Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er þessa vikuna með uppskrift að kótilettum
með íslensku grænmeti sem nú fæst
nýupptekið og flott í matvöru-
verslunum eða á bændamörkuðum
víða um land.
KÓTILETTUR MEÐ ÍSLENSKU GRÆNMETI
Íslenskt grænmeti finnst mér langbest. Í þetta sinn valdi ég gulrætur, hvítkál og brokkolí sem er frekar gróft grænmeti en með því að skera það næfurþunnt verður áferðin þegar maður borðar það allt önnur en þegar það er grófsaxað. Þennan einfalda og góða rétt er hægt að útbúa á 30 mínútum eða skemur og hann er virkilega góður.
Ég valdi mér kótilettur í þetta sinn en hægt er að nota hvaða kjöt eða fisk sem ykkur langar í. Þetta er hvorki flókin né dýr matseld en „en lúkkar pínu eins og rándýr“.
Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen
INNIHALDSEFNI Í RÉTTINN:
3-4 kótilettur
hvítkál
gulrætur
brokkolí
1 dós kókosmjólk
salt eftir smekk
Pipar fjórar árstíðir frá Kryddhúsinu (eða svartan)
1-1 ½ tsk Gyros grillkrydd frá Kryddhúsinu
Villibráð og lamb kryddið frá Kryddhúsinu
Cajun kryddblanda frá Kryddhúsinu
Olía
AÐFERÐ:
1 – Ég set ekki inn magn af grænmetinu en ég fyllti pönnuna af því. Umfangið minnkar ansi mikið við
steikingu þegar það er svona smátt skorið.
2 – Rífið gulræturnar í grófu rifjárni og skerið hvítkálið og brokkolíið í örþunna strimla.
3 – Steikið það síðan aðeins upp úr olíu við miðlungshita, ekki of lengi.
4 – Hellið kókosmjólkinni yfir grænmetið. Saltið, piprið og setjið 1-1 ½ tsk af Gyros kryddblöndunni út í. Ágætt að smakka þetta til. Hrærið öllu vel saman í smá tíma og takið síðan pönnuna af hellunni og leyfið þessu aðeins að taka sig.
5 – Ég setti kótiletturnar í eldfast mót og inn í 200° C heitan ofn í um um 20 mínútur en þær voru frekar
þykkar. Ég penslaði þær með olíu, saltaði þær síðan, pipraði og nota bæði Cajun kryddblöndu og
Villibráð og lamb á þær.
Myndir: Björg Helen Andrésdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025