PESTÓIÐ HENNAR BJARGAR

Eitt það frábæra við námskeið eins og HREINT MATARÆÐI er þegar fólk deilir uppskriftunum sínum með öðrum í hópnum. Slíkt veitir mikinn stuðning, einkum vegna þess að það eru ekki allir þátttakendur í hugmyndaríku deildinni þegar breytt er um mataræði.

Einn af hugmyndaríku snillingunum er hún Björg Helen Andrésdóttir, sem hefur áður deilt hér uppskrift á síðunni af Hummus. Nú er það skemmtilegt pestó sem hún hefur útbúið og fylgir uppskriftin hér á eftir.

INNIHALDSEFNI:

1 box basilika frá Náttúru – eða 3o gr af basilíku
1-2 dl hnetur t.d. pekan-, hesli- og kasjúhnetur
1-1 1/2 dl næringarger (Nutritional Yeast) t.d. frá Naturata
1 hvítlauksrif
fínt himalajasalt og svartur pipar eftir smekk
örlítið chilli (má sleppa)
1-2 dl góð jómfrúarolía, magnið fer eftir því hvað þú vilt hafa pestóið þykkt

AÐFERÐ:

Öllu blandað saman í matvinnsluvél og hrært þar til hráefnið er orðið frekar vel maukað.

Mynd: Björg Helen Andrésdóttir

 

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 518 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?