GÆÐIN RÝRNA MEÐ NÚTÍMA RÆKTUNARAÐFERÐUM

MEGINEFNI GREINAR:

  • Skortur á næringarefnum í jarðveginum er bein afleiðing nútíma ræktunaraðferða, sem leiðir til þess að fæða ræktuð í honum inniheldur minna af næringarefnum.
  • Næringargildið er líka minna í því sem við köllum heilsufæðu.
  • Til að fá jafnmikið af járni og fékkst úr EINU epli árið 1950, þurfti árið 1998 að borða 26 epli.
  • Það er mun minna um leifar af eiturefnum í lífrænt ræktuðum matvælum en úr öðrum ræktunaraðferðum.

Höfundur: Guðrún Bergmann

Fylgstu með daglegum færslum á FACEBOOK eða skráðu þig í HEILSUKLÚBBINN.


GÆÐIN RÝRNA MEÐ NÚTÍMA RÆKTUNARAÐFERÐUM

Ég hef lengri hvatt fólk til að taka bætiefni samhliða fæðunni sem það neytir og það er ástæða fyrir því. Skortur á næringarefnum í jarðveginum (um allan heim) er bein afleiðing nútíma ræktunaraðferða, sem leiðir til þess að fæða sem ræktuðu er í þessum rýra jarðvegi inniheldur minna af næringarefnum. Tegundum hefur líka fækkað og líffræðileg fjölbreytni minnkað. Í Bandaríkjunum eru til dæmis til 7.500 eplategundir, en einungis 100 þeirra eru ræktaðar til endursölu í matvörumörkuðum.

JAFNVEL HEILSUFÆÐAN ER RÝRARI

Næringargildið í því sem við köllum almennt heilsufæðu, eins og til dæmis í eplum eða salati, er líka minna en það eitt sinn var. Hér áður fyrr sáu villtar jurtir fólki fyrir miklu af plöntuefnum (phytonutrients) sem ekki er að finna í nútímaræktun ávaxta og grænmetis. Jo Robinson, sem skrifaði bókina Eating on the Wild Side, segir að fjólubláar kartöflur sem ræktaðar eru á hásléttum Perú innihaldi 28 sinnum meira af „anthocyans“, en það eru andoxunarefni sem ráða ph gildi blárrar fæðu sem þau eru í, en í „russet“ kartöflum, sem er kartöflutegund sem er mikið seld í Bandaríkjunum.

Dr. August Dunning, sem er aðalvísindamaður og meðeigandi í Eco Organics, segir að til að fá sama magn af járni og þú fékkst úr einu epli árið 1950, þurftir þú árið 1998 (20 ár síðan) að borða 26 epli. Eplin er líka bragðminni en það tengist því að jarðvegurinn er rýrari af steinefnum. Steinefnin búa nefnilega til efnasamböndin sem gefa ávöxtum og grænmeti bragð sitt.

Við fáum ekki bragðið úr bætiefnum, sem eru akkúrat það sem felst í orðinu, efni sem bæta okkur upp það sem ekki er í fæðunni. Við fáum hins vegar þau næringarefni sem fæðan býr ekki lengur yfir og því eru þau að mínu mati nauðsynleg líkama okkar.

MINNA AF EITUREFNUM Í LÍFRÆNT RÆKTAÐRI FÆÐU

Það segir sig nú eiginlega sjálft að lífrænt ræktuð matvæli veiti líkamanum meiri næringu en þau sem ræktuð eru eftir öðrum aðferðum. Rannsóknir hafa aftur og aftur staðfest að í lífrænt ræktaðri fæða er minna um leifar af meindýraeitri – og að hún er ríkari af næringarefnum.

Háskólinn í Stanford birti árið 2012 yfirlit yfir 240 rannsóknir þar sem bornar voru saman fæðutegundir sem voru lífrænt ræktaðar eða ræktaðar með nútímaaðferðum (hin mikla eiturefnanotkun við ræktun hófst ekki fyrr en um og eftir 1960). Lífrænt ræktuð fæða var 23 til 37 prósent líklegri til að innhalda minna af leifum af meindýraeitri.

Nota má ákveðna plágueyða í lífrænni ræktun, en nýjasta vandamálið sem ræktendur lífrænnar fæðu standa frammi fyrir felst í því að vindurinn ber eiturefni úr nútímaræktun af ökrum annarra yfir á þeirra akra, jafnvel um langar leiðir. Það sýnir sýnir bara hversu andrúmsloft okkar er mikið mengað af eiturefnum sem við sjáum ekki… en eru þarna samt og hafa áhrif á heilsu okkar hvort sem er í gegnum fæðuna eða innöndun.

BÆTIEFNI OG LÍFRÆNT RÆKTAÐ

Ef ég á val, vel ég alltaf að kaupa lífrænt ræktaða matvöru. Ég vel líka að kaupa til dæmis kjúklingakjöt frá framleiðendum sem nota ekki sýklalyf við framleiðsluna. Það ver mig að einhverju leyti fyrir bakteríum sem eru orðnar ónæmar fyrir sýklalyfjum. Þær geta borist í fólk úr kjötmeti, þar sem mikið af sýklalyfjum hefur verið notað við framleiðsluna. Rannsóknir víða um heim staðfesta þetta og því er spáð að árið 2050 deyji fleiri af völdum baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum en af krabbameinum.

Ég vel líka að taka reglulega inn bætiefni og steinefni eins og magnesíum. Það hef ég gert mjög samviskusamlega undanfarin níu ár, eða síðan ég brann næstum út og var hætt komin heilsufarslega. Saman hafa þessir þættir stuðlað að því að heilsa mín er mjög góð í dag.

Sjá nánari umfjöllun í greinunum:  EITT RÁÐ TIL AÐ VERNDA HELSUNA og ER GLÝFÓSAT Í ÞÍNUM MAT? 

Mynd: Can Stock Photo/4774344sean

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 518 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?