GRISSINI BRAUÐSTANGIR

Matarbloggari vefsíðunnar er Björg Helen Andrésdóttir.
Hún kemur reglulega með nýjar uppskriftir að
spennandi og fljótlegum réttum, sem gaman er
að njóta.
Grissini er nú meira meðlæti en getur poppað upp
ýmsa rétti og hentað vel í ýmsa mannfagnaði.


GRISSINI BRAUÐSTANGIR
– með rósmarín og sjávarsalti

Það eru orðin ansi mörg ár síðan ég gerði fyrst „grissini“ stangirnar mínar. Á sínum tíma vantaði mig eitthvað til að setja á veisluborðið, eitthvað sem myndi vera flott fyrir augað, myndi skreyta borðið og bragðast vel.

Grissini brauðstangirnar slógu rækilega í gegn og er ég búin að gefa ófáum uppskriftina, sem mér finnst nú varla vera uppskrift. Það er geggjað að bera þær fram t.d. með fordrykknum, með ostunum, í veislunni eða bara til að gera vel við sig.

Svo er ótrúlega fljótlegt að gera þær og hráefniskostnaðurinn ekki mikill sem er alltaf plús. Nú er kominn tími til að deila gleðinni með ykkur.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

INNIHALDSEFNI:

1 rúlla tilbúið smjördeig
1 egg
rósmarín frá Kryddhúsinu
gróft sjávarsalt
olía eða Pam sprey

AÐFERÐ:

1 – Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og smyrjið annað hvort með smá olíu eða notið Pam sprey þannig að smjördeigið festist ekki við.

2 – Setjið útflatta smjördeigið á pappírinn. Tilbúið smjördeig fæst í flestum stórmörkuðum.

3 – Pískið egg og penslið yfir deigið. Gætið þess að setja ekki of mikið en nóg samt til að það haldi vel kryddinu.

4 – Stráið síðan rósmarín og sjávarsalti yfir smjördeigið.

5 – Í lokin er skorið í deigið þannig að úr verða lengjur, en til þess er best að nota pítsuskera.

6 – Setið inn í 200 gr heitan ofn og bakið þar til deigið verður gullinbrúnt. Þegar deigið bakast skreppur það saman og þá verða stangirnar til.

Hægt er að krydda stangirnar með öðru krydd eins og til dæmis timían og basil eða strá sesamfræjum á deigið. Svo má líka að setja yfir þær rifinn parmesan ost eða annan ost.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram