ERTU AÐ NOTA KOLLAGEN?

ERTU AÐ NOTA KOLLAGEN?

Kollagen er eitt helsta prótínið í líkamanum en um 30% af prótínmólekúlum líkamans eru kollagen[i]. Af þessum 30% er um 90% af kollageninu af tegund 1 og 3, en kollagen er aðalefnið í bandvef líkamans og er að finna í sinum, liðböndum, húð og vöðvum.

Kollagen er prótíntegund sem skipar stórt hlutverk í að byggja upp og styrkja ótal vefi í líkamanum, allt frá beinum og brjóski, til húðar, hárs og augna, að ógleymdu meltingarkerfinu.

Ef þú ert ekki nú þegar að nota kollagen, ættirðu að kanna nokkrar ástæður þess að það geti verið gott fyrir þig.  Hér eru FIMM þeirra:

1 – KOLLAGEN Í STAÐ ÞESS SEM TAPAST

Kollagen er „límið“ sem heldur líkama okkar saman, en málið er að upp úr fertugu fer líkaminn að framleiða minna af því. Með því að taka inn kollagen-peptíð sem bætiefni, er hægt að bæta líkamanum upp það sem hann fer að skorta með aldrinum og stuðla þannig að betri almennri heilsu hans.

2 – KOLLAGEN ER AUÐMELT PRÓTÍN

Næringarfræðingurinn Ryanne Lachman[ii] bendir á að líkaminn þurfi almennt að leggja mikið á sig til að melta prótín sem kemur úr kjúklingum og nautakjöti. Hjá mörgum leiði það til meltingarvandamála eins og uppþembu. Kollagen sem bætiefni er hins vegar yfirleitt vatnsrofið (hydrolyzyed), en við það brotnar það niður í peptíð, sem auðvelda líkamanum upptöku á því.

Kollagen sem bætiefni geta því verið auðveldari leið til að bæta líkamanum upp það prótín sem hann vantar. Af því að búið er að brjóta það niður í peptíð, er auðvelt að leysa það upp í vatni eða bæta því út í heitt kaffi eða kalt búst, sem auðveldar mjög notkun þess.

3 – KOLLAGEN DREGUR ÚR HRUKKUM

Lachman segir jafnframt að áhrif kollagens á húðina hafi mest verið rannsökuð[iii]. Í janúar árið 2019 var í Journal of Drugs in Dermatoloty, kynnt niðurstaða úr tvíblindri rannsókn, þar sem meira en 800 einstaklingar tóku inn 10 grömm af kollageni á dag með það að markmiði að bæta þéttleika húðarinnar.

Niðurstöðurnar sýndu að kollagen bætiefnið bætti teygjanleika húðarinnar, stuðlaði að betri raka í henni og jók þéttleika kollagen-trefja í húðinni. Tíu grömm af kollageni á dag er því ein leið til að stuðla að unglegra útliti.

4 – KOLLAGEN ER GOTT FYRIR LIÐI OG BEIN

Liðverkir valda mörgum vanda og geta til dæmis hindrað fólk í að stunda líkamsrækt. Rannsóknir[iv] hafa sýnt að kollagen getur verið gott fyrir bandvef og brjósk og dregið úr liðverkjum eftir æfingar. Eftir tíðahvörf dregur oft úr þéttleika beina, en tvíblindar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem tóku kollagen-peptíð í eitt ár juku beinþéttni[v] sína.

5 – KOLLAGEN FYRIR MELTINGARVEGINN

Kollagen er hluti af bandvefnum, sem myndar ristil og þarma. Ein kenningin í sambandi við heilun á þessu svæði er að aukið magn af kollageni í líkmanum geti stuðlað að viðgerðum í þessu kerfi, meðal annars hjá þeim sem þjást af iðraólgu[vi] (Irritable Bowel Syndrom).

Þetta finnst mér mjög áhugaverð kenning í ljósi þess hversu margir eru taldir vera með leka þarma, en nánar er hægt að lesa um hvaða einkenni fylgja því í greininni 9 MERKI UM LEKA ÞARMA

ÝMSAR TEGUNDIR KOLLAGENS

Ég hef prófað kollagen frá ýmsum framleiðendum, en verðið hefur stundum stoppað mig í að taka það  reglulega inn. Neocell kollagenið hefur hins vegar tvo kosti. Það er bæði gott fyrir líkamann og á góðu verði. 

Neocell kollagenið hefur verið framleitt frá árinu 1998[vii]. Fyrirtækið var því í fararbroddi í framleiðslu á kollageni sem bætiefni. Neocell kollagenið er bæði til í hylkjum með viðbættu C-vítamíni og í dufti, sem blandast vel út í volgt vatn, kaffi eða búst.

Neytendaupplýsingar: Neocell kollagenið fæst í Nettó, verslunum Mamma veit best og verslunum Lyfjavals.

Myndir: CanStockPhoto / rob3000 og af vefsíðu Neocell

Heimildir:  

[i] https://www.sciencedirect.com/topics/physics-and-astronomy/collagens

[ii] https://my.clevelandclinic.org/departments/functional-medicine/staff

[iii] https://www.everydayhealth.com/skin-beauty/potential-health-benefits-of-collagen-and-thing-it-cant-do/

[iv] https://cdnsciencepub.com/doi/10.1139/apnm-2016-0390#.X0v7bNNKjlw

[v] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5793325/#!po=1.72414

[vi] https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/apt.14092

[vii] https://www.neocell.com/

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram