EINU SINNI Á ÁRI

EINU SINNI Á ÁRI

Það eru ekki bara jólin sem koma einu sinni á ári. Mörg fyrirtæki bjóða upp á sérstakar vörur bara einu sinni á ári. Í þetta sinn fjalla ég um vöru sem sápuframleiðandinn Dr. Bronner‘s og umhverfis- verndarsamtökin Sea Shepherd létu framleiða. Þeir fóru í samstarfsverkefni sem þeir kalla OCEAN BUBBLE BUDDY. 

Samstarf þeirra felst í einu verkefni eða framleiðslu á einni vöru sem er ekki verður endurframleidd. Verkefnið hefur vakið það mikla athygli að varan er uppseld bæði á vefsíðunum hjá Dr. Bronner‘s og hjá Sea Shepherd. Hún er hins vegar til hér á landi  í takmörkuðu magni og er því tilvalin til jólagjafa fyrir þá sem eru á umhverfisverndarlínunni.

OCEAN BUBBLE BUDDY

Um er að ræða sápudisk sem unninn er úr endurunnum netum og plasti sem safnað hefur verið úr sjónum. Þetta rusl er rifið niður og brætt til að búa til þennan sérstaka sápudisk. Þú getur annað hvort notað hann undir sápu, sem vatnið rennur þá af svo hún endist lengur – eða þú getur notað hina hliðina á „sigtinu“ og rifið steyptar sápur niður eins og á rifjárni og blandað við heitt vatn til að búa til sápulög, sem nota má til að þvo upp leirtau með, í þrifin eða í þvottavélina.

Þannig kemstu hjá því að nota plastumbúðir utan um fljótandi sápu.

Minn BUDDY er þegar kominn í notkun.

Neytendaupplýsingar: Þú getur náð þér í eintak af OCEAN BUBBLE BUDDY í verslun Mamma Veit Best. Athugið að um er að ræða takmarkað magn á lager þar.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: Frá framleiðanda

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 517 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?