5 ÁSTÆÐUR TIL AÐ NOTA SÓLARVÖRN
Væntanlega hefurðu heyrt um mikilvægi þess að nota sólarvörn, bæði fyrir líðan og útlit húðarinnar. Margir leggja áherslu á að nota sólarvörn alla daga ársins, en aðrir láta duga að gera það á björtum og sólríkum dögum.
Notkun á sólarvörn ætti að margra mati að vera daglegur þáttur í verndun húðarinnar, því sértu ekki að verja hana er viðkvæm húð þín í andliti óvarin fyrir ónauðsynlegri eyðileggingu frá geislum sólarinnar.
ÁSTÆÐURNAR FIMM
Húðlæknar benda á fimm ástæður fyrir því að nota sólarvörn reglulega, einkum fyrir húðina í andliti:
1 – HELDUR HÚÐLITNUM JÖFNUM
Með því að nota sólarvörn heldurðu húðlitnum jöfnum. Skemmdir af völdum sólarinnar koma oft fram sem ójafn húðlitur og dagleg notkun á sólarvörn kemur í veg fyrir slíkt.
2 – VER HÚÐINA FYRIR SÓLINNI
Einn augljósasti hagurinn af því að nota sólarvörn er sá að hún ver húðina fyrir áhrifum frá breiðvirkum útfjólubláum (UV) geislum sólarinnar. Með sólarvörn verðu húðina fyrir því að UV geislarnir gangi langt inn í hana og leiði til ýmssa húðvandamála. Jafnvel mildur sólbruni getur haft skaðleg áhrif á húðina, svo það er mikilvægt að verja hana.
3 – DREGUR ÚR SÝNILEGUM ÖLDRUNARÁHRIFUM
Flestar konur vilja unglega, geislandi og heilbrigða húð í andlitinu. Of mikil sólböð geta hins vegar aukið fínar línur og hrukkur, eitthvað sem sólarvörn getur varið húðina gegn.
4 – DREGUR ÚR HÆTTU Á KRABBAMEINUM
Sem betur fer hefur notkun á sólarvörn sýnt fram á minni hættu á því að fólk fái húðkrabbamein, einkum melanoma. Þessi tegund krabbameina er þekkt fyrir að vera sérlega óvægin og getur verið lífshættuleg sumum konum, einkum þeim sem eru tiltölulega ungar.
5 – HEILBRIGÐARI HÚÐ MEÐ SÓLARVÖRN
Margir húðlæknar telja að húð okkar sé almennt heilbrigðari þegar við notum sólarvörn. Nauðsynleg prótín í húðinni eins og til dæmis keratin eru varin þegar notuð er sólarvörn, en þessi prótín sjá til þess að halda húðinni sléttri og mýkri, bæði hvað varðar útilit og heilbrigði.
SVONA VER ÉG MÍNA HÚÐ
Þegar ég var yngri var ekkert til sem hét sólarvörn. Þá gapti maður bara upp í sólina þegar hún skein og skaðaði húðina stundum verulega með því að brenna undan geislum hennar.
Eftir að sólarvörn fór að koma í dagkrem hef ég almennt valið krem sem innihalda SPF 30 vörn, eins og til dæmis dagkremið frá ACURE sem ég er að nota núna og finnst mjög gott.
Svo hef ég í undanfarin fimmtán ár eða svo notað Astaxanthin reglulega yfir sumarmánuðina og fyrir og á meðan á dvöl stendur ef ég hef farið til sólarlanda yfir vetrarmánuðina. Astaxanthin ver húðina innanfrá og út gegn UV geislum sólarinnar og veitir henni auk þess svo fallegan og jafnan brúnkulit.
SÓLARVÖRN FRÁ DR. MERCOLA
Þegar kemur að húð líkamans sjálfs hef ég oft haft það fyrir vana að liggja í 15-30 mínútur án sólarvarnar til að fá D-vítamínframleiðslu líkamans í gang – og sett svo á mig sólarvörn eftir það.
Reyndar hefur styrkleiki sólarljóssins aukist mjög upp á síðkastið svo ég er farin að nota sólarvörn allan tímann sem ég er utandyra og tek bara inn Sólskinsvítamínið D-3 til að tryggja að birgðir líkamans séu alltaf nægar af því.
Á líkamann nota ég sólarvörn frá Dr. Mercola, sem er náttúruleg og veitir öfluga og breiðvirka SPF 15 vörn. Hún hentar jafnt börnum sem fullorðnum. Í henni 9,5% zinc oxide og ekkert titanium dioxide, svo hún veitir vörn án nokkurra eiturefna. Hún er vatnsheld í 40 mínútur, svo það þarf að bera hana nokkuð oft á þegar verið er í sundi eða sjónum – en það á nú við um sólarvörn almennt.
Sólarvörnin frá Dr. Mercola inniheldur líka andoxunarríkt grænt te sem verndar húðina og nærir á náttúrulegan hátt. Í henni eru hvorki gervi- né eiturefni og engin paraben – og hún er Vegan, sem hentar fyrir marga.
Neytendaupplýsingar: Acure dagkremið með SPF30, Astaxanthin hylkin og sólarvörn frá Dr. Mercola fást í verslunum Mamma Veit Best, en þær eru á horni Auðbrekku og Dalbrekku í Kópavogi og á Njálsgötu 1 í Reykjavík.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendan fróðleik um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að vernda og viðhalda góðri heilsu.
Myndir: CanStockPhoto / Mandygodbehear og af vefsíðum framleiðenda
Heimildir:
- https://my.clevelandclinic.org/health/articles/5240-sun-damage-protecting-yourself
- https://www.skincancer.org/prevention/sunburn
- https://www.skincancer.org/prevention/sun-protection/sunscreen/aging
- https://www.melanoma.org/understand-melanoma/preventing-melanoma/facts-about-sunscreen
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA