MEGINATRIÐI GREINARINNAR:
1 – Ýmis fæða sem við neytum í dag hefur skaðlega áhrif á þarmana og leiðir til þess að þarmaveggirnir leka og fæðuagnir sem ekki eiga að komast út, fara út í blóðið.
2 – Það leiðir til bólguástands í líkamanum, sem aftur getur leitt til sjálfsónæmissjúkdóma.
3 – Námskeið eins og HREINT MATARÆÐI býður upp á góðan grunn til að hreinsa þarmana og hefja enduruppbyggingu á þeim, svo koma megi í veg fyrir frekari heilsufarsvandamál.
Höfundur: Guðrún Bergmann
Fylgstu með daglegum færslum á Facebook eða skráðu þig í Heilsuklúbbinn til að fá reglulega fréttabréf.
9 MERKI UM LEKA ÞARMA
Fyrir rúmlega 2400 árum hélt Hippocrates því fram að alla sjúkdóma mætti rekja til þarmanna. Einhvers staðar í aldanna rás gleymdist sú speki. Hún hefur hins vegar heldur betur átt endurinnkomu meðal þeirra lækna sem stunda heildrænar lækningar, hver svo sem upprunaleg sérgrein þeirra er. Læknar eins og ítalski meltingasjúkdómasérfræðingurinn Alezzio Fasano og aðrir sem í fótspor hans hafa fylgt, segja okkur einfaldlega að þarmarnir séu varnarmúr okkar gagnvart árásum úr umhverfinu og því mikilvægt að þeir séu í lagi.
ÁHRIFIN DREIFA SÉR VÍÐA UM LÍKAMANN
Hefurðu nokkurn tímann spáð í að heilaþoka, ADHD, húðsjúkdómar eins og exem eða hormónaójafnvægi gætu stafað út af ástandi í þörmum þínum? Menn greinir aðeins á um það hvort 70% eða 80% ónæmiskerfisins sé að finna þar, en það er í raun aukaatriði. Aðalatriðið er að þarmarnir eru mikilvægir fyrir ónæmiskerfi okkar og að mun algengara, en flestir halda, er að fólk sé með leka þarma.
LEKIR ÞARMAR – HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?
Í bók minni HREINN LÍFSSTÍLL fjalla ég nokkuð ýtarlega um leka þarma og hvers vegna þeir leka, hvað veldur því aðallega og hvað er til ráða. Hér er hins vegar nokkuð stutt skýring á því. Menn hafa nýlega komist að því að þarmaveggirnir eru ekki en samofin heild, heldur eru á þeim “hlið” sem opnast í stuttan tíma fyrir tilstilli efnis sem þarmarnir framleiða og heitir zonulin. Opnunin leyfir litlum einingum næringarefna að fara í gegnum hliðin og út í blóðið. Svo eiga hliðin að lokast – EN ákveðnir þættir eins og fæða, sýkingar, eiturefni og streita geta leitt til þess að hliðin lokist alls ekki og þá komast stærri agnir í gegnum þau og út í blóðið. Þar flokkast þær sem “óvinir”, valda skaða og leiða oft til þess að ónæmisviðbrögðin verða þau að líkaminn ræðst á sig sjálfan = sjálfsónæmi.
9 MERKI UM LEKA ÞARMA
Í nýlegum pistil hjá bandaríska lækninum Amy Myers telur hún upp níu merki um að þú sért með leka þarma.
1 – Meltingarvandamál eins og loft í þörmum, uppþemba, niðurgangur eða iðraólga.
2 – Fæðuóþol eða ofnæmi gagnvart ákveðnum fæðutegundum.
3 – Heilaþoka eða erfiðleikar með að einbeita sér, ADD eða ADHD.
4 – Geðsveiflur eins og þunglyndi eða kvíði.
5 – Húðvandamál eins og bólur, rósroði eða exem.
6 – Ýmis árstíðabundin ofnæmi eða asmi.
7 – Hormónaójafnvægi eins og óreglulegar tíðablæðingar, PMS eða PCOS.
8 – Sjúkdómsgreining á sjálfsofnæmissjúkdómum eins og liðagigt, vanvirkni í
skjaldkirtli (Hashimoto’s), lúpus, sóríasis eða glútenóþol.
9 – Sjúkdómsgreining á síþreytu eða vefjagigt.
HVAÐ VELDUR VANDANUM?
Helstu sökudólgarnir sem hafa þessi áhrif á þarmana eru ýmsar fæðutegundir eins og glúten, mjólkurvörur og aðrar matvörur sem hafa eitrandi áhrif á líkamann. Einnig fæðutegundir sem eru miklir bólguvaldar, þar á meðal maís og allt sem úr honum er unnið, þar með talið maíssíróp, sem er mikið notað sem sætuefni í dag. Þú sérð það í innihaldslýsingunni undir heitinu “high fructose corn syrup” eða það er einfaldlega falið undir stöfunum HFCS. Sykur og ofnotkun á áfengi hafa líka slæm áhrif á þarmaveggina. Glúten er þó einni helsti skaðvaldurinn, því glíadínið í því örvar zonulín-framleiðslu þarmanna, þannig að þarmaveggirnar lokast ekki – heldur “leka” stanslaust.
Helstu sýkingar í þörmunum eru candida sveppasýking, skaði af völdum snýkjudýra í þörmunum (geta t.a.m. komist inn í líkamann með hráum fiski = sushi) og SIBO sem er ensk skammstöfun á small intestinal bacterial overgrowth, eða bakteríusýkingum í þörmum.
Eiturefnin geta komið frá lyfjum eins og bólgueyðandi lyfjum – skilgreind á ensku sem NSAIDS – steralyfjum, sýklalyfjum og sýrustillandi lyfjum, svo og frá eiturefnum úr umhverfinu eins og skordýraeitri, kvikasilfri og BPA úr plasti.
Langvarandi streita getur líka haft skaðleg áhrif á þarmana, svo og á ýmis önnur líffæri, svo dagleg morgunhugleiðsla, þó ekki sé nema í 5 mínútur getur skipti miklu máli fyrir heilsuna almennt.
SJÁLFSÓNÆMISSJÚKDÓMAR OG LEKIR ÞARMAR
Þegar þarmarnir leka (eða eru gegndræpir) kemst sífellt meira af ögnum út í blóðið. Stutta skýringin er að líkaminn svarar með bólguviðbrögðum, sem eiga að verjast óvininum og ráða niðurlögum hans. Undir stöðugum óvinaárásum virðist líkaminn hins vegar hætta að gera greinarmun á óvininum og heilbrigðum líkamsvef og fer að ráðast á sig sjálfan. Slíkt ástand leiðir til sjálfsónæmissjúkdóma, sé þörmunum.
Mikilvægt er því að koma þörmunum í lag, því niðurstöður rannsókna Dr. Alessio Fasano sýna að sjálfsónæmissjúkdómar myndast einungis séu þarmar viðkomandi lekir.
HVERNIG ER GERT VIÐ LEKA ÞARMA?
Í raun byggist batinn á þremur þáttum: Taka út það sem veldur skaða, byggja upp örveruflóruna í þörmunum og styrkja líkamann með bætiefnum til varnir hans eflist. Á námskeiðum mínum um HREINT MATARÆÐI sem rúmlega sautján hundruð og fimmtíu manns hafa nú sótt er farið í gegnum hreinsikúr sem felur í sér grunn að viðgerðarferlinu. Með því að taka út ákveðnar fæðutegundir og borða aðrar og taka inn nærandi bætiefni og olíur næst frábær árangur á þremur vikum, sem svo þarf að halda við til að ná viðvarandi árangri.
1 – Á FORÐIST LISTA FER FÆÐA eins og glúten, mjólkurvörur, maís, soja og egg, auk koffíns, sykurs og áfengis. Hvítlaukur sér um að vinna á bakteríum í þörmunum.
2 – ÞARMAFLÓRAN ER BYGGÐ UPP með inntöku á góðgerlum sem stuðla að myndun heilbrigðrar þarmaflóru. Góðgerlana er nauðsynlegt að taka reglulega, til að viðhalda því ástandi sem næst á hreinsikúrnum.
3 – OLÍUR EINS OG OMEGA 3 draga úr bólgum, byggja upp slímhúðina og eru góðar fyrir æðakerfið og liðamótin.
4 – BÆTIEFNI STYRKJA líkamann, sem oft skortir bæði vítamín og steinefni. Með þeim styrkjast öll kerfi líkamans og starfa betur.
HREINT MATARÆÐI námskeiðin eru góð leið til að hreinsa þarmana og byggja þá upp til viðgerða eftir hreinsun. Skráðu þig á Póstlistann til að fá upplýsingar um næsta námskeið og njóta tilboðsverða sem alltaf eru í boði í upphafi hvers námskeiðs.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Mynd: Can Stock Photo/benschonewille
Heimildir: M.a. grein á vefsíðu Amy Myers MD
US National Library of Medicine
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA