SÓLMYRKVI OG UMBREYTINGAR

OKTÓBER OG NÓVEMBER ERU STÓRIR MÁNUÐIR

Enn gætir áhrifa frá fulla Ofurtunglinu í Hrút sem varð þann á 29. september og þeirra kemur til með að gæta vel inn í október. Það verða sterk þemu í kringum völd og fullveldi í þessum mánuði og þeim næsta. Reyndar má búast við að málefni tengd frelsi og mannréttindum verði í gangi alveg þar til  Plútó fer inn í Vatnsberann þann 24. janúar á næsta ári.

Allar líkur eru þó á að næstu mánuðir verði dramatískir og allt mun gerast mjög hratt, ekki bara vegna myrkvanna, heldur líka vegna þess að Plútó er að verða kyrrstæður til að breyta um stefnu fara beint áfram. Stór hluti af ytri plánetunum hefur verið á ferð afturábak, en þær eru nú ein á eftir annarri að breyta um stefnu og það eykur skriðþungann á öllu.

 

FLÓÐ AF BREYTINGUM

Því má eiga von á flóði af breytingum, þegar þessi viðsnúningur plánetanna verður einn á eftir öðrum. Við erum nú þegar að fara í gegnum mjög róttækar breytingar og endurskoðun á þessu ári – og þær breytingar verða sérstaklega núna vegna þess að Plútó er í níutíu gráðu spennuafstöðu við bæði Suður- og Norðurnóðuna, en Suðurnóðan er táknræn fyrir sameiginlega fortíð heildarinnar og Norðurnóðan er táknræn fyrir sameiginlega framtíð hennar.

Við höfum verið að endurmeta hlutina undanfarin ár og spurningin núna snýst um það hvort mannkynið ætli að lifa í ótta eða kærleika. Við getum ekki gert hvorttveggja í einu svo annað hvort lifum við í fórnarlambsvitund eða í valdeflingarástandi okkar eigin fullveldis. Þar sem ekki er hægt að vera á báðum stöðum í einu, verður að velja.

VALIÐ ÞARF AÐ VERÐA NÚNA

Fyrir mannkynið í heild er þetta árið þar sem valið þarf að eiga sér stað, því á næsta ári verður Plútó á leið beint fram á við og Nóðurnar halda áfram að hreyfast líka, svo árið í ár er ár styrkleikans í kringum þessa valkosti, því þeir undirbúa okkur undir það sem á eftir að þróast á næstu mánuðum og árum. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að við verðum meðvituð um val okkar – og  um hvar við setjum athygli og einbeitingu okkar.

Það er svo auðvelt að tapa fókus, með fréttum af hinum eða þessum dægurmálum– eða því sem er að gerast í heiminum. Því er mikilvægt að halda fókus á kærleikann sama hvað á dynur, vegna þess að á meðan við förum í gegnum það sem framundan er, erum við að fara í gegnum ferli þar sem Plútó mun stundum rífa allt niður til grunna eins og um sé að ræða tré í skógi sem deyr, fellur til Jarðar, rotnar og myndar nýjan jarðveg.

DAUÐI, UMBREYTING, ENDURFÆÐING

Plútó er táknrænn fyrir þetta ferli dauða, umbreytingar og endurfæðingar. Á vissan hátt er það mjög skapandi ferli, en getur engu að síður verið svolítið erfitt meðan á því stendur. Ef Plútó er með afstöður við einhverja plánetu í fæðingarkortum okkar, eða ef við erum með plánetur á milli tuttugu og sjö og tuttugu og níu gráðum í Hrút, Krabbi, Vog eða Steingeit, eru líkur á að við eigum eftir að finna fyrir spennunni í kringum þessar umbreytingar í lífi okkar.

T-spennuafstaða Plútó við Norður- og Suðurnóðuna þröngvar okkur til að gera þessar breytingar, því Plútó verður ekki aftur á tuttugu og sjö gráðum í þessum merkjum í um það bil 248 ár, svo þetta er í síðasta sinn í lífi okkar sem við munum upplifa þetta.

ÁRIÐ Í ÁR ER STÓRA ÁRIÐ

Árið í ár er STÓRA árið og það neyðir okkur í raun til að horfa heiðarlega á öll sambönd og hegðunarmynstur í lífi okkar, en hvar breytingin verður fer eftir því hvar Plútó á tuttugu og sjö gráðum í Steingeit lendir í persónulegum stjörnukortum okkar.

Valið gæti tengst róttækri breytingu og endurskoðun á hugsunum okkar, endurmati á gildum okkar og endurskoðun á öllum samböndum. Við eru líkleg til að fjarlægjast alla sem valda okkur þyngslum eða svekkelsi, eða eru bara ekki á sömu blaðsíðu og við lengur. Það mun leiða til þess að við lifum á endanum mun heilsteyptara og heiðarlegra lífi, en það kemur til af því að Plútó hefur strípað það niður á vissa hátt.

TILGANGUR OKKAR

Aðrar stórar spurningar eru, hvort við séum með skýrari tilfinningu fyrir tilgangi okkar, ástríðu eða samböndum sem við höfum átt í lengi, bæði vináttusamböndum og rómantískum samböndum, sem við héldum að myndu vara að eilífu. Eru þau til endurskoðunar núna? Allt þetta fólk, af hvaða ástæðu sem er, gæti verið að hverfa úr lífi okkar  svo þetta er mjög magnað tímabil raunverulegra og róttækra breytinga.

Við verðum að gera okkur mjög skýra grein fyrir gildum okkar og því hvað er mikilvægt í lífi okkar, tengt daglegum athöfnum og gildum. Því er mikilvægt að vera mjög meðvitaður og vitur, meðan við förum í gegnum þetta ferli og muna að á þessu ári er áherslan á val okkar brýnust, vegna þessarar T-spennuafstöðu Plútós við Norður- og Suðurnóðuna.

AFSTÖÐUR Í UPPHAFI MÁNAÐARINS

Strax í upphafi mánaðarins eða þann 2. október var Merkúr á tuttugu og fimm gráðum í Meyju í hundrað og áttatíu gráðu spennuafstöðu við Neptúnusi á tuttugu og fimm gráðum í Fiskum, en sú afstaða fékk okkur eins og svo oft áður til að reyna að meta hvað sé satt og hvað ekki. Afstaðan var líka frábær fyrir ímyndunaraflið og fyrir skapandi skrif eða hvers konar sköpun.

Hún var hins vegar ekki frábær til glöggvunar, sérstaklega varðandi staðreyndir og upplýsingarnar en Merkúr í Meyju, sem stjórnar Meyjunni, vill koma staðreyndum á hreint. Neptúnus sem er í andstöðu við Merkúr gæti hafa valdið nokkuð mikilli þokutilfinningu, þannig að við gátum ekki verið nógu viss um þessar staðreyndir sem við vorum að reyna að skilja, sérstaklega í kringum heilsufarsvandamál vegna þess að þessi spennuafstöðuöxull er á milli Meyjar og Fiska, en hann er oft er kallaður heilsufarsöxullinn.

Málin gætu hafa skýrst strax næsta dag eða þann þriðja, vegna þess að Merkúr hélt áfram og lenti í hundrað og tuttugu gráðu samhljóma afstöðu við Plútó. Þá gátum við einbeitt okkur aðeins betur, en sú afstaða var mjög góð til rannsókna og til að kafa djúpt í málin.

MARS OG ERIS

Fjóðri október var svo sérlega öflugur dagur stjörnuspekilega séð. Þá var Mars á tuttugu og fjórum gráðum og fimmtíu mínútum í Vog, í nákvæmlega hundrað og áttatíu gráðu spennuandstöðu við Eris á tuttugu og fjórum gráðum og fjörutíu og fjórum mínútum í Hrút. Í goðsögninni var Eris systir Mars og hinn kvenkyns jafnoki hans. Hún er með stríðsorku líkt og Mars, þannig að Mars er að örva og magna upp orkuna í Eris. Orku Mars fylgir möguleiki á talsvert mikilli og byltingarkenndri uppreisnarhegðun, sem gæti verið frekar flókin, því Eris vill vita hver sannleikurinn er og hún stendur á sínu fullveldi (sjálfræði) og krefst réttlætis. Eris gerir kröfu um sanngjarnara samfélag og er vægðarlaus og ósveigjanleg í kröfum sínum og mun ekkert gefa eftir.

Mars er hins vegar í Vog en Vogin hefur tilhneigingu til að vera miklu þægilegri, því Vogin er merki málamiðlana, hún vill þóknast öðrum, ruggar ekki bátnum og vill halda öllu í jafnvægi – og þar sem Mars er í samstöðu við Suðurnóðuna, snúast viðbrögðin um sameiginlega fortíð og hegðunarmynstur heildarinnar.  

HVORA LEIÐINA VELJUM VIÐ?

Stóra spurningin er hvort við ætlum að velja þann enda Öxulnóðunnar sem Mars er í samstöðu við og halda áfram að rugga ekki bátnum, hegða okkur vel og ýfa engar fjaðrir, vera hlýðin, undanlátssöm og auðsveip – eða hvort við veljum hinn enda Öxulnóðunnar eða Norðurnóðuna sem Eris er í þéttri samstöðu við? Þetta er mánuðirinn þar sem þetta val er mjög mikilvægt, því Norðurnóðan tengist framtíð og sameiginlegum örlögum mannskyns og sameiginlegum sálarþroska okkar.

Eris er í samstöðu við Norðurnóðuna og verður það, það sem eftir er árs, en einmitt í þessum mánuði er samstaðan mjög þétt. Orkan er því að hvetja okkur til að verja fullveldi, einstaklingsrétt og frelsi okkar. Til að gera það þurfum við að vera mjög meðvituð og fylgjast með hugsana- og hegðunarmynstri okkar.

Er það í samræmi við það hver við erum núna og hvert við viljum stefna sem samfélag eða í okkar eigin lífi. Andstaðan milli Mars og Eris er alveg í samstöðu við og tengist skrúfstykkinu sem hlýst af T-spennuafstöðu Plútó við Norður- og Suðurnóðuna. Mars bætist svo við á öðrum endanum og  Eris á hinum.

VALD OG FULLVELDI EINSTAKLINGSINS

Allt tengist þetta þemanu um vald og fullveldi einstaklingsins. Hvor endi Öxulnóðunnar fyrir sig er í níutíiu gráðu spennuafstöðu við Plútó í Steingeit, sem er fulltrú fyrir vald ríkis og ríkisstjórna. Þetta stóra stjórnarskrárbundna vald, þannig að áreksturinn verður á milli þessara tveggja þátta. Við erum að stíga inn í nýja útgáfu af okkur sjálfum.

Ef þið vitið ekki hvað það þýðir byrjið þá að hugleiða eða spyrja drauma ykkar um það hver þessi nýja æðri útgáfa af sjálfinu er. Biðjið leiðbeinendur ykkar eða englana að leiðbeina ykkur í gegnum lífið. Biðjið um að þið fáið skýra mynd af því hver þessi æðri útgáfa af sjálfinu er, þessi minna þétta útgáfa af okkur. Þessi útgáfa sem er á hærri tíðni, með skýrari tilfinningu fyrir tilgangi sínum og ástríðu á þessum tímapunkti.

Orka okkar er mun fínni og líkamar okkar ekki eins þéttir, því við höfum ekki komist hjá því að innlima þessar hærri tíðnir sem hafa komið til Jarðar í hröðum bylgjum inn í líkama okkar, huga og tilfinningar. Við verðum að samsama okkur þessari tíðni í raunveruleika okkar, stíga inn í hana og skapa út frá þessari nýju útgáfu í þessari hærri tíðni/vídd.

ÁFRAMHALDANDI SPENNUAFSTÖÐUR

Þann sjöunda október endurtekur þessi orku sig, þar sem Tunglið verður í níutíu gráðu spennuafstöðu við Eris og í hundrað og áttatíu gráðu spennuandstöðu við Plútó, en sú afstaða mun beina allri athygli að rétti einstaklings á móti ríkisvaldinu.

Áttundi október er svo stór dagur og á honum geta orðið miklir árekstrar, enn á ný tengdir sama þemanu, því þá verður Mars á tuttugu og sjö gráðum í Vog í nákvæmri níutíu gráðu spennuafstöðu við Plútó á tuttugu og sjö gráðum í Steingeit. Hvar liggur krafturinn/valdið í lífi þínu? Ertu að afsala valdinu til Plútós í Steingeit, sem er táknrænn fyrir ríkisvald og ríkisstjórnir?

Eða ertu að taka þér fullt vald yfir eigin lífi og fylla þig á friðsamlegan hátt þessum sjálfskrafti, sem einkennist af því að vita hver þú ert og hvar mörk þín liggja? Það þarf ekki að vera gert með einhverjum hávaða eða með kröfuspjöldum. Þú þarft að hafa það á tæru hvar mörkin þín liggja.

PLÚTÓ BREYTIR UM STEFNU

Þann 10. október kemur Plútó til með að stöðvast til að breyta um stefnu til að fara beint fram á við. Við komum til með að finna mikið fyrir öllum þessum afstöðum fyrstu dagana í október, auk þess sem við erum ennþá undir áhrifum Ofurtunglsins í Hrút. Í raun eru þetta allt öflugir dagar frá og með byrjun október þótt sá fjórði sé sérstaklega öflugur – og við komum til með að finna fyrir viðsnúningi Plútós.

Táknmynd hverrar plánetu magnast upp þegar hún stöðvast og breytir um stefnu. Í tilviki Plútós er hann táknrænn fyrir stjórnun, kraft og völd og daglega umbreytingu, bæði hjá einstaklingum og heildinni. Þetta er risastór og magnaður viðsnúingur hjá Plútó, bæði hvað varðar einstaklinga og heildina, meðal annars vegna þess að þetta verður í síðasta skipti sem Plútó verður á tuttugu og sjö gráðum og þremur mínútum í Steingeit, næstu 248 árin.

SKOÐIÐ KORTIN YKKAR

Skoðið hvort þið séuð með einhverjar plánetur í fæðingarkortum ykkar á tuttugu og sjö gráðum í Hrút, Krabba, Vog eða Steingeit. Hvort sem þið eruð með plánetu þar eða ekki, skoðið þá í hvaða húsi þessi gráða lendir, því áhrifanna frá þessari T-spennuafstöðu gætir alveg fram í janúar á næsta ári, þegar Plútó byrjar að flytja sig inn í Vatnsberann. Sjá greinina: TÓLF HÚS STJÖRNUKORTANNA

Þessari umbreytingu gæti fylgt tilfinning um að skynja hvernig hið gamla er að deyja og hvað gerist þegar við stígum inn í umbreytinguna yfir í hið nýja, sem gæti virkað nokkuð hrátt til að byrja með. Hins vegar getur þessi orka líka snúist um þá valdeflinguna sem fylgir Plútó í transit, vegna þess að Plútó er kyrrstæður að breyta um stefnu til að fara fram á við og er enn í níutíu gráðu spennuafstöðu við bæði Norður- og Suðurnóðuna.

Kortið miðast við London sem er á sama tíma og Ísland

SÓLMYRKVINN SJÁLFUR

Sólmyrkvinn verður þann 14. október, en á nýju Tungli eru Sól og Tungl alltaf í samstöðu, í þessu tilviki á tuttugu og einni gráðu í Vog. Þetta er ekki alger Sólmyrkvi, heldur það sem kallað er hringlaga Sólmyrkvi, þannig að við ættum að sjá eins konar eldhring í kringum Sólina á þessum Sólmyrkva. Hann verður sterkur vegna þess að við erum með mikið af plánetum í Hrúti, Vog og Steingeit, þannig að myrkvinn gæti tengst óvæntum atburðum sem gætu gerst upp úr þurru, eða einhverju átakanlegu, en breytingar sem fylgja myrkvum eru yfirleitt varanlegar.

PLÚTÓ Í TRANSIT OG BANDARÍKIN

Plútó í transit er að koma aftur á sama stað og sömu gráðu og Plútó er á í fæðingarkorti Bandaríkjanna. Plútó í transit er á tuttugu og sjö gráðum í Steingeit, en Plútó í fæðingarkorti Bandaríkjanna er á tuttugu og sjö gráðum og þrjátíu og tveimur mínútum í öðru húsi kortsins. Þótt samstaðan sé ekki upp á mínútu er hún engu að síður nákvæmlega upp á gráðu.

Annað húsið í korti Bandaríkjanna, þar sem Plútó er, tengist hagkerfi og fjármálum landsins. Hið athyglisverða er að seinni myrkvinn í október er í Nautinu og það er í síðasta skipti sem við verðum með myrkva í Nauti næstu níu árin. Nautið er merki sem tengist fjármálum, svo við gætum séð stórar breytingar og miklar sveiflur í fjármálaheiminum, sem gætu átt upptök sín í Bandaríkjunum og síðan hrunið yfir restina af heiminum eins og dómínó.

LÖGIN OG RÍKJASAMBANDIÐ

Í augnablikinu er skuldaþak Bandaríkjanna hærra en það hefur nokkru sinni verið – eða um 33 trilljónir dollara, en sú upphæð er langt fyrir ofan skilning flestra. Plútó er pláneta skulda og vanskila, auk þess sem plánetan er í öðru húsi Bandaríkjanna sem er tengt efnahag og frelsi landsins, svo og þeim gildum sem ríkjasambandið var upphaflega byggt á. Allt tengist þetta stjórnarskrá landins, stjórnmálum og því lagalega skipulagi sem sett var á laggirnar í júlí 1776.

Það er nú að umbreytast vegna áhrifa frá Plútó, plánetu umbreytinga, dauða og endurfæðingar fyrir Bandaríkin. Það geta orðið breytingar á stjórnarskrá og í pólitísku umhverfi, svo og á samsetningu ríkjasambandsins, en allt þetta gæti haft áhrif á margan hátt um allan heiminn – og þau áhrif eru líkleg til að vera efnahagslegs eðlis, svo október og nóvember eru stórir umbreytingarmánuðir sem gott að vera meðvitaður um.

FULLVELDI OG VÖLD

Annar mikilvægur þáttur sem snýr að þessu þema um fullveldi og völd er að Eris er algerlega ósveigjanleg í baráttu sinni fyrir sannleika, réttlæti og heiðarlegra og sanngjarnara samfélagi. Vogin er ásamt Bogmanninum, tengd við réttlæti og sannleika og bæði þessi merki eru mjög tengd lögunum, svo líklegt er að einhver stór lagaleg atburðarás komi upp á  yfirborðið á þessum tíma,  en mikið af málsóknum er í undirbúningi eða ferli á bak við tjöldin.

Sól og Tungl eru í níutíu gráðu spennuafstöðu við Plútó í Steingeit. Steingeitin er táknræn fyrir ríkisstjórnir svo við gætum líka séð einhverja stóra lagalega þróun á alþjóðavettvangi. Þar sem Sól og Tungl eru á tuttugu og einni gráðu í Vog á þessum Sólmyrkva, gæti það tengst því að sú afstaða er í ótrúlega þéttri spennuafstöðu við samstöðuna sem varð milli Satúrnusar og Plútó í Steingeit, þann 12. janúar 2020. Við vitum öll hvaða atburðarás hófst þá, svo spurningin er hvort þessi Sólmyrkvi sé nýtt upphaf á einhverju sem tengist henni?  

SJÁUM HLUTINA Í ÖÐRU LJÓSI

Þessar afstöður allar fá svo aukinn styrk frá Úranusi, sem er pláneta jarðskjálfta, eldfjalla, jarðskjálftavirkni í pólitík og fjármálakerfinu, pláneta Vitundarvakningarinnar Miklu og sannleikans, en Úranus er í mjög þéttri 150 gráðu afstöðu við Sólmyrkann.  Orkan frá Úranusi snýst um að styrkja þemu sem tengd eru Eris og snúast um baráttu gegn yfirvöldum og jafnvel byltingu.

Úranus gæti líka verið að færa okkur nýjar upplýsingar frá Vetrarbrautinni, þar sem plánetan er svo tengd vitundarvakningunni. Allar líkur eru á að eftir Sólmyrkvann og orkuna sem honum fylgir, komum við til með að sjá hlutina í öðru ljósi og grípa þar af leiðandi til gjörbreyttra aðgerða fyrir framtíðina.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn. Allir nýjir áskrifendur fá ókeypis netútgáfu af bók minn LEIÐ HJARTANS þegar þeir skrá sig.

Ef þú ÁTT EKKI STJÖRNUKORT geturðu pantað það með því að SMELLA HÉR!

Mynd: Myndir úr eigin myndabanka og mynd frá Emil Totev á Unsplash

Heimildir: Útdráttur úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory – þýddar með hennar leyfi. Sjá skýringarnar í heild sinni HÉR!

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram