KOMDU MELTINGU OG LOSUN Í LAG
Við erum lögð af stað inn í nýtt ár og í upphafi hvers árs setur fólk sér gjarnan markmið um að léttast og bæta heilsuna. Markmiðin tengjast oftast því að flestir hafa borðað yfir sig um jól og áramót og breyting í janúar á að redda öllu málinu.
Málið er þó að það er ekki nóg að skrá sig í ræktina og ætla að hlaupa af sér kaloríurnar á hlaupabrettinu. Vandinn er nefnilega yfirleitt í meltingarveginum og hann svarar ekki alltaf hlaupi og lyftingum sem skyldi.
UPPSAFNAÐUR ÚRGANGUR
Hefurðu nokkurn tímann velt því fyrir þér hversu mikið af uppsöfnuðum úrgangi líkaminn getur geymt? Hugsanlega ekki, en málið er að þessi úrgangur getur verið að valda þér alls konar heilsufarsvandamálum.
Samkvæmt grein frá Harvard Medical School [i] eru einkenni um lélegt ástand meltingafæranna meðal annars þessi:
Magavandamál – Brjóstsviði – Of mikið loft í þörmum/ristli – Hægðatregða – Niðurgangur – Iðraólga (IBS) – Svefnleysi – Geðsveiflur – Húðvandamál – Ofnæmi.
ÞÖGULL VANDI INNRA MEÐ ÞÉR
Iðrin eru löng göng sem liggja frá maga og niður að endaþarmsopi, og ná yfir smáþarma, ristil og endaþarmi. Aðalupptaka líkamans á næringu, steinefnum og vítamínum fer fram í smáþörmunum.[ii] Smáþarmarnir eru um 6-7 metra langir og um 2 ½ cm í þvermál. Að innan eru þeir þaktir litlum þarmatotum með örfínum bifhárum sem sjá um upptöku úr því sem þú borðar og drekkur.
Ristillinn er álíka langur og líkamshæð þín og ummál hans er álíka mikið og úlnliður þinn. Ristillinn sér um að draga vökva úr úrganginum og þétta hann svo hægt sé að skila honum frá sér út um endaþarminn. Í hverjum 30 cm af ristli getur líkaminn geymt allt frá 2 ½ og upp í 5 kíló af S-K-Í-T.
HVERNIG ER HÆGT AÐ VINNA Á ÞVÍ?
Ég segi gjarnan að hreiniskúr eins og HREINT MATARÆÐI sem rúmlega 2.000 manns hafa tekið þátt í á tæpum sex árum hjálpi mikið. Ef þú ert hins vegar ekki á leið í hreinsun, þá eru nokkrar aðrar leiðir sem hægt er að fara.
Fyrst þarf að skoða það sem inn fer, það er að segja matinn og draga úr skyndibitamat, gosdrykkjum, djúpsteiktum mat, sykruðum kaffidrykkjum, sælgæti og allri unninni matvöru. Þessar matvörur virka eins og lím innan í ristlinum og geta því auðveldlega safnast þar upp, stundum í nokkra dag eða vikur, jafnvel lengur og geta valdið alvarlegu harðlífi, bólgum í ristilveggjunum og leitt til myndunar ristilpoka.
OLÍUR SEM HJÁLPA TIL
Laxerolía hefur lengið verið notuð til að auka losun úr ristlinum og létta á harðlífi. Notkun hennar á rætur sínar að rekja langt aftur í aldir, en nútíma rannsóknir styðja líka virkni hennar. [iii] NOW er með laxerolíuhylki – Castor Oil sem auðveld eru í inntöku. Þau er hægt að taka reglulega í nokkurn tíma til að koma af stað losun, en olían hefur líka góð áhrif á slímhúð þarmanna.
NOW er líka með Castor Oil í fljótandi formi, sem hægt er að nota í bakstra til að setja á kviðinn. Edgar heitinn Cayce, bandaríski sjáandinn og heilarinn, lagði mikla áherslu á notkun laxerolíubakstra við hvers konar meltingafæravandamálum. [iv] Hægt er að finna nánari upplýsingar um bakstrana og hvernig á að gera þá inni á vefsíðunni minni. [v]
MAGNESÍUM HEFUR LÍKA LOSANDI ÁHRIF
Magnesíum Citrate frá NOW hefur losandi áhrif [vi] og er auðvelt í notkun. Duftinu er hrært út í glas af vatni að kvöldi og inntakan skilar yfirleitt góðri losun að morgni dags. Aðrar magnesíumblöndur frá NOW eins og Magnesium & Calcium Reverse ratio skila líka góðri hægðalosun.
EFTIR AÐ LOSUN ER KOMIN Í LAG
Þegar ristillinn fer að hreinsast er mikilvægt að byggja upp örveruflóruna í þörmum og ristili á ný. Það er gert með góðgerlum, sem stuðla að fjölgun örvera í þörmum og að betri starfsemi flórunnar til að bæta heilsu og auka betri líðan. [vii]
Rannsóknir sýna að allt að 80% af ónæmisfrumum líkamans eru í meltingarveginum. [viii] Því er mikilvægt að hafa hann sem hreinastan til að virkni hans sé sem allra besta.
Ástand þarmanna hefur líka áhrif á geðheilsuna, því 90% af serótónín framleiðslu líkamans fer fram í meltingarveginum. [ix] Gjarnan er talað um serótónín sem hamingjuhormónið, því það hefur áhrif á hamingjutilfinningar okkar og getu til að slaka á. Ef meltingarvegurinn er eitraður og óheilbrigður er heilinn ekki að fá nóg af serótóníni.
NOW er með breiða línu af góðgerlum (probiotics) sem styrkja örveruflóru þarmanna.
TREFJAR ERU FÆÐA ÖRVERUFLÓRUNNAR
Trefjar eru óbein næring fyrir líkamann, því þær eru næring fyrir örveruflóruna í smáþörmunum.[x] Þær eru það sem kallast „prebiotic“ og stuðla að auknum lífskrafti í örveruflórunni, auk þess sem þær stuðla að reglulegri og þéttari hægðum, en það gera þær með því hjálpa líka ristlinum að soga vatn úr úrganginum og þétta þannig hægðirnar.
Trefjar er hægt að fá bæði sem duft, sem hrært er út í vatni eða öðrum vökva eða bætt út í búst eða hristinga. NOW er bæði með Psyllium Husk trefjar og Acacia Fiber trefjar, sem hafa skilað góðum árangri.
Psyllium Husk trefjarnar er líka hægt að fá í hylkjum, sem eru auðveld í inntöku. Aðalmálið er að drekka nóg af vatni með trefjunum, því þær bólgna út þegar þær koma niður í maga og meltingarveg. Ef ekki er drukkið nægilega mikið vatn með þeim, geta þær virkað öfugt og leitt til stíflu og hægðatregðu.
HEILSUDAGAR Í VERSLUNUM
Það eru heilsudagar víða í matvörumörkuðum þessa dagana. Mér skilst þeir séu í Hagkaup í þessari viku og verða svo í Nettó í næstu viku. Því er tilvalið að nýta sér þá og ná sér í bætiefni og olíur sem stuðla að aukinni losun úr líkamanum.
HEIMILDALISTI:
[i] https://www.health.harvard.edu/digestive-health/the-sensitive-gut
[ii] https://articles.perfectorigins.com/much-poop-trapped-body/
[iii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31869090/
[iv] https://www.edgarcayce.org/the-readings/health-and-wellness/holistic-health-database/therapies-castor-oil-packs/
[v] https://gudrunbergmann.is/laxeroliubakstur/
[vi] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/19192941/
[vii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31864419/
[viii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/10564096/
[ix] https://www.caltech.edu/about/news/microbes-help-produce-serotonin-gut-46495
[x] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23609775/
Myndir: CanStockPhoto / deandrobot og af vefsíðu NOWFoods.com
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA