BÆTIEFNI FYRIR BEININ OG HJARTAÐ

Þótt tíðni hjartasjúkdóma hafi lækkað töluvert hér á landi síðustu 15 ár, er lækkunin minni hjá konum en körlum. Þegar kemur að beinþynning og beingisnun, leggst hún í meira mæli á konur en karla. Þetta virðast því vera tveir sjúkdómar sem konur þurfa að huga betur að forvarnum við, en karlar.

Beinþynning kemur oft í ljós eftir tíðahvörf kvenna og algengustu beinþynningarbrotin eru í framhandlegg, lærleggshálsi og í hryggsúlu. Hér á landi verða yfir 1000 slík brot árlega og talið er að við 75 ára aldur hafi tæplega 40% íslenskra kvenna hlotið slík brot og um 20% karla.

Ég hallast í þessu, sem og öðru að náttúrulegum leiðunum. Því finnst mér spennandi að lesa um rannsóknir með upplýsingum um bætiefni sem geta stuðlað að bættri hjarta- og beinheilsu, en þar á meðal eru vítamínin K-2 MK-4 og K-2 MK-7.

ER K-VÍTAMÍN EKKI BARA STORKNUNAREFNI?

K-vítamínin eru fjölbreyttari en svo að þau séu einungis storknunarefni. K-vítamín var uppgötvað árið 1929 af danska vísindamanninum Henrik Dam, sem nauðsynlegur þáttur í blóðstorknun. Hann birti niðurstöður sínar í þýsku vísindatímariti undir heitinu „Koagulationsvitamin“, og dregur vítamínið síðan heiti sitt K-1, af fyrsta stafnum í því orði.

Annar aðili sem tengdist uppgötvun á K-vítamíni var bandaríski tannlæknirinn Weston Price. Hann ferðaðist um heiminn snemma á síðustu öld til að rannsaka tengsl milli fæðu og sjúkdóma hjá mismunandi samfélögum. Hann komst að raun um að það væri eitthvað óþekkt næringarefni, sem virtist geta verndað gegn tannskemmdum og krónískum sjúkdómum. Hann kallaði það “efnahvata X” en talið er að það hafi verið K-2 vítamín.

Til eru tvö meginform af K-vítamíni:

  • Vítamín K-1 (phylloquinone) sem finnst í plöntum og grænu laufgrænmeti.
  • Vítamín K-2 (menaquinone) sem finnst í dýraafurðum og mjólkursýrðri fæðu.

K-2 vítamíni má svo skipta niður í nokkra undirflokka, en þeir mikilvægustu eru MK-4 og MK-7.

REGLULEG INNTAKA Á K-2 MK-7 TENGT BÆTTRI HJARTAHEILSU

Í bók sinni, Vitamin K2 and the Calcium Paradox, fjallar náttúrulæknirinn Dr. Rheaume-Bleue um mikilvægi K-2 vítamíns, og samvirkandi áhrifa þess með öðrum næringarefnum eins og magnesíum, kalki og D-3. Rannsóknir sýna að skortur á K-2 vítamíni er í raun það sem veldur einkennum D-vítamín eitrunar (of mikil inntaka á D-vítamíni), en þau birtast gjarnan sem kalkmyndun í mjúkum vefjum sem getur leitt til æðakölkunar.

Hinn þekkti hollenski K-vítamín sérfræðingur, Dr. Cees Vermeer, stýrði nýlegri rannsókn sem sýndi að langtímanotkun á K-2 vítamíni í MK-7 forminu hefði jákvæð áhrif á hjartaheilsuna. K-2 vítamínið dró úr hörðnun slagæðaveggjanna og jók auk þess teygni æðanna. Í rannsókn hans sem stóð í  þrjú ár, tóku þátt 244 heilbrigðar konur sem komnar voru yfir tíðahvörf. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að hægt sé að endurvekja unglegan sveigjanleika í æðum og öðrum mjúkum vefjum hjá þeim sem eldri eru.

K-2 ER MIKILVÆGT GEGN BEINGISNUN

Rannsóknir hafa einnig staðfest að K-2 vítamín spilar stóra rullu í beinheilsu og er sérlega mikilvægt til varnar beingisnun (brothættum beinum). Osteocalcin er prótein sem framleitt ef af beinmyndunarfrumum líkamans og er nýtt innan beinsins sem mikilvægur hluti af beinmyndunarferlinu. Á níunda áratug síðustu aldar uppgötvaðist að það þarf  að virkja það (carboxylate) svo það nýtist. K-2 vítamín er samvirkandi þáttur með ensýmum sem koma því ferli af stað. Um áratug síðar uppgötvaðist annað K-háð prótein, matrix Gla prótein (MGP) í æðakerfinu. Án K-2 vítamíns eru þessi prótein og önnur sem eru K-vítamín háð, óvirk og geta ekki sinnt líffræðilegri virkni sinni.

Sé ekki nægilegt magn af K-2 vítamíni í líkama þínum áttu á hættu bæði beingisnun og kalkmyndun mjúkra vefja. Nokkrar japanskar tilraunir hafa sýnt að K-2 vítamín getur algerlega snúið við beinrýrnun og í sumum tilvikum jafnvel aukið beinmassann hjá fólki með beingisnun.

MUNURINN Á K-2 MK-4 OG K-2 MK-7 VÍTAMÍNI

K-2 MK-4 (menaquinone 4) er virkasta formið af K-2 í líkamanum, en það hefur stuttan líftíma. Það þýðir að það fer fljótt úr blóðinu eftir inntöku. Upptaka á því bæði í vefjum, líffærum og heila er hröð. MK-4 geymist í slagæðum, brisi og jafnvel í munnvatnskirtlum.
Frá NOW er til bætiefnið D-3 & K-2 MK-4.

K-2 MK-7 (menaquinone 7) bætiefnið hefur lengri líftíma í líkamanum og þess vegna þarf bara að taka það inn einu sinni á dag. Það er talið sérlega öflugt fyrir beinin, hjartað og lifrina og til að koma í veg fyrir kalkmyndun í líkamanum. Nítján mismunandi rannsóknir hafa sýnt að K-2 MK-7 vítamín hefur áhrif á betri þéttleika í hrygg og kemur í veg fyrir beinbrot.
Frá NOW er til bætiefnið MK-7 K-2 vítamín. Samhliða því þarf að taka inn D-3 vítamín.

Hægt er að kaupa þessi vítamín í gegnum H-verslun og nota afsláttarkóðann GB19 þegar kemur að greiðslusíðu. Hann veitir 10% afslátt af þeim og öðrum NOW vörum í versluninni.
Þegar kóðinn hefur verið sleginn inn þarf að ýta á „uppfæra“ takkann til að afslátturinn birtist.

Athugið! K-vítamín eru fituuppleysanleg og því þarf að taka þau inn samhliða olíum.
K-vítamín henta ekki þeim sem eru á Coumadin blóðþynningarlyfjum, því þau geta haft truflandi áhrif á virkni þeirra.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Myndir: Can Stock Photo / corenlius30 og af vef NowFoods.com

Heimildir: Viðtal Dr. Mercola við Dr. Kate Rheume-Bleue náttúrulækni um rannsóknir hennar á samvirkni D-3 og K-2. Viðtalið má finna á YouTube.

Grein úr The Journal of Nutrition: Dietary Intake of Menaquinone Is Associated with a Reduced Risk of Coronary Heart Disease: The Rotterdam Study.

Aðrar heimildir: landspitali.ishjarta.is betterbones.com

drstevenlin.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram