KJÚKLINGUR MEÐ PESTÓ, PIPAROSTI OG RJÓMA

Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
sagði mér að þessi réttur væri ekki sá
alhollasti – en að hann sé mjög 
bragðgóður, svo prófið endilega
ef ykkur líst vel á uppskriftina
hennar. Bragðlaukarnir
hennar klikka sjaldan.


Kæri lesandi,

Þennan kjúklingarétt hef ég gert annað slagið í gegnum tíðina þegar lítill tími er fyrir eldamennsku. Hann hefur verið vinsæll hjá fjölda manns í mörg ár. Því miður man ég ekki hvar ég sá uppskriftina fyrst á sínum tíma. Mér finnst hins vegar gaman að deila henni, svo að sem flestir fái að njóta hennar. Einfaltur, fljótlegur og góður réttur.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

KJÚKLINGUR MEÐ PESTÓ, PIPAROSTI OG RJÓMA

Innihaldsefni í réttinn:

1 bakki úrbeinuð kjúklingaupplæri
500 ml rjómi eða 1 – 1 ½ dós kókosmjólk
1 piparostur eða mexíkósotur
1 krukka tómatapestó
1 stór hvítlaukur
smátt saxaðar döðlur og hnetur (má sleppa)
Kjúklingakrydd frá Kryddhúsinu
smjör
salt
svartur pipar

AÐFERÐ:

1 – Steikið kjúklinginn upp úr vænum slatta af smjöri og rifnum hvítlauknum. Kryddið vel með kjúklingakryddinu eða öðru góðu kryddi. Það þarf ekki að steikja kjúklinginn alveg í gegn áður en hann er tekinn af pönnunni og settur í eldfast mót.

2 – Hellið öllum rjómanum út á pönnuna ásamt pestóinu. Gott er að rífa piparostinn í rifjárni út í rjómann og pestói þá er hann fljótari að bráðna. Kryddið af kjúklingnum þegar hann var steiktur blandast síðan vel saman við þetta.

3 – Gott er að setja smátt saxaðar döðlur og/eða hnetur út í sósuna en ég steingleymdi að kaupa þau hráefni þegar ég gerði réttinn í þetta sinn.

4 – Hellið sósunni yfir kjúklinginn í eldfasta mótinu og bakið í ofni í 30 mínútur við 190 gráður.

Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum og salati.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu fást í Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni og víðar – auk þess sem panta má þau á www.kryddhus.is 

#björghelenmataruppskriftir – #kryddhusid – #gudrunbergmann

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram