku í einu og taka svo hlé – getur losað líkamann við eiturefni og veitt honum aukna orku á ný.

FYRIR ÚTILEGUNA, SUMARFRÍIÐ EÐA EFTIR LANGT FLUG

Þegar borðaður er skyndibitamatur eða önnur unnin fæða, myndast oft mikil uppþemba og gas í þörmum. Virkjuð viðarkol vinna á þessum vanda með því að soga að sér þessi aukaefni og koma meltingunni í lag á ný. Það er því tilvalið að hafa glas af Activated Charcoal með í sumarútileguna eða á útihátíðirnar, þar sem minna er lagt upp úr matseld og meira úr skyndibitanum.

Ekki er síður mikilvægt að taka inn virkjuð viðarkol í eða eftir langa flugferð. Í vélunum er mengun út frá flugvélabensíni svo og loftmengun, því allir anda að sér sama loftinu.

Á ferðalögum erlendis kemur fyrir að fólk fái matareitrun. Þá er gott að taka inn virkjuð viðarkol, til að losa sig við þær bakteríur sem kunna að hafa valdið henni. Virkjuð viðarkol eru semsagt ágætis ferðafélagi.

GEGN ÁFENGISEITRUN OG ÞYNNKU

Virkjuð viðarkol aðsoga ekki áfengi, en stuðla að því að losa líkamann við önnur eiturefni sem geta leitt til eitrunar. Neysla á óblönduðu áfengi er ekki algeng. Hins vegar er algengt er að blandið innihaldi gervisætu eða önnur kemísk efni. Virkjuð viðarkol losa líkamann við þessi eiturefni.

Rannsóknir benda til þess að ef virkjuð viðarkol eru tekin á sama tíma og áfengi er drukkið, dragi úr styrk áfengis í blóði. Þannig koma þau í veg fyrir þynnku. Í First Aider‘s Guide to Alcohol handbókinni frá Princeton háskólanum, kemur fram að virkjuð viðarkol séu notuð í tengslum við áfengisneyslu, meðal annars ef einstaklingur er meðvitunarlaus og sýnir merki um bráða áfengiseitrun.

VINNUR Á MYGLU

Margir gera sér ekki grein fyrir að mygla getur þrifist í líkama fólks. Eitruð mygla getur valdið þunglyndi, nýrna- og lifrarbilun, skertri heilastarfsemi, hjartavandamálum, pirringi í augum, höfuðverkjum, uppköstum, skertri starfsemi ónæmiskerfis og öndunarörðugleikum.

Komist raki eða vatn á einhvern hátt inn í húsnæði, verður til umhverfi fyrir myglu til að þrífast. Léleg loftræsting eykur á vandann, en algengt er að mygla þrífist í baðherbergjum, kjöllurum og þvottahúsum. Þrífa þarf sjáanlega myglu sem fyrst. Mikilvægt er að vera með hanska og grímu fyrir öndunarfærum til að anda ekki að sér eitraðri myglu við þrifin. Hægt er að nota virkjuð viðarkol, matarsóda, eplaedik, tea tree olíu eða burís (borax) til að þrífa myglu af hörðu yfirborði og koma í veg fyrir að hún myndist á ný.

Einnig þarf að nota viðarkolin til inntöku til að hreinsa mygluna úr líkamanum.

HREINSAR VATN

Virkjuð viðarkol hreinsa óhreinindi úr vatni, þar á meðal leysiefni, skordýraeitur, iðnaðarúrgang og önnur kemísk efni. Þau eru því notuð um allan heim til vatnshreinsunar. Viðarkolin aðsoga hins vegar ekki bakteríur, vírusa og steinefni úr hörðu vatni.

HVÍTTAR TENNUR

Tannkrem með virkjuðum viðarkolum (svart tannkrem) hreinsar lit frá kaffi, te, rauðvíni og berjum af tönnum. Það breytir líka pH gildi eða sýrustiginu í muninum og kemur í veg fyrir skemmdir, andfýlu og sýkingar í tannholdi. Til að ná góðum árangri í hvíttun tannanna er best að bursta þær með tannkremi úr virkjuðum viðarkolum tvisvar til þrisvar í viku.

HÆGIR Á ÖLDRUN

Virkjuð viðarkol draga úr líkum á skemmdum á nýrum og lifur, auk þess sem þau styrkja heilbrigði nýrnahettna. Það er mikilvægt að hreinsa eiturefni og kemísk efni reglulega úr líkamanum. Virkjuð viðarkol styrkja öll helstu líffæri líkamans með því að losa hann við eiturefni sem kunna að valda skaða á þeim.

Öldrun er náttúrulegt ferli, en vegna þeirra mengunar sem við verðum fyrir í fæðu, á heimili, vinnustaði og úr umhverfinu, þurfum við að losa líkamann við eiturefnin til að hægja á öldrun.

Séu virkjuð viðarkolnotuð til þess er best að taka 2 hylki á dag. Það má gera eftir neyslu á fæðu sem er ekki lífrænt ræktuð, innöndun þungmálma eða annarra eiturefna. Hreinsun bætir heilastarfsemina, dregur úr heilaþoku, stuðlar að heilbrigðari nýrum og lifur og heilbrigðari iðrum (ristli og þörmum).

LÆKKAR KÓLESTERÓLIÐ

Rannsóknir víða um heim sýna að virkjuð viðarkol lækka slæma kólesterólið og hækka það góða, alveg jafn vel og ýmis lyfseðilsskyld lyf gera. Í einni rannsókn lækkaði LDL kólesterólið um 41% og HDL kólesterólið jókst um 8% á einungis 4 vikur. Þátttakendur tóku þrjá 8 gramma skammta á dag meðan á rannsókn stóð.

HVERNIG Á AÐ NOTA VIRKJUÐ VIÐARKOL?

Virkjuð viðarkol úr kókoshnetuskel er best að taka milli máltíða. Takið hylkin inn nokkrum klukkustundum eftir inntöku vítamína og steinefna, þar sem þau geta hindrað upptöku þeirra.

Forðast skal að taka virkjuð viðarkol á sama tíma og lyfseðilsskyld lyf, því þau geta bundist viðarkolunum. Bíðið í minnst 2-3 tíma eftir að hafa tekið viðarkolin inn, áður en lyf eða vítamín eru tekin inn.

Hægt er að taka inn tvö hylki af virkjuðum viðarkolum, þegar neytt er fæðu af óþekktum uppruna eða þegar neytt er áfengra drykkja.

Inntaka á virkjuðum viðarkolum getur leitt til harðlífis, sé ekki drukkið nægilega mikið vatn með þeim. Athugið líka að viðarkolin lita hægðirnar, sem verða svartar þegar þau eru tekin inn.

Neytendaupplýsingar:

Activated Charcoal eða virkjuð viðarkol frá NOW fást í www.hverslun.is – í Fjarðarkaup – Nettó – Apóteki Garðabæjar og Rima Apóteki. Vegna samstarfs við hverslun.is býðst lesendum mínum 10% afsláttur af Activated Charcoal og öðrum vörum NOW í versluninni. Notið afsláttarkóðann GB19 þegar kemur að greiðslusíðu.

Myndir:

www.canstockphoto.com – kateen 2528 og Vladimir Floyd

Photo by Patrick Hendry on Unsplash

Photo by Lesly Juarez on Unsplash

Heimildir:

https://draxe.com/activated-charcoal-uses/

https://www.medicalnewstoday.com/articles/322609.php

https://blog.bulletproof.com/activated-charcoal-benefits/

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram