FULLT TUNGL Í STEINGEIT
Úranus er þessa dagana að fara inn á nýjar gráður í Nautinu, sem hann hefur ekki verið á síðustu 84 ár. Hann er kominn á tuttugustu og fimmtu gráðuna í Nauti og kemur til með að fara alveg inn á þá tuttugustu og áttundu frá því nú og fram í október á þessu ári. Þeir sem eru með plánetur í kringum tuttugu og fimm til tuttugu og átta gráður í föstu merkjunum, sem eru Naut, Ljón, Sporðdreki og Vatnsberi gætu fundið fyrir því að vilja gera breytingar, öðlast meira frelsi og meiri fjölbreytni og þrá til að finna frumherjann í sér og vilja vera meira ekta.
Úranus hvetur okkur líka til að vera meira skapandi og jafnvel brjóta reglurnar, auk þess sem hann bendir okkur á það sem við höfum nú þegar vaxið upp úr og þurfum að losa okkur við eða hætta að endurtaka. Því er gott að skoða hvar tuttugu og fimm til tuttugu og átta gráður í Nauti lenda í kortunum ykkar og hvort það séu einhverjar plánetur sem tengjast þessum gráðum.
NEPTÚNUS Á SÍÐUSTU GRÁÐUNNI Í FISKUM
Neptúnus er á tuttugu og níu gráðum í Fiskum, en Fiskarnir eru merkið sem hann stjórnar. Hann verður þar á leið fram á við allan þennan mánuð og í raun næstu mánuði, alveg fram í byrjun september, þegar hann breytir um stefnu til að fara aftur á bak, en snýr svo aftur við þann 7. desember og fer þá að nálgast núll gráðuna í Hrútnum.
Þar sem tuttugasta og níunda gráðan í Fiskum er síðasta merki stjörnumerkjahringsins er Neptúnus brátt að hefja nýjan hring og margir stjörnuspekingar tala um að Neptúnus á þessari lokagráða sé að marka endinn á þessum heimi, eins og við þekkjum hann, þó ekki heimsendir.
Neptúnus á þó eftir að verja töluverðum tíma á þessari gráðu, en síðasta gráðan í öllum stjörnumerkjum, er gráðan þar sem plánetan varpar ljósi á miður bjartar hliðar þess merkis sem hún er í. Neptúnus í Fiskum, getur tengst hvers kyns blekkingum eða hulum, sem hafa verið dregnar yfir augu okkar. Hann tengist fjölmiðlum, lyfjafyrirtækjum, eituráhrifum á vatn, mengun í vatni, blóðinu í líkama okkar og ónæmiskerfinu. Neptúnus hefur líka mjög sterka andlega tengingu, en orka hans er líka mjög skapandi og tengd fagurfræði, svo og trúarbrögðum, einkum kristni.
Neptúnus er á því sem kallast Öxull Alheimsins, en plánetur sem eru frá tuttugu og átta gráðum og yfir í tvær gráður, sitt hvorum megin við núll gráðuna í Hrút, Krabba, Vog og Steingeit, eru á Öxli Alheimsins. Neptúnus er því á þessum öxli, svo allt sem sagt hefur verið hér að framan og tengist Neptúnusi er líklegt til að vera áberandi í heimsmálunum á þessu og næsta ári.
Orka Neptúnusar er oft þokukennd, svo við sjáum ekki í gegnum hlutina og myndin verður ekki skýr. Þetta er áberandi núna, þegar gervigreindin streymir fram og með notkun hennar er erfitt að gera sér grein fyrir hvað sé satt og hvað ekki.
SUMARSÓLSTÖÐUR
Sumarsólstöður verða þann þann 20. júní klukkan 20:50 hér á landi og þá verður Neptúnus á tuttugu og níu gráðum í Fiskum, í 90 gráðu spennuafstöu við Sólina á 29 gráðum í Tvíburum, svo og í spennuafstöðu við Venus á 4 gráðum og Merkúr á 7 gráðum í Krabba, að vísu í nokkuð gleiðri spennuafstöðu.
Tunglið er í fyrsta húsi fyrir kortið hér á landi, svo stjórnmálin eru áberandi, auk þess sem það er í spennuafstöðu við Júpiter í Tvíburum, sem er í sjöunda húsi. Mörg orð verða látin falla og líklegt er að upp komi, kannski óvart of mikið af upplýsingum, sem Júpiter í Tvíburum mun þenja út og deila til allra.
FULLT TUNGL Í STEINGEIT
Þann 22. júní er Tunglið svo fullt á fyrstu gráðu í Steingeit klukkan 01:07 eftir miðnætti. Sólin er hins vegar á fyrstu gráðu í Krabba, en eins og alltaf eru Sól og Tungl í 180 gráðu spennuafstöðu á fullu Tungli. Þar sem Tunglið, sem á þessum árstíma er stundum kallað Jarðarberjatunglið, er svona framarlega í Krabbanum, verður annað fullt Tungl í Steingeit þann 21. júlí, en þá á 29 gráðum í merkinu.
Steingeitin er mjög áhugaverð vegna þess að þar hefur Plútó lengi verið og mun fara inn á þessa síðustu gráðu í Steingeitinn aftur í tvo mánuði í haust, uns hann fer að fullu aftur inn í Vatnsberann, þar sem hann verður til ársins 2044.
Steingeitin er táknræn fyrir gömlu kerfin og snýst um ríkisfyrirtæki, efstu stofnanir hvers ríkis, um stórfyrirtæki og stóra bankastarfsemi. Það sem er áhugavert hér á þessu fulla Tungli er að það er T-spennuafstaða á milli Sólar, Tungls og Neptúnusar.
ÁHRIFIN Á KORT BANDARÍKJANNA
Þetta fulla Tungl er í 180 gráðu spennuafstöðu við Venus í korti Bandaríkjanna, en Venus hefur alltaf almenna merkingu gjaldmiðils landa. Venus í því korti stjórnar einnig sjötta húsi kortsins, sem tengist atvinnu í landinu en einnig heilsu fólks. Venus stjórnar líka 10. húsi stjórnvalda og ríkisstjórna og 11. húsi stjórnmálanna.
Þetta er áhugavert, því Neptúnus tengist oft einhverjum blekkingum tengdum stjórnmálum, heilsumálum, fjölmiðlum, eiturverkun lyfja eða öllu því sem hulið hefur verið. Þetta fulla Tungl mun skína skæru ljósi á allt þetta, einkum þar sem pláneturnar eru á svokölluðum Öxli Alheimsins.
Venus er í Krabba sem bendir til þarfar fyrir tilfinningalegt öryggi, svo og fjárhagslegt öryggi, sem kemur til með að vera mikið þema í kringum þetta fulla Tungl. Tunglið er í 150 gráðu afstöðu við Úranus í Vatnsbera, sem bendir til kreppu í kringum vísindin og vekur upp spurningar um hversu áreiðanleg þau hafa verið – en gæti líka tengst tæknikreppu í kringum flug, en líkur eru á að þar verði miklar breytingar á næstu árum.
IXION OG TUNGLIÐ
Ein af dvergplánetunum heitir Ixion og hún er í samstöðu við Tunglið. Plánetan er nefnd eftir hinum löglausa bróðir Plútós í goðsögninni, en hann myrti tengdaföður sinn og var hent út af himnum. Seifur gaf honum annað tækifæri, en þá reyndi hann að nauðga Heru eiginkonu Seifs. Þá var hann bundinn við brennandi hjól og því spunnið út í eilífðina.
Hins vegar er önnur æðri birting á táknmáli Ixion sem felst í því að finna gleði í gegnum einfaldleikann og fara sína eigin leið og gera hlutina á sínum eigin forsendum til að finna innri hamingju. Það er orka til þess á þessu fulla Tungli og við getum líka skynjað hversu margir eru í raun nú þegar að velja þessa leið.
NESSUS OG SATÚRNUS
Dvergplánetan Nessus er í samstöðu við Satúrnus í Fiskum, og ástæðan fyrir því að táknfræði hans er mikilvæg nú er að hann var sonur Ixions og hafði svipaðar tilhneigingar og faðir hans. Satúrnus stjórnar þessu fulla Tungli vegna þess að hann stjórnar Steingeitinni, svo til að sjá heildarmyndina er hér fjallað um goðsögnina Nessus. Nessus ásamt Chericlo og Chiron voru kentárar, það er að segja að hálfu maður og að hálfu hestur, en Melanie Reinhart er sérfræðingur í kentárum.
Í goðsögninni bað Herkúles Nessus um að ferja eiginkonu sína Deianeira yfir á. Nessus reyndi að að nauðga henni, en Herkúles kom eiginkonu sinni til bjargar og skaut og drap Nessus með því að nota eitraða ör. Þar sem Nessus lá deyjandi, gaf hann Deianeira eitrað blóð sitt og sagði henni að þetta væri töfra ástardrykkur sem hún gæti notað ef hana grunaði einhvern tímann að Herkúles væri henni ótrúr.
Hún trúði Nessusi og þegar hún eitt sinn hélt að Herkúles væri henni ótrúr, setti hún eitthvað af eitruðu blóði Nessusar á skyrtu hans. Hann fór í skyrtuna og fékk eitrun frá blóðinu og dó. Deianeira varð viti sínu fjær þegar hún áttaði sig á að hún hefði verið blekkt og framdi sjálfsmorð. Þessari afstöðu Nessusar við Satúrnus fylgja því alls konar þemu og þræðir tengdir blekkingum og gaslýsingu, eitruðu blóði og því að iðrast hlutanna.
BLÓÐ OKKAR OG ÓNÆMISKERFI
Neptúnus einkum í Fiskunum er táknrænn fyrir blóð okkar og ónæmiskerfi, en hér enda svikin, því stutt er í að hann haldi í annað hringferli um sporbaug sinn. Svikin tengjast meðal annars misbeitingu valds, en vert er að minnast samstöðu Satúrnusar og Plútós, sem varð þann 12. janúar 2020, sem hrinti úr vör misbeitingu valds með lokunum og öðrum þvingunum og takmörkunum í tengslum við heimsfaraldurinn.
Nessus er líka að hjálpa okkur að skilja og losa um djúp og gömul mynstur hjálparleysis, sem verið er að nýta til að kúga fólk. Nú þegar því tímabili er að ljúka erum við að fara yfir á æðra svið, þar sem hin sanna heilun getur hafist, því Nessus er á vissan hátt að sprengja upp veruleika Satúrnusar sem stjórnanda þessa fulla Tungls, en sá veruleiki tengist meðal annars bönkum, stórfyrirtækjum og stjórnkerfum
SEDNA, ÚRANUS, JÚPITER OG SALACIA
Dvergplánetan Sedna er mitt á milli Úranusar og Júpiters, svo það er næstum eins og hún sé að toga þessar plánetur aftur í samstöðuna sem varð á milli þeirra þann 20. apríl. Hugsanlega tengist þessi afstaða því að við eigum eftir að uppgötva svo margt, ekki aðeins í djúpum hafsins, því Sedna var gyðja heimskautahafsins, heldur líka úti í geimnum, því bæði Júpíter og Úranus voru sendiboðar guðanna.
Dvergplánetan Salacia er í samstöðu við Norðurnóðuna á 11 gráðum í Hrút, en Norðurnóðan er táknræn fyrir sameiginlega leið sálarþroska okkar. Salacia er líka tengd höfunum, því henni fylgir hafmeyjuorka og hún tengist hinu glitrandi Sólar- og Tunglsljósi sem merlar á hafi og stöðuvötnum. Hún er því tengd ljóseindaljósinu sem berst með vatni, svo þetta snýst allt um tíðni og orku sem er að berast okkur.
HÖLDUM INNRI RÓ
Það eru miklar breytingar að eiga sér stað í heiminum og þær munu væntanlega margar hverjar koma okkur á óvart, einkum það sem líklegt er að gerist á heimsvísu á næstunni, þar sem pláneturnar raða sér upp á Öxli Alheimsins.
Því er mikilvægt að stunda einhverja innri vinnu, hugleiða reglulega, iðka jóga eða stunda öndunaræfingar eins og Hjartaöndun, þar sem við öndum inn í hjartað eins og það væri lunga til að koma á samræmi milli hjarta og heila, því í raun á hjartað að vera stjórnstöð okkar og við að vinna allt út frá æðri kærleiksorku í framtíðinni – og framtíðin er núna.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega til annarra
ATHUGIÐ! Hægt er að kaupa stjörnukort á vefsíðunni minni, en því fylgir 45-75 mínútna einkanámskeið í gegnum Zoom, þar sem ég skýri út kortið og fer yfir það. SMELLTU HÉR til að lesa meira og panta þér kort.
Myndir:
Heimildir: Útdráttur úr skýringum Pam Gregory á fullu Tungli en sjá má skýringar hennar í heild sinni HÉR!
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025