Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
er með frábæra sumarsúpuuppskrift
fyrir okkur þessa vikuna, sem er
full af nýju grænmeti, sem nóg
er af á þessum árstíma.
Kæri lesandi,
Ég elska tómata. Fyrir mér eru smátómatarnir hið besta snakk og svo eru þeir dásamlegi í allskonar mat og rétti. Nú þegar búðirnar eru fullar af litríku íslensku grænmeti er sko ástæða til að borða vel af því.
Aldrei þessu vant var hægt að kaupa stóra íslenska tómata í lausu en ekki eingöngu innpakkaða í plast þannig að ég valdi mér vel þroskaða tómata sem bragðið væri komið almennilega fram í og skellti í litríka og hreint dásamlega sumarsúpu. Það má borða þessa súpu bæði kalda og heita.
Með sumarlegri matarkveðju
Björg Helen
TÓMATSÚPA MEÐ KÓKOSMJÓLK
Innihaldsefni:
1 ½ kg.íslenskir tómatar
3 rauðlaukar
2 hvítlaukar
1 msk tómatpuré
basilíka um 1 lúka
olía
3 msk. balsamik edik
330 ml kókosmjólk
300 ml vatn eða meira eða minna
flögusalt
svartur pipar Kryddhúsið
½ – 1 msk Marakkóskt Harissa Kryddhúsið
chilli flögur Kryddhúsið (má sleppa)
sýrður rjómi eða grísk jógúrt
sítrónuolía (má sleppa)
AÐFERÐ:
1 – Brytið niður tómata og rauðlauk, skerið toppinn af 2 hvítlaukum og setjið í ofnskúffu (gott að hafa smjörpappír undir).
2 – Hellið góðum slatta af olíu yfir allt grænmetið og passið að það fari vel yfir hvítlaukinn. Hellið 3 msk af balsamik edikinu yfir tómatana og rauðlaukinn.
3 – Bakið í ofni í 40-50 mínútur við 220 gráðu hita.
4 – Takið þá grænmetið út og setjið í góðan pott ásamt djúsí safanum sem kemur af grænmetinu.
5 – Hvítlaukurinn er orðinn mjúkur og eldaður þannig að þið takið hann og kreistið hann út úr hýðinu í pottinn. Ég notað 1 ½ hvítlauk.
6 – Setjið Marakkóska Harissu kryddið út í ásamt smávegis af chilli flögum. Setjið kókosmjólkina út í ásamt um lúku af ferskri basiliku.
7 – Hellið síðan 300 ml af vatni út í til að byrja með. Ef þið viljið hafa súpuna þynnri þá bætið þið við vatni.
8 – Þar sem grænmetið er orðið eldað þarf bara að kveikja aðeins undir súpunni og leyfa henni að malla í smá stund. Notið töfrasporta til að mauka súpuna. Mér finnst gott að mauka hana ekki alveg.
Ég bar súpuna fram með sýrðum rjóma, ferskri basiliku og smávegis af sítrónuolíu.
Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Samkaup og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun: https://www.kryddhus.is/
#kryddhusid #kryddhúsið #bjorghelenmataruppskriftir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025
- Stjörnuspeki30. desember, 2024NÝTT TUNGL Í STEINGEIT 30.12.24