GRÆNMETISSÚPA FRÚ VILLU

Enn á ný er það þátttakandi á HREINT MATARÆÐI námskeiði sem deilir með okkur uppskrift að frábærri grænmetissúpu. Vilborg Dilja Jónsdóttir býr á Seyðisfirði og er þátttakandi í námskeiðinu á Egilsstöðum.

Þegar verið er í hreinsikúrnum er súpa oft önnur “fljótandi” máltíð dagsins. Því bragðbetri sem hún er og þeim mun betur sem hún fellur að smekk þeirra sem borða hana, því betra. Frú Villa hefur alveg náð þessu öllu í uppskrift sinni.

INNIHALDSEFNI:

1 laukur
2 litlar lífrænar sætar kartöflur
4 stórar gulrætur
3 stilkar sellerí
3 pressuð hvítlauksrif
3 cm engifer
vatn, svo það rétt fljóti yfir grænmeti
1 dós kókosmjólk
1 msk kókosolía
1 1/2 msk cumin
1/2 tsk sinnepsfræ, gul
1-2 tsk grænmetiskraftur, glútenlaus
1 tsk himalajasalt

AÐFERÐ:

1 – Sjóðið grænmetið í potti og maukið það svo í matvinnsluvél eða með töfrasprota.

2 – Bætið kókosmjólk og kókosolíu út í grænmetismaukið, ásamt kryddi og hitið vel saman.

3 – Ef þið eruð að elda fyrir fáa er upplagt að setja helminginn af súpunni í frysti.

Ofan á súpuna setur Frú Villa ferskan kóríander, rifinn börk af lífrænni sítrónu og ristaðar kasjúhnetur, saxaðar smátt. Svo má bragðbæta það sem ofan á er með næringargeri (nutritional yeast) og salti.

Hún útbýr líka hvitlauksoliu úr hvítlauk og kaldpressaðir ólífuoliu og hellir aðeins yfir súpuna til enn frekari bragðauka.

Mynd: Vilborg Diljá Jónsdóttir

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram