STJÖRNUSPEKI HELGARINNAR

STJÖRNUSPEKI HELGARINNAR

Stundum er gaman að skoða hvaða stjörnuspekilega orka felst í dögunum. Ég rakst á þessar skýringar fyrir helgina inni á Daykeeper Journal, en sá stjörnuspekivefur var settur á stofn af mikilli vinkonu minni, stjörnuspekingnum Maya Del Mar, sem er látin.

Ég var svo heppin að kynnast Maya persónulega árið 1997. Hún kom svo hingað til lands með hóp af andlega þenkjandi fólki árið 1999 og ég tók að mér að vera leiðsögumaður þeirra um landið. Seinna þegar Gulli heitinn féll frá, veitti hún mér mikinn stuðning og sýndi mér hvernig andlát hans tengdist afstöðum plánetanna í mínu stjörnukorti.

Dætur hennar tóku við keflinu þegar hún féll frá og eftirfarandi eru skýringar frá Crystel dóttur hennar með aðlögun að íslensku.

LAUGARDAGURINN 8. JÚNÍ

Þökk sé tölfræðinni með ofurtöluna 8 og öflugum afstöðum Satúrnusar er þetta góður dagur fyrir vinnu, fyrir skipulagningu og til að uppskera árangur erfiðis okkar. Honum fylgir líka orka framfara í átt að faglegum, fjárhagslegum eða öðrum áþreifanlegum markmiðum. Það var einmitt nýtt Tungl þann 6. júní og það er alltaf magnað að setja sér markmið á nýju Tungli.

Tunglið er í Krabba sem leiðir til þess að við hlustum betur á innsæi okkar og þar sem það er í 120 gráðu afstöðu við Satúrnus, skipuleggjandann sjálfan, ýtir orkan undir stjórnunarhæfileika okkar. Gyðjuplánetan Venus er í 90 gráðu afstöðu við Satúrnus, en sú afstaða veitir okkur tækifæri til að skipuleggja og vinna að einhverju Venus tengdu – eins og kærleika í eigin garð og til annarra, sjálfsvirðingu, gildum okkar, sköpunargáfu, innri og ytri fegurð eða persónulegum fjármálum.

Mars er á síðustu metrunum eða öllu heldur mínútunum í Hrútnum og fer inn í Nautið um miðjan dag í dag. Áður en það gerist getum við nýtt síðustu augnablik hans í Hrútnum, til að gera eitthvað djarft í viðskiptum, fjármálum eða fjölskyldumálum.

Þessi breyting yfir í Nautið hefur róandi áhrif og það gæti verið gott að hafa samband við markþjálfa, ráðgjafa, trúnaðarmann eða teymi til að skipuleggja framtíðina.

Staðfesting dagsins: Ég kalla á engil allsnægta til að leiðbeina mér með farsælum hugmyndum og aðgerðum núna, sem og alltaf.

SUNNUDAGURINN 9. JÚNÍ

Tölfræði dagsins með 9 ráðandi, styður við umbreytingu og pláneturnar stuðla að heilun, andlegri vinnu og tiltekt á innri og ytri sviðum. Samskipti við aðra ganga betur þegar líður á daginn

Sólin er í ögrandi 90 gráðu afstöðu við Satúrnus, sem getur leitt til smá streituvaldandi áhrifa. Þessi afstaða ýtir við ábyrgarkennd og hvetur okkur til að meta sköpunarverk okkar á raunsæan hátt. Hún hvetur líka til skipulagningar.

Þar sem Tunglið er í Krabba er morguninn góður til að taka smá tíma fyrir okkur sjálf og taka því rólega, jafnvel rölta um heimilið í náttfötunum, meðan við tökum til og komum skipulagi á umhverfi okkar, endurskoðum markmiðin okkar og skipuleggjum vikuna framundan.

Síðdegis rennir Tunglið sér svo inn í Ljónið, og lendir í 180 gráðu spennuafstöðu við Plútó, sem aftur ýtir undir orkuna í Mars. Það getur trekkt upp taugar okkar og spillt fyrir  diplómatískum hæfileikum okkar í samskiptum við aðra svo úr verður smá drama.

Mars-Plútó afstaðan getur verið eldfim og jafnvel leitt til handalögmála. Beittu höndunum því frekar í garðinum við að rífa upp illgresi, eða við að skipuleggja í bílskúrnum eða geymslunni og losaðu þig við það sem þú þarft ekki lengur á að halda.

Það er líka gott að setjast niður með dagbókinni og skrifa sig frá neikvæðum tilfinningum. Sýndu sjálfri/sjálfum þér kærleika og umhyggju, forðastu of hraðan akstur og sýndu varkárni ef þú ert að nota vélar.

Hlutirnir verða auðveldari á morgun (mánudag) þegar Tunglið verður í 60 gráðu afstöðu við jákvæðan Júpíter. Við getum tengst englaorkunni, tilfinningum okkar og öðrum í samskiptum sem ljóma af jákvæðni og allsnægtum.

Staðfesting dagsins: Mér þykir vænt um mitt innra barn og finn aukna vellíðan núna.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum

Hefurðu áhuga á að eignast þitt eigið persónulega stjörnukort með dverg-plánetunum, sem eru plánetur framtíðarinnar?

Ef svarið er jákvætt SMELLTU ÞÁ HÉR

Mynd: CanStockPhoto

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram