MERKÚR, VENUS OG SALACIA

MERKÚR, VENUS OG SALACIA

Þessi áhugaverða grein kemur frá honum Alan Clay, sem stýrir The Dwarf Planet University. Ég sneri henni yfir á íslensku, en hér á eftir fer Alan yfir skýringar á áhrifum þessara þriggja pláneta, svo og yfir samstöðuna sem er á milli Salacia og Norðurnóðunnar.

MERKÚR OG VENUS Í KRABBA

Í dag er samstaða á milli Merkúrs og Venusar í Krabba. Hugmyndir okkar og gildi koma því til með að vinna saman, þannig að við getum verið opin og talað út frá hjartanu í samskiptum okkar og samböndum.

Báðar pláneturnar eru í 120 gráðu samhljóma afstöðu við Haumea og í 90 gráðu spennuafstöðu við Neptúnus, svo við gætum verið hvött í þessum samskiptum til að vera opnin fyrir endurnýjun og uppbyggingu, svo og fundið fyrir áskorun um að öðlast nýja sýn á hvernig við getum unnið að henni. Ef við höfum aðeins óljósa hugmynd um það, gæti okkur fundist við undir pressu vegna þessarar nýju þróunar í lífi okkar.

SALACIA OG NORÐURNÓÐAN

Á sama tíma er dvergplánetan Salacia, sem í mýtunni var eiginkona Neptúnusar, á innan við tveimur gráðum, í samstöðu við Norðurnóðuna í Hrút. Salacia er táknræn fyrir æðri kærleiksvitund okkar og Norðurnóðan fyrir örlög okkar. Þessir tveir þættir eru því að vinna saman.

Allt sem tengist Salacia tekur tíma og er í ferli, sem gefur okkur möguleika á að meta það og finna rétta tímann til að setja hugmyndir okkar fram eða gera samninga við aðra  sem tengjast þeim. Ef við erum að vinna að langtíma verkefnum, gætum við náð samningum einmitt núna þegar Salacia og Norðurnóðan eru í samstöðu.

Samstaðan verður nákvæm þann 4. júlí. Pláneturnar verða svo áfram í á innan við tveggja gráðu samstöðu alveg fram til 22. júlí. Við erum því líkleg til að mynda nýtt karma í næsta mánuði, þegar við tengjumst æðri kærleikavitund okkar.

ÆÐRI KÆRLEIKSVITUNDIN

En hvað er þessi æðri kærleiksvitund? Við fæðumst öll sem einstaklingar og þráum að snúa aftur til þeirrar einingar sem við vitum að við erum sprottin af. Dvergplánetan Haumea, sem er nú allra fremst í Sporðdrekanum, er táknræn fyrir þessa einingarvitund, en í gegnum æðri kærleiksvitund Salacia getum við tengst öðrum svo náið að við finnum fyrir stuðningi sálar þeirra eða kynorku þeirra.

Til að umfaðma æðri kærleiksvitund okkar þurfum við að lyfta okkur upp úr þægindaramma okkar, út frá kærleika sem efnislegri reynslu, og umfaðma hið andlega næmi okkar. Æðri kærleikur er hvorki skilyrtur né skilyrðislaus. Hann einfaldlega er og hann nær yfir allt og alla.

Þessi æðri kærleiksvitund er aðlaðandi og fólk laðast að sálrænni birtingu hennar á sama hátt og fólk laðast að efnislegri birtingu Venusar. Svo, þegar við umföðmum örlög okkar í næsta mánuði, eru líkur á að við tökum það umbreytingarstökk sem þarf til að höfða til breiðari hluta almennings með verkum okkar.

ANDLEGUR ÞROSKI

Þegar við þroskumst andlega fær orkan frá Salacia okkur til að vilja verða betri en við værum annars og við gætum jafnvel upplifað trúarlega vakningu. Við gætum líka laðast að því sálræna/andlega sem felst í dáleiðslu, hugsanaflutningi eða auknum skyggnihæfileikum.

Á hinu andlega þróaða sviði getur næmi okkar opnað fyrir dulskynjun og skyggni. Á þessu sviði höfum við sjálfsvitund til að vinna með hið óséða og taka þau sannfæringarstökk sem krafist er í andlegum þroska okkar. Áhugi og tilfinningalegur kraftur eru hluti af hinum duldu hæfileikum okkar og við gætum því átt persónulegt stefnumót við hið yfirnáttúrulega.

Á þennan hátt erum við öll þátttakendur í Salacia ferli sem nær hámarki í næsta mánuði.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum

Ef þú hefur áhuga á að eignast stjörnukort sem er bæði með persónulegu plánetunum og dvergplánetunum SMELLTU ÞÁ HÉR!

Mynd: CanStockPhoto.com

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram