Ég rakst á mjög athyglisverða grein frá bandaríska taugasérfræðingnum Dr. Perlmutter nýlega. Í henni fjallar hann um bólgur og áhrif þeirra á líkamann, einkum heilann. Hann hefur ítrekað fjallað um það undanfarin tíu ár að grundvallarástæður fyrir taugahrörnunarsjúkdómum, þar með talið Alzheimer‘s, Parkinson‘s, MS og öðrum sjúkdómum, eins og til dæmis sykursýki, kransæðasjúkdómum og jafnvel krabbameinum, séu bólgur í líkamanum.
Hann hvetur því til þess að fólk geri allt sem það getur með lífsstíl sínum til að vinna á bólgunum. Mataræði sem felst í því að velja að draga úr sykurneyslu og neyslu annarra kolvetna, forðast glúten, hætta alveg að nota grænmetisolíur eins og maísolíu (corn oil) og sólblómaolíu, auka neyslu á heilsusamlegum fitum eins og ólífuolíu, avókadóolíu, hnetum og fræjum og velja trefjaríkar fæðutegundir, sé grundvöllur lífsstíls, sem stuðlar að því að draga úr hættu á skefjalausum bólgum í líkamanum.
Vitað er að það er meira magn af bólguhvetjandi efnum í blóði einstaklinga sem eru með hækkaðan blóðsykur, sem er algeng afleiðing lífsstíls sem byggir á lélegu fæðuvali – og hár blóðsykur tengist meiri bólgum í líkamanum
BÓLGUR OG ÖRVERUFLÓRA ÞARMA
Bólgur í líkamanum, ráðast líka að verulegu leyti, af heilbrigði og fjölbreyttri örveruflóru í þörmum. Allt það sem ógnar fjölbreytileika hennar, svo sem streita, gervisætuefni og sýruhamlandi lyf, leggja grunn að frekari bólgum. Það er svo ógn við langtíma heilsufar okkar (innskot: veltið fyrir ykkur hversu gömul þið ætlaði að verða), þar sem það eykur hættu okkar á nánast öllum þeim hrörnunarsjúkdómum sem þú ekki vilt fá.
Því er ekkert vit í að bíða þar til búið er að greina þig með einhvern þessara sjúkdóma, til að byrja að vinna í því að draga úr bólgum. Heilsa okkar eftir fimm, tíu eða fimmtán ár ræðst nefnilega af því sem við gerum í dag. Í nýlegri grein sem birt var í tímaritinu Neurology, komu fram niðurstöður ýmissa vísindamanna, sem unnu að því að rannsaka hvort bólgur á miðju æviskeiði hefðu einhver áhrif á heilann á síðari árum.
BÓLGUR Á MIÐJU ÆVISKEIÐI LEIDDU TIL HEILARÝRNUNAR
Þátttakendahópurinn samanstóð af 1.633 einstaklingum (meðalaldur 53 ár). Með því að fylgjast með nokkrum blóðgildum sem bentu til merkja um bólgumyndun í líkamanum, voru fimm bólgumerkjarar síðan greindir og kallaðir „samsett bólguskor“.
Eftir 25 ár voru þeir sem þátt tóku í rannsókninni settir í sérstakt heilaskan, til að mæla stærð ýmissa hluta heilans. Í ljós kom marktæk samsvörun á milli aukinnar bólgu á miðjum aldri og minnkunar á lykilsvæðum í heila, meðal annars í dreka (hippocampus), sem er minnissvæði heilans.
Það eru semsagt tengsl milli bólguþátta í líkamanum á fyrri hluta æviskeiðs okkar og taugahrörnunarsjúkdóma og heilabilunar á síðari hluta þess.
GERUM ALLT TIL AÐ DRAGA ÚR BÓLGUM Í DAG
Með þessa þekkingu í huga ættum við að gera allt sem við getum NÚNA, til að draga úr bólgum í líkamanum, löngu áður en krónískir sjúkdómar eins og heilabilun fer að láta á sér kræla. Þar sem rannsóknin sýndi að skýr merki voru á milli bólguþátta og hættu á heilarýrnun á síðari árum, þurfum við að vinna á bólgunum núna. Um það snýst forvarnarstarf í heilbrigðismálum. Að velja í dag lífsstíl, sem leggur grunn að heilsusamlegri framtíð.
BREYTTU LÍFSSTÍLNUM
Þú getur lagt grunn að góðri heilsu og dregið úr bólgum í líkamanum með því að taka þátt í HREINT MATARÆÐI námskeiðum mínum. Ég hef haldið 58 námskeið fyrir rúmlega 1.700 manns á tæpum 5 árum.
Hægt er að lesa umsagnir þátttakenda HÉR!
SMELLTU HÉR til að kynna þér hvernig námskeiðið fer fram.
Mynd: Can Stock Photo / Eraxion
Heimildir: drperlmutter.com
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA