PLÁNETUR Í EINSTAKRI RÖÐ

PLÁNETUR Í EINSTAKRI RÖÐ

Við sjáum nú ekki auðveldlega pláneturnar á himnum yfir sumarmánuðina, því þá er svo bjart hjá okkur – en þeir sem geta séð þær ættu að sjá að það eru fimm plánetur sem raða sér á morgunhimininn.

Þetta eru sýnilegu pláneturnar fimm, það er að segja Merkúr, Venus, Mars, Júpiter og Satúrnus. Svo skemmtilega vill til að þetta er náttúruleg röð þeirra frá Sólinni, sem gerir þessa sjaldgæfu uppröðun enn einstakari. Þeir sem sjá þessa uppröðun, sjá pláneturnar lágt við sjóndeildarhring í austri og svo hærra til suðurs.   

TUNGLIÐ BÆTIST Í HÓPINN Í ÞESSARI VIKU

Bilið á milli Merkúrs og Satúrnusar var minnst í þessari pláneturöð dagana 3. og 4. júní, en þann 3. júní stöðvaðist Merkúr til að breyta um stefnu og halda fram á við.  

Það breikkar aðeins bilið milli þessara pláneta eftir því sem líður á mánuðinn,  meðal annars vegna þess að nú fer Merkúr beint áfram en Satúrnus aftur á bak um sporbaug sinn. Að morgni þess 23. júní verður einstök afstaða.

Minnkandi Tunglið mun skjóta sér inn í pláneturöðina, mitt á milli Venusar og Mars – og koma sér fyrir þar sem Jörðin ætti að vera. sýnMyndin sýnir hvernig uppröðunin verður þann 23. júní.

Á þeim tíma mun fjarlægðin á milli Merkúrs og Satúrnusar vera um 107 gráður. Þeir sem sjá pláneturnar á morgunhimninum hafa um klukkustund til að njóta þeirra, þar til Merkúr týnist í geislum Sólarinnar.

SÍÐAST ÁRIÐ 2004

Síðast þegar allar þær plánetur sem sjá má berum augum röðuðu sér upp í svona röð við sjóndeilarhring var í desember árið 2004, samkvæmt grein í Sky & Telescope, en þá voru Merkúr og Satúrnus í enn þéttari samstöðu.

Ég veit hreinlega ekki hvort þetta sést hér á landi en í Bandaríkjunum er fólki ráðlagt að vakna fyrir sólarupprás, til að sjá pláneturöðina sem sést best áður en Sólin kemur upp. Velti fyrir mér hvort hér sáist þær frá Norð-austurlandi eða Austurlandi.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni á endilega með öðrum.

Mynd: Frá NASA

Frekari upplýsingar hér: theepochtimes

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 517 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?