GRÍSKUR KJÚKLINGARÉTTUR

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er mætt aftur með eina af sínum frábæru “allt í einu fati”
uppskriftum. Tilvalin helgarréttur eða réttur fyrir 
saumaklúbb eða vinkonuhitting.


GRÍSKUR KJÚKLINGARÉTTUR

Ertu tímabundin/-n eða nennir ekki að fara að steikja og sjóða mat í nokkrum pottum og þurfa síðan að þvo þá upp? Ef svo er ráðlegg ég þér að prófa þennan rétt sem er ekki bara fallegur fyrir augað heldur dásamlega bragðgóður.

Hann er sérstaklega auðveldur því þú setur öll hráefnin saman í eldfast mót og eldar saman í ofni. Þá ertu komin með kjötið, grænmetið og dásamlega sósu úr olíunni og safanum af hráefnunum.

Kryddið skiptir miklu máli og Gyros kryddið frá Kryddhúsinu er einfaldlega geggjað!

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

INNIHALDSEFNI Í GRÍSKA KJÚKLINGARÉTTINN

1 rauðlaukur millistærð
1 box sveppir
1 box Sólskinstómatar
¾ krukka fetaostur
6 úrbeinuð kjúklingalæri, skinnlaus 
1 msk Gyros grillkrydd Kryddhúsið
1 tsk hvítlauksduft Kryddhúsið
1 tsk sítrónupipar Kryddhúsið
salt eftir smekk
extra virgin ólífuolía

AÐFERÐ:

1 – Skerið sveppina og laukinn niður en setjið tómatana heila í eldfasta mótið ásamt kjúklingnum.
2 – Verið óhrædd við að krydda vel með þeim kryddum sem ég gef upp.
3 – Stráið fetaosti yfir kjúklinginn ásamt olíu úr krukkunni. Hellið síðan extra virgin ólífuolíu yfir allt eftir smekk.
4 – Setjið inn í 190° C heitan ofn í um 40-45 mínútur.
5 – Berið fram með sætum eða venjulegum kartöflum.

KARTÖFLURNAR

Kartöflur hvítar eða sætar
Frönsku-kartöflukrydd frá Kryddhúsinu
Extra virgin ólífuolía
Salt

AÐFERÐ:

1 – Afhýðið kartöflurnar og skerið niður í grófa bita.
2 – Setjið í eldfast mót og hellið olíu yfir.
3 – Kryddið með Frönsku-kartöflukryddinu frá Kryddhúsinu og saltið. Hrærið saman þannig að bæði krydd og olían dreifist vel á allar kartöflurnar.
4 – Bakið í ofni við 190° C í 20-30 mínútur.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram