CAPRESE SALAT

Sumar, sumar, sumar og sól… og þá er svo frábært að fá svona
sumarlega uppskrift að léttum rétti til að njóta þegar sól er hæst
á lofti og næturnar bjartar.

Björg Helen Andrésdóttir á uppskriftina þessa vikuna eins og margar undanfarnar.


CAPRESE SALAT

“Þegar sólin skín og allir fallegu litir sumarsins skarta sínu fegursta langar mig oft í léttan og bragðgóðan mat. Einn af mínum uppáhaldsréttum er Caprese salatið, sem sagt er að hafi fyrst verið borið fram á eyjunni Capri á Ítalíu.

Rauði, hvíti og græni liturinn sem prýða salatið eru litirnir í ítalska fánanum, svo mér finnst ég alltaf vera aðeins nær Ítalíu þegar ég bý það til í eldhúsinu heima hjá mér, en ég elska Ítalíu.

Ég notaði góða íslenska tómata í réttinn, basiliku sem vinkona mín ræktaði og gaf mér og síðast en ekki síst extra virgin ólífuolíu sem ég kaupi beint frá Ítalíu. Olían skiptir miklu máli þannig að notið góða olíu í þennan rétt.

Einfaldur, fallegur og góður réttur og síðast en ekki síst fljótlegt að búa til.

Njótið vel!”

INNIHALDSEFNI:

1-2 stórir tómatar

1 stór kúla af mosarella osti

fersk basilíka

himalaya salt

svartur pipar frá Kryddhúsinu

góð ólífuolía

AÐFERÐ:

1 – Skerið tómatana og mosarella ostinn í sneiðar og raðið á disk.
2 – Saltið og piprið og setjið ferska basilíku yfir.
3 – Hellið síðan góðri ólífuolíu yfir allt saman.

Hlutföllin eru mjög flæðandi hér og ráðast af því hvort þú sért að útbúa salat fyrir einn eða fleiri. Auðvelt er að stækka uppskriftina með því að skera niður meira af tómötum og mosarella.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram