SYKUR BRÝTUR NIÐUR KOLLAGEN Í HÚÐINNI
Ég hef tekið eftir því á eigin húð og hjá þeim sem hafa verið á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum hjá mér – að þegar sykurneyslu er hætt þéttist húðin og verður sléttari og stinnari og það er eins og það sé meiri ljómi í henni.
Í framhaldi af grein um kollagen sem ég skrifaði nýlega, fór ég að kanna hvort það væru tengsl þarna á milli. Stundum er talað um sykurandlit hjá þeim sem eru með opnar svitaholur og smá bólgu í andliti, eftir mikla sykurneyslu.
Reyndar hefur áfengisneysla svipuð áhrif á húðina og sykur hvað það varðar.
SYKUR BRÝTUR NIÐUR KOLLAGEN
Sykur brýtur niður kollagen í húðinni, en kollagenið er stinna efnið sem gefur húð þinni fyllingu, æskuljóma og þéttleika. Sykurneysla leiðir til insúlín framleiðslu, sem aftur veldur því að það verður truflun á prótínnýtingu.
Sú truflun verður til vegna þess að sykurinn brenglar merkjasendingar í líkamanum. Brenglun hefur síðan á áhrif á framleiðslu prótína og amínósýra sem byggja upp kollagen og teygni í húðinni. Sykurinn bindur sig við amínósýrurnar og úr verður límkennd blanda, eftir því sem einn þekktasti húðlæknir í Hollywood, Dr. Harold Lancer segir.
EYKUR TESTOSTERÓN FRAMLEIÐSLU
Ekki er nóg með að sykur geri þetta, því hann eykur líka testosterón framleiðslu líkamans. Við það verða svitaholurnar víðari og húðin feitari og grófgerðari.
Sykur hefur líka þurrkandi áhrif á húðina, svo það dregur úr vökvamagni hennar. Húðin verður ekki eins lífleg ef neytt er sykurs og hana virðist skorta súrefni.
SYKUR EÐA ÁVEXTIR
Ávaxtasykur er líka sykur og því nauðsynlegt að velja ávexti eftir sykurstuðli þeirra. Sykurstuðullinn í vatnsmelónum og cantaloupe melónum er til dæmis hár, á meðan hann er lágur í kiwi, bláberjum og brómberjum.
Epli eru góð, því það er pektín í þeim sem er nokkurs konar bindiefni. Mangó er hins vegar með háan sykurstuðul, en það þýðir ekki að þú getir ekki fengið þér mangó annað slagið – bara ekki daglega ef þér er annt um stinnleika húðarinnar.
Grænmeti getur líka verið sykrað, líkt og rauðrófur og gulrætur og flest öll sætindi og sætar kökur eru á bannlista – ef þú vilt hægja á öldrun húðarinnar.
KOLLAGEN PEPTÍÐ STYRKJA HÚÐINA
Flestir neyta einhvers sykurs, en til að vinna geng áhrifum hans og bæta sér upp það kollagen sem hefur eyðilagst er góð hugmynd að taka inn kollagen peptíð. Á síðari árum hefur framleiðsla á kollageni sem bætiefni aukist mjög. Neocell kollagenið hefur reyndar verið framleitt frá árinu 1998 enda var fyrirtækið frumkvöðull í framleiðslu á kollageni sem bætiefni.
Neocell kollageninu má blanda í vatn, kaffi, te, appelsínusafa eða bæta út í bústið á morgnana. Það er laust við soja, hveiti, laktósa, sterkju, maís og gervibragðefni og er að gefa góða raun. Ekki sakar að verðið á því er alveg frábært.
Ef þú vilt stinna og styrkja húðina með árangursríkum hreinsikúr, hefst næsta HREINT MATARÆÐI námskeið 9. september. Smelltu á hlekkinn til að kynna þér nánar um hvað það snýst.
Neytendaupplýsingar: Neocell kollagenið fæst í Nettó, verslunum Mamma veit best og verslunum Lyfjavals.
Mynd: CanStockPhoto / evgenyatamanenko
Heimild: www.thecut.com
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025