GINKGO BILOBA VIÐ MÍGRENI

Ég hef áður skrifað um Ginkgo Biloba, en það er endalaust hægt að fjalla um þetta frábæra jurtaefni. Í hefðbundnum kínverskum lækningum hefur Ginkgo Biloba meðal annars verið notað í þúsundir ára til að meðhöndla höfuðverki og mígreni.

Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.

Í þessari grein beini ég aðallega sjónum að því sem Ginkgo getur gert fyrir æðakerfið í höndum og fótum, höfuðverki, heilann og heilabilun á efri árum.

ÚTVÍKKANDI ÁHRIF Á ÆÐAR

Það sem mér finnst einna mest spennandi við Ginkgo Biloba er að það býr yfir þeim eiginleikum að hafa útvíkkandi áhrif á æðarnar. Þar virkar því vel á flest það í líkamanum sem tengist of hægu blóðflæði.

Margar konur (ég hef ekki enn hitt karlmenn með þessi einkenni) fá dofa í fingurgómana og þeir kólna upp, næstum eins og kal sé komið í þá. Þessi einkenni kallast Raynaud‘s heilkenni, en þau stafa yfirleitt af því að blóðflæði er ekki nægilegt til fingranna. Engar lækningaaðferðir hafa fundist við þessum vanda, en þegar ég leitað fyrir  nokkrum árum eftir náttúrulegum leiðum til að meðhöndla mitt eigið Raynaud‘s heilkenni, lenti ég á síðu bandaríska læknisins Dr. Andrew Weil. Þar kemur fram að eina efnið sem hann geti mælt með við Raynaud‘s sé Ginkgo Biloba.

Ég var því fljót að ná mér í Ginkgo Biloba og hef tekið það nokkuð reglulega síðan. Einkennin hafa með öll horfið en ég held áfram að taka það inn vegna þess að það er eitt af þessum efnum sem verndar heilann okkar.

OPNAR ORKUFARVEGINA

Í hefðbundinni kínverskri læknisfræði er allt miðað við „qi“ eða orku líkamans. Þar hafa því fræin af Ginkgo Biloba trénu verið notuð til að opna „orkufarvegi” að mismunandi líffærakerfum, þar á meðal nýrum, lifur, heila og lungum.

Vegna þeirra blóðþynnandi eiginleika sem Ginkgo Biloba hefur, eykur það ekki bara blóðflæði til hand- og fótleggja, heldur einnig til höfuðsins og dregur því úr höfuðverkjum ef þeir eru tengdir of hægu blóðflæði. Jafnframt hefur það áhrif á blóðflæði til heilans og er því talið geta komið í veg fyrir heilablóðfall.

DREGUR ÚR EINKENNUM ALZHEIMER’S

Ginkgo Biloba hefur af vestrænum vísindamönnum einnig verið rannsakað vegna eiginleika þess til að draga úr kvíða, steitu og öðrum einkennum sem tengjast Alzheimer’s sjúkdómnum og aldurstengdri heilabilun.

Engin lækning hefur enn fundist við Alzheimer‘s, en lífsstíll og mataræði eru meðal annars talin geta haft áhrif á það hvort fólk fær heilabilun á efri árum. Í rannsókn sem greint er frá á vef NCBI kemur fram að þegar fólki með heilabilun var gefin stór skammtur eða um 240 mg af Ginkgo Biloba á dag, gat efnið bætt minnið hjá þátttakendum í rannsókninni. Jafnframt jók það færni þeirra í að sjá um ýmsa daglega þætti eins og heimilshald og eigin þrif. Ekki kom fram í rannsókninni hversu langt genginn sjúkdómurinn var hjá þátttakendum.

Rannsóknin gaf líka til kynna að Ginkgo geti dregið úr ýmsum geðrænum vandmálum. Meðal annars sló það á tilfinningalegt álag umönnunaraðila úr fjölskyldu og vinahópi þeirra sem þátt tóku í henni.

Í Þýskalandi hefur Ginkgo Biloba hefur verið notað til að meðhöndla þá sem komnir eru með merki um heilabilun eða Alzheimer’s sjúkdóminn. Það virðist hægja á framgangi heilabilunareinkenna, einkum ef þau eru talin tengjast æðahrörnunarsjúkdómum.

Neytendaupplýsingar: Ginkgo Biloba og öðrum bætiefnið frá NOW fæst nú á bætiefnadögum með 25% afslætti í Nettó og Fræinu í Fjarðarkaupum til 6. febrúar. Einnig er 25% afsláttur af NOW í Lyf og Heilsu og Apótekaranum til 17. febrúar og í Apótekinu út allan febrúar.

Mynd: Can Stock Photo / alphaspirit

Heimildir:  www.ncbi.nlm.nih.govwww.livestrong.com – www.drweil.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram