HEIMALÖGUÐ MÖNDLUMJÓLK

Í apríl árið 2017 var Inga Rós Baldursdóttir á HREINT MATARÆÐI námskeiði hjá mér. Meðan á námskeiðinu stóð var hún dugleg að deila myndum af bústum og ýmsu sem hún var að matreiða og fylgdi leiðbeiningum hreinsikúrsins vel eftir.

Hún bjó alltaf til sína eigin möndlumjólk svona 2-3svar í viku og deildi eftirfarandi uppskrift, sem birtist upphaflega í grein hér á síðunni í maí árið 2017. Inga Rós notar einfalda og óbragðbætta möndlumjólk í bústin, en bætir svo döðlu eða vanillu í þá mjólk sem hún vill drekka. Þessi duglega kona er nýtin, svo hér kemur uppskrift að því hvernig hún gerir mjólkina og nýtir möndlurnar til hins ýtrasta.

MÖNDLUMJÓLK INGU RÓSAR

  • 1 bolli af möndlum, lagður í bleyti í köldu vatni yfir nótt.
  • Möndlurnar skolaðar næsta morgun og settar í blandara ásamt 4 bollum af köldu vatni. Allt blandað vel saman.
  • Mjólkin síuð í gegnum grisju eða nælonsokk – og voila! Möndlumjólkin komin.
  • Hratið eða afgangurinn af möndlunum sett í smurt eldfast mót og bakað við 100-150°C hita í 15-20 mínútur.
  • Þegar hratið er alveg þurrt og hefur kólnað er það sett í lítið NutriBullet glas og malað í mjöl, sem hægt er að nota í bakstur, til að velta fiskstykkjum upp úr fyrir steikingu, í konfekt eða kökugerð.

Þeir sem vilja þykkari eða rjómakenndari mjólk en Inga Rós gefur hér uppskrif að, nota minna af köldu vatni í möndlumjólkurgerðina. Úr þessari uppskrift kemur 1,25 l af möndlumjólk, sem geymist í nokkra daga í ísskáp í glerflösku.

BLÓÐÞRÝSTINGURINN LÆKKAÐI

Þegar Inga Rós kom á námskeiðið í apríl árið 2017, hafði hún mestar áhyggjar af blóðþrýstingi sínum, sem var 198/168 þrátt fyrir að hún væri á lyfjum, í raun lyfjategund númer tvö, en hvorug lyfin virtust slá á þrýstinginn. Ég sagði henni að háþrýstingur hefði lækkað hjá mörgum á námskeiðunum, svo hún skyldi bara sjá hvort ekki yrðu breytingar á þessum þremur vikum

Í lok námskeiðs mældist blóðþrýstingur hennar 130/78. Hún var enn á lyfjum, en samkvæmt lækninum og náttúrulækninum Dr. Carolyn Dean, höfundi The Magnesium Miracle, leiðir skortur á magnesíumi í líkamanum oft til háþrýstings. Undir álagi eyðum við nefnilega þessu mikilvæga steinefni upp.

Á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum er hluti af ferlinu að taka ríflegan skammt af þessu nauðsynlega steinefni, svo hugsanlega varð það og breytt mataræði til þess að háþrýstingurinn lækkaði hjá Ingu Rós.

Næsta HREINT MATARÆÐI námskeið hefst 19. febrúar n.k.

SMELLTU HÉR ef þú hefur áhuga á að lesa meira um það.

Mynd:  © Can Stock Photo / bhofack2

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 518 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?