MAÍSSÍRÓP ER VÍÐA FALIÐ

MAÍSSÍRÓP ER VÍÐA FALIÐ

Fyrir viku síðan skrifaði ég grein undir heitinu SKAÐLEGASTA SÆTUEFNIÐ. Í henni fjallað ég um HFCS eða high fructose corn syrup – einnig kallað á umbúðum fructose syrup eða bara maíssíróp eða frúktósasíróp hér á landi.

Þetta síróp er unnið úr þeirri offramleiðslu sem er á erfðabreyttum maís og er talið vera eitt skaðlegasta og mest ávanabindandi sætuefni á markaðnum í dag. Notkun þess eykst stöðugt, vegna þess að það er ódýrt sætuefni og eins vegna þess að fólk sækir í vörur sem það er í vegna þess að það er ávanabindandi.

MAÍSSÍRÓP Í GOSDRYKKJUM

Árið 1980 fór Coca Cola að nota HFCS eða maíssíróp til að sæta gosdrykki sína og innan fárra ára voru allir aðrir gosdrykkjaframleiðendur farnir að gera hið saman. Sykur hafði hækkað, en maís lækkað vegna offramleiðslu – og því þótti tilvalið að fara að nota maíssírópið.

Meðal margra er talið að ofþyngdarvandamálið sem víða er glímt við í heiminum í dag megi að stórum hluta rekja til þessara breytinga á sætuefni í gosdrykkjum. Samhliða ofþyngd hefur sykursýki týpu 2, sem er ásköpuð sykursýki, aukist mjög undanfarna áratugi og er nú til dæmis helsta dánarorsök í Mexíkó, þar sem í upphafi árs var tilkynnt að einhver dæi úr sykursýki 28. hverja mínútu alla daga, allt árið.

HFCS eða frúktósaríkt maíssíróp er ekki aðeins að finna í gosdrykkjum. Það er líka notað í ýmsa safa og safadrykki, í bragðbættar mjólkurvörur, í tónik-vatn, smoothies eða þeytinga, orkudrykki og bragðbætta koffíndrykki.

Því meira sem þú neytir af HFCS, þeim mun verri áhrif hefur það á heilsu þína.

MAÍSSÍRÓP Í PAKKAÐRI OG TILBÚINNI MATVÖRU

Ýmsar pakkavörur og tilbúnar matvörur sem líklegt er að séu í skápunum heima hjá þér eru að öllum líkindum að næra sykurfíkn þína. Væntanlega kemur þér á óvart að uppgötva að það er ekki bara í vörum eins og kexi, rjómaís (eða ís almennt) og sælgætisstykkjum sem maíssíróp er að finna.

Ýmsar snakktegundir eins og flögur (maís, kartöflu- o.s.frv.), poppkorn og saltstangir geta líka verið sættar með maíssírópi, svo og granólastykki, hrískökur, kex sem bakað er með smjöri og ávaxtastykki.

Þessar vörur eru ekki bara bættar með HFCS og öðrum sykri, heldur er einnig mikið af kolvetnum í þeim – en þegar þeirra er neytt, breytast þau í sykur í líkamanum.

Við meltingu enda flest kolvetni sem glúkósi í líkamanum, sem frumurnar nýta sér sem orku. Því flóknari sem kolvetnin eru, þeim mun hægar brotna þau niður (betra). Einföldu kolvetnin sem brotna hratt niður (verra) eru meðal annars mjólk og ávextir, en líka unnin vara eins og sælgæti, sykraðir drykkir, flögur ýmis konar, morgunkorn og bökunarvörur.

Myndir: CanStockPhoto.com – Barding1now – nataliazakharova

Heimildir: www.earthsky.orgwww.thatsugarmovement.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram