ERTU MEÐ HARÐSPERRUR?

ERTU MEÐ HARÐSPERRUR?

Lestrartími: 2 mínútur

Nú í hita (eða kulda) sumarsins eru margir sem stunda fjallgöngur, hlaup, hjólaferðir eða annað sem reynir á vöðva og liði. Oft er stokkið af stað án mikils undirbúnings og þá fylgja miklar harðsperrur í kjölfarið. 

Þar sem aumir vöðvar og verkir hafa oft lamandi áhrif í útivistarferðum, langar mig að deila hér smá sögu sem tengist harðsperrum og því hvernig verkirnir voru meðhöndlaðir.

UNGIR OFURHUGAR

Í síðustu viku maí mánaðar kom sonarsonur minn í heimsókn til Íslands, ásamt vini sínum. Þeir búa á flatlendinu í Texas og sátu allan síðasta vetur yfir tölvunum og námsefninu í háskólanum. Þeir voru því alls óundirbúnir undir mikla hreyfingu, gönguferðir og einhver líkamleg átök.

Hreyfingarleysi vetrarins dró þó ekki úr áhuga þeirra á útivist og ævintýrum hér á landi og listinn yfir það sem þeir vildu gera var nokkuð langur. Á honum var meðal annars kajaksigling (hjá Reykjanes Seakayak) og gönguferð á Esjuna, alveg upp á topp – og þannig vildi til að bæði kajaksiglingin og gönguferðin lentu á sama degi.

STIRÐIR OG VERKJAÐIR

Næsta morgun þegar ég sótti þá til að fara með þá á Snæfellsnesið voru þeir með miklar harðsperrur og auma vöðva og verki um allan líkamann. Ég hafði haft það á tilfinningunni, svo ég hafði tekið með mér CBD Sportgel sem ég átti, en ekki haft ástæðu til að nota fram að þessu.

Mér hafði hins vegar verið sagt að það virkaði vel á harðsperrur og auma vöðva eftir miklar æfingar og áreynslu.

Ég rétti þeim túpuna og sagði þeim að bera á alla auma vöðva áður en við leggðum af stað. Þeir gerðu eins og fyrir þá var lagt og þegar þeir stigu út úr bílnum í Borgarnesi fékk ég að heyra að gelið hefði sko virkað, því þeir voru ekki lengur stirðir og verkjaðir.

CBD MEÐ Í ÖLLUM FERÐUM

Eftir þessa reynslu var CBD Sportgelið með í öllum ferðum, enda mikið gengið um strendur, sanda, fjöll og á jökla. Þeir báru það bæði á sig fyrir langar gönguferðir, svo og á kvöldin eftir mikla hreyfingu yfir daginn – og voru hressir og verkjalausir alla daga þeim til mikillar gleði.

HVAÐ ER Í SPORTGELINU?

Í Dr. Kent CBD Sportgelinu er góð samsetning virkra náttúrulegra innihaldsefna, meðal annars 550 mg af lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi. Einnig eru í því hampolíuþykkni (Kannabis Sativa L), eucalyptus olía, ilmkjarnaolía úr negulnöglum og þykkni úr sterkum pipar – og að sjálfsögðu er gelið án parabena og ilmefna.

Eitt sem þarf að athuga sig á er að það þarf að nudda gelinu vel inn í húðina, því annars getur smá litur af hampinum smitast í föt – og svo þvo hendur eftir að það er borið á.

Neytendaupplýsingar:
Dr. Kent CBD sportgelið
fæst víða, meðal annars í Hemp Living í Urriðaholtsstræti 24 í Garðabæ og á vefsíðunum gottcbd.is og hempliving.is, hjá Mamma Veit Best á horni Dalbrekku/Auðbrekku í Kópavogi, í Fjarðarkaup Hafnarfirði, í Hagkaup og í flestum apótekum Lyfju og Lyf og Heilsu, svo og hjá nokkrum sjálfstætt starfandi apótekum í Reykjavík og annars staðar á landinu.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Myndir: CanStockPhoto /Dolfilms og af vef pharma-hemp

Aðrar greinar um CBD vörur frá GottCBD.is sem hafa skilað mér góðum árangri:

CBD ÁBURÐUR FYRIR VÖÐVA OG LIÐI

ERTU MEÐ TAUGAVERKI?

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram