RÆÐAN SEM OLLI USLA
Lestrartími: 2 mínútur
Þessi áhugaverða ræða var á sínum tíma flutt í Kansas í Bandaríkjunum. Svo virðist hún sé enn að valda usla.
Þegar Joe Wright presti við Central Christian Church í Wichita var boðið að flytja ræðu við setningu löggjafarþingsins í Kansas í janúar árið 1996, bjuggust allir við svipaðari ræðu og vanalega. Eftirfarandi “ræða” kom þeim því verulega á óvart.
RÆÐAN
„Himneski faðir, við stöndum frammi fyrir þér í dag til að biðjast fyrirgefningar og leita ráða hjá þér og leiðsagnar. Við vitum að orð þitt segir: „Vei þeim sem kalla illt gott“, en það er nákvæmlega það sem við höfum gert.
- Við höfum glatað andlegu jafnvægi og umsnúið gildum okkar.
- Við höfum gert grín að algerum sannleika orða þinna og kallað þau fjölhyggju.
- Við höfum dýrkað aðra guði og kallað það fjölmenningu.
- Við höfum samþykkt öfuguggahátt og kallað það óhefðbundinn lífsstíl.
- Við höfum arðrænt fátæka og kallað það happdrætti.
- Við höfum verðlaunað leti og kallað hana félagslega aðstoð.
- Við höfum drepið ófædd börn okkar og kallað það valkost.
- Við höfum skotið þá sem vinna við fóstureyðingar og kallað það réttlætanlegt.
- Við höfum vanrækt að aga börnin okkar og kallað það uppbyggingu á sjálfsmati.
- Við höfum misnotað valdið og kallað það pólitík.
- Við höfum misnotað almannafé og kallað það nauðsynleg útgjöld.
- Við höfum stofnanavætt mútugreiðslur og kallað þær hnossgæti embættisins.
- Við höfum ásælst eigur náunga okkar og kallað það metnað.
- Við höfum mengað andrúmsloftið með blótsyrðum og klámi og kallað það tjáningarfrelsi.
- Við höfum gert grín að gömlum gildum forfeðra okkar og kallað það uppljómun.
Ó Guð, snertu hjörtu okkar í dag; hreinsaðu okkur af sérhverri synd og veit okkur lausn.
Amen!“
STERK VIÐBRÖGÐ
Viðbrögðin við ræðunni/bæninni létu ekki á sér standa. Fjöldi þingmanna gekk úr salnum í mótmælaskyni á meðan á henni stóð. Símtölum linnti ekki hjá Central Christian Church eftir að efni hennar kvissaðist út og beiðnir um afrit af bæninni bárust frá ýmsum stöðum í Bandaríkjunum, svo og frá öðrum löndum.
Haft var eftir prestinum Joe Wright eftir þann usla sem ræða hans olli: „Það var ekki ætlun mín að móðga einhverja einstaklinga, en ég biðst ekki afsökunar á sannleikanum.“
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.
Mynd: Patrick Fore á Unsplash
Heimildir: HÉR er að finna heimildir um ræðuna og þú lesandi góður metur svo hvort hún haldi enn fullu gildi sínu í dag.
Um höfund
![Guðrún Bergmann](https://gudrunbergmann.is/wp-content/uploads/2022/03/Portrait-150x150.jpg)
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025