NAMMIKÚLUR MEÐ SÍTRÓNUBRAGÐI

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er þessa vikuna með uppskrift að spennandi 
og hollum Nammikúlum, sem gott er 
að eiga í ísskápnum og grípa til
þegar sælgætislöngun lætur 
á sér kræla. 


NAMMIKÚLUR MEÐ SÍTRÓNUBRAGÐI

Mér finnst svo gott að eiga hollt „nammi“ í ísskápnum eða frystinum sem ég get fengið mér þegar mig langar í eitthvað svolítið sætt og gott. Ég elska sítrónubragð og ef þið hafið fylgst með uppskriftunum frá mér hjá Guðrúnu Bergmann þá nota ég sítrónur og sítrónuolíu mikið. Það gefur svoferskt og gott bragð. Hægt er að gera bæði kúlur úr hráefninu eða þjappa niður í mót og skera í bita
eftir óskum hvers og eins.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

INNIHALDSEFNI:

125 gr kasjúhnetur
100 gr pekanhnetur
70 gr möndlumjöl
10-12 vænar döðlur
rifinn börkur af tveimur sítrónum
safi úr ½-1 sítrónu
2-3 msk hunang eða agave síróp
70-80 gr kókosolía
kókosmjöl til að velta upp úr
sjávarsalt eftir smekk

AÐFERÐ:

1 – Setjið hneturnar, möndlumjölið og döðlurnar í matvinnsluvél og látið ganga í smá stund.
2 – Setjið sítrónubörkinn, safann úr sítrónunni, hunangið eða sírópið út í, ásamt salti eftir smekk.
3 – Hellið bræddri kókosolíunni yfir og blandið vel saman í vélinni. Passið að hræra deigið ekki of mikið.
4 – Mótið kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr kókosmjöli.

Einnig er hægt að setja „deigið“ í form (þarf ekki að spreyja það né nota bökunarpappír í formið) og
þjappið því vel niður.

Geymið í ísskáp eða í frysti. Nælið ykkur svo í bita eftir þörfum.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 603 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram