KÍNÓASALAT

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er þessa vikuna með uppskrift að dásamlegu sumarsalati.
Frábært sem léttur réttur á sólríkum sumardegi eða
sem meðlæti með kjöti eða fiski.


KÍNÓASALAT

Sólin á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt á hverjum degi í marga, marga daga og kysst okkur höfuðborgarbúa á vangann eins og enginn sé morgundagurinn. Þvílík sæla að byrja sumarið svona eftir langan og frekar strangan vetur.

Í sólinni kallar kroppurinn á léttari og litríkari mat. Þetta kínóasalat er dásamlega einfalt, bragðgott og fljótlegt að útbúa. Það má endalaust bæta út í það því grænmeti sem ykkur líkar þannig að gerið það að ykkar með því að bæta í það þeim hráefnum sem ykkur dettur í hug. Það getur ekki klikkað.

Dásamleg matarkveðja
Björg Helen

 

 

 

INNIHALDSEFNI Í KÍNÓASALATIÐ

1 ½ bolli kínóa

3-4 bollar vatn eða skv. leiðbeiningum á umbúðum

salt eftir smekkk

½-1 rauð paprika

1 krukka ólífur grænar eða svartar steinlausar

½-1 rauðlaukur, eftir smekk

½ melóna Cantaloupe eða önnur góð

½-1 box sólskinstómatar eða aðrir smátómatar

SALATDRESSING:

6 msk extra virgin ólífuolía

3 msk hvítvíns- eða rauðvínsedik

1 msk Tamari soja sósa Clearspring

1 tsk sítrónupipar Kryddhúsið

1 tsk Dijon sinnep

salt eftir smekk

AÐFERÐ:

1 – Sjóðið kínóað og saltið vatnið vel. Þegar kínóað er soðið leyfið því þá að kólna.

2- Skerið grænmetið og melónuna frekar smátt og tómatana og olívurnar til helminga. Setjið kínóað í fallega stóra skál og blandið öllu saman við og hrærið aðeins í.

3 – Þegar þið gerið salatdressinguna er gott að setja öll hráefnin í krukku og hrista hana síðan. Það svo auðveld og þæginleg leið. Mér finnst best að hella henni síðan yfir salatið en einnig er hægt að hafa hana til hliðar þannig að hver og einn skammti sér sjálfur.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram