OMEGA-3 STYRKIR LÍKAMANN

OMEGA-3 STYRKIR LÍKAMANN

Lestrartími: 2 mínútur

Þú hefur örugglega áður heyrt hversu mikilvægt það er fyrir heilsuna að taka inn Omega-3, en það sakar ekki að rifja það upp.

Omega-3 er gott fyrir hjarta- og æðakerfið, fyrir alla slímhúð í líkamanum, nauðsynlegt fyrir lítil börn, því það styður við þroska heilans og gott fyrir þá sem eldri eru vegna þess að það styrkir heilann og dregur úr líkum á því að fólk fái minnisglöp.

OMEGA-3 BUNDIÐ FORFATÍÐI

Eins og með annað er vinnsla og framleiðsla á Omega-3 úr sjávarafurðum í sífelldri þróun. Rannsóknir á áhrifum Omega-3 úr sjávardýrum af heimskautasvæðinu[i], sem bundið er fosfatíði og skilgreint sem PLs og inniheldur langkeðja fjölómettaðar fitusýrur (PUFAs), hófust á Grænlandi í kringum árið 1970.

Þessar rannsóknir gerðu þeir Dyerberg og Bang[ii] á grænlenskum eskimóum, þar sem þeir skoðuðu lípíð í blóðvökva þeirra. Í ljós hefur komið að Omega-3 sem bundið er fosfatíði og hefur þessar langkeðja fjölómettuðu fitusýrur (PUFAs) hefur auk annarra góðra áhrifa á heilsuna, sérlega góð áhrif á frumusviði líkamans og viðheldur samvægi á frumuhimnunum.

Að auki kemur það jafnvægi á bólguviðbrögð líkamans, stuðlar að samvægi í líkamanum, heldur jafnvægi á taugakerfinu og er gott fyrir geðheilsuna.     

KRILL OLÍA BUNDIN FOSFATÍÐI

Ég hef undanfarið verið að nota Krill olíuna frá Dr. Mercola, sem bundin er fosfatíði og unnin úr ljósátu (krill) af Norður-Heimsskautssvæðinu. Ljósátan líkist rækju, en er þó minni. Krill olían er vottuð sem sjálfbær sjávarafurð af MSC[iii]. Auk fjölómettuðu fitusýrunnar úr fosfatíðinu er líka Astaxanthin í Krill olíu hylkjunum. Ég er búin að taka inn einn 90 daga skammtur og er byrjuð á þeim næsta.

Ég er mjög ánægð með þetta Omega-3 úr Krill olíunni og kem væntanlega til með að halda mig við hana til frambúðar – eða þar til einhver enn betri útgáfa af Omega-3 kemur á markað. Í Krill olíunni eru auk fjölómettuðu fitusýrunnar úr forfatíðinu, hinar hefðbundnu EPA og DHA fjölómettuðu fitusýrur (O-3s), en líkaminn þarf á öllum þessum fitusýrum að halda nánast allt sitt líf til að starfa vel.

ÓTAL GÓÐIR EIGINLEIKAR OMEGA-3

Samkvæmt grein á Healthline[iv] vefsíðunni hafa rannsóknir sýnt að Omega-3 getur einnig styrkt augnheilsu okkar; dregið úr kvíða; dregið úr ADHD einkennum hjá börnum; haft góð áhrif á meltingarkerfið; unnið á sjálfsónæmissjúkdómum; dregið úr asma hjá börnum; dregið úr hættu á fitulifur; styrkt bein og liðamót; dregið úr tíðaverkjum; bætt svefn og er auk þess gott fyrir húðina.

Ef þér finnst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Neytendaupplýsingar: Krill olían (Omega-3 +)  frá Dr. Mercola fæst í verslunum Mamma Veit Best á horni Auðbrekku/Dalbrekku í Kópavogi og á Njálsgötu 1 í Reykjavík.

Myndir: CanStockPhoto/pilipenkoD – bætiefnamynd frá Mercola

Heimildir:

[i] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3509649/#:~:text=Marine%20omega%2D3%20phospholipids%20(n,PUFAs)%20derived%20from%20marine%20organisms.

[ii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/1163480/

[iii] www.msc.org

[iv] https://www.healthline.com/nutrition/17-health-benefits-of-omega-3#TOC_TITLE_HDR_17

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 609 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram