ER MSM KRAFTAVERKABÆTIEFNI?

ER MSM KRAFTAVERKABÆTIEFNI?

Hvað ef ég segði þér að til væri svokallað „kraftaverkabætiefni“ sem gæti dregið úr bólgum, dregið úr áhrifum streitu og sársauka og aukið ónæmissvar og orku líkamans?

Svona byrjar Dr. Josh Axe[i] umfjöllun sína um MSM, sem hann segir frábært bætiefni, sem nota megi til að vinna á ýmsum krankleika, sársaukafullum verkjum og sjúkdómum.

Rannsóknir sýna meðal annars fram á árangur af notkun MSM til að auka ónæmissvar líkamans, draga úr krónískum bólgum[ii] og stuðla að uppbygginu á heilbrigðum vöðvum. Margir eru á því að það standi undir því nafni að kallast kraftaverkabætiefni, einkum vegna þess að það hefur mikið verið rannsakað.

HVAÐ ER ÞETTA MSM?

MSM er skammstöfun fyrir Methylsulfonylmethane, en það er hið oxaða form af dimethyl sulfoxide (DMSO), sem er lífrænt brennisteinsefnasamband (súlfúr) unnið úr jurtum, meðal annars úr ýmsu grænu grænmeti, auk þess sem það er að finna í mannslíkamanum, í mörgum dýrum og í mjólk. Einnig er hægt að vinna það úr plöntusvifi úr sjónum.

Við frekari úrvinnslu eru brennisteinisefnasamböndin notuð til að búa til bætiefni sem vinsælt er vegna þess að það býr yfir þeim eiginleikum að draga úr bólgum.

Margir af eiginleikum MSM sem bætiefnis eru tengdir hinum líffræðilega virka brennisteini (súlfúr) sem í því er, en brennisteinn er að magni til fjórða mikilvægasta steinefni mannslíkamans. Líkaminn þarf á brennisteini að halda í tengslum við ýmsa mikilvægri starfsemi sína og MSM er brennisteinsgjafi. Sem bætiefni er það oft notað í bland við önnur efni sem góð eru fyrir liðamót og bandvefi, þar með talið Glucosamine og Chondrotin.

BEST Í DUFTFORMI

MSM þykir best fyrir líkamann ef það er í duftformi. Í hálfri teskeið af MSM frá Scource Naturals eru um 2,5 gr. Samkvæmt ráðleggingum Dr. Axe, má smátt og smátt auka skammtinn í hálfa teskeið tvisvar til þrisvar á dag ef MSM-ið er ekki að hafa nein áhrif á meltinguna, en hjá sumum getur það gert það. Talað er um að hræra því saman við um 500 ml af vatni, en ég sitt mitt bara út í bústið á morgnana.

Bestur árangur næst af notkun MSM ef það er notað samhliða góðu C-vítamíni, eins og til dæmis Liposomal C-vítamíninu frá Dr. Mercola og Omega-3 fitusýrum, eins og til dæmis í Krill olíunni fyrir konur frá Dr. Mercola.

Í Krill olíunni er líka kvöldvorrósarolía, sem er frábær fyrir hormónakerfi kvenna og lífrænt Astaxanthin – sem er magnað andoxunarefni og gott fyrir húðina, einkum þegar verið er í sól.

Sé MSM-ið án allra fylliefni, bara 100% MSM, getur það haft  góð áhrif á eftirfarandi þætti líkamans:

1 – SLITGIGT OG LIÐVERKIR

Rannsóknir hafa sýnt að MSM dregur úr[iii] bólgum í liðum, eykur liðleika og endurnýjar kollagenframleiðslu líkamans. Að auki stuðlar það að myndun bandvefs og viðgerðum á liðum, sinum og liðböndum.

Sömu rannsóknir sýna einnig að þeir sem eru með liðbólgur og verki eða stirðleika í liðum, hnjá- eða bakvandamál og takmarkaða hreyfigetu, geta dregið úr einkennum og aukið lífsgæði sín með því að taka inn MSM bætiefni.

MSM getur stuðlað að meðhöndlun á liðbólgum[iv], vegna þess að það hjálpar líkamanum að mynda nýja lið- og vöðvavefi, samhlið því að draga úr þeim viðbrögðum líkamans, sem stuðla að bólgum og stirðleika.

Brennisteinn (súlfúr) þarf nefnilega að vera til staðar í frumum okkar til að losa um mörg aukaefni og umframvökva, sem geta safnast upp og valdið bólgum og viðkvæmni.

2 – BÆTIR MELTINGARVANDAMÁL

MSM getur stuðlað að uppbyggingu á slímhúð í meltingarveginum og dregið úr bólguviðbrögðum sem verða vegna fæðuóþols. MSM er líka gott til meðhöndlunar á lekum þörmum[v] þar sem það getur styrkt þarmaveggina og þar með komið í veg fyrir að fæðuagnir komist út um op á þeim og inn í blóðflæðið, þar sem þær geta valdið bólguviðbrögðum.

Að hluta til er þetta vegna brennisteinsins í MSM bætiefninu, en hann er mikilvægur fyrir meltinguna[vi].

3 – DREGUR ÚR VÖÐVAVERKJUM OG KRAMPA

Rannsóknir[vii] sýna að MSM getur virkað eins og náttúrulegt verkjalyf og bæði komið í veg fyrir eða dregið[viii] úr vöðvaverkjum og -sársauka, slætti í vöðvum eða bólgum og þannig bætt hreyfigetu og almennan liðleika.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2017[ix], kom í ljós að MSM stuðlaði að betri vöðvaendurheimt eftir æfingar, áverka og jafnvel uppskurði – og virtist vera sérlega gott með öðrum bætiefnum sem draga úr bólgum.

Notkun á MSM tengist betri virkni ónæmiskerfisins, hraðari bata og minni verkjum, vegna þess að það vinnur upp á móti ákveðnum afleiðingum æfinga (eins og mjólkursýrum), sem valda oft eymslum, ósveigjanleika, verkjum og stirðleika.

En hvernig hindrar MSM vöðvaverki og skemmdir? Það er tengt hlutverki brennisteins (súlfúr) í líkamanum, en hann er að mestu geymdur í vefjunum, sem mynda vefi og liðamót líkamans. MSM stuðlar að viðgerðum á stífum trefjavefjum í vöðvafrumum okkar sem brotna niður við æfingar og kemur þannig að í veg fyrir bólgur til lengri tíma.

MSM eykur líka sveigjanleika og gegndræpi frumuveggjanna í vöðvunum sem þýðir að næring á auðveldari leið í gegnum vefina, hraðar bata og losar um mjólkursýrur, sem oft valda brunatilfinningu eftir æfingar.

4 – GOTT FYRIR HÁRVÖXT, HÚÐ OG NEGLUR

Hárið á bæði körlum og konum hefur tilhneigingu til að þynnast með árunum. MSM stuðlar að aukinni framleiðslu á kollageni og keratíni[x] í líkamanum, en þessi tvö næringarefni eru nauðsynleg til að mynda ný hár – og til að byggja upp sterkar neglur og húðfrumur.

Í mörgum tilvikum eru kollagen og keratín í vörum sem ætluð eru gegn hárlosi, vegna þess að þau veita hárinu styrk, endingu og heilbrigt útlit – og geta komið í veg fyrir hárlos.

5 – EYKUR GETU LÍKAMANS TIL AÐ TAKAST Á VIÐ STREITU

Ef þið hafið fylgst með greinum mínum og bókum hef ég oft skrifað um jurtir og bætiefni sem eru adaptógen, það er að segja, þau auka viðstöðuafl líkamans gegn streitu. MSM virkar á svipaðan hátt og þessi adaptógen, þar sem það eykur getu líkamans til heilunar og til að ná sér eftir æfingar, erfiðleika, meiðsli og jafnvel skurðaðgerðir.

Í rannsókn frá árinu 2016[xi], kom í ljós að „MSM virðist slá á losun bólgumyndandi mólekúla við æfingar… þar sem það veitir frumunum getu til að bregðast rétt við auknu álagi.“ 

Veldur MSM syfju? Nei, staðreyndin er að það stuðlar að aukinni orku og dregur úr þreytu. Með því að taka það inn fyrir æfingar eins og til dæmis hlaup, virðist það draga[xii] úr vöðvaskemmdum og öðrum merkjum um streitu.

6 – GETUR DREGIÐ ÚR OFNÆMI

Þar sem rannsóknir[xiii] sýna að MSM geti dregið úr bólgum og minnkað losun á umfrymisskiptingu (cytokines) og prostaglandíni, hefur það reynst vel við að ná tökum á ofnæmisviðbrögðum.  

Rannsókn[xiv] sem birt var í Journal of Alternative and Complementary Medicine sýndi að MSM dregur úr einkennum ofnæmiskvefs, en því getur fylgt kláði, stíflur, andnauð, hnerri og hósti.

MSM bætiefni stuðla að auknu brennisteinsmagni líkamans, svo hann geti framleitt metíónín (methionine), sem styrkir aðra ferla líkamans, eins og framleiðslu á öðrum efnum, meðal annars því að mynda bandvef, stuðla að efnaskiptum á fæðu og upptöku á næringu til orkunotkunar.

Við erum öll með brennistein í líkömum okkar, en brennisteinsmagnið getur minnkað þegar við eldumst, erum undir miklu streituálagi eða borðum ekki nógu næringarríka fæðu.

Ég held ég geti verið sammála Dr. Axe um að MSM sé hálfgert kraftaverkabætiefni og tek það inn daglega.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Skráðu þig á PÓSTLISTANN til að fá reglulega sendar greinar frá Guðrúnu.

Neytendaupplýsingar: MSM frá Source Naturals og bætiefnin frá Dr. Mercola fást í verslunum Mamma Veit Best á horni Dalbrekku/Auðbrekku í Kópavogi eða á Njálsgötu 1 í Reykjavík.

Myndir: CanStockPhoto/AndreyPopov – og frá Source Natruals

 

Heimildir:

[i] https://draxe.com

[ii] https://draxe.com/health/inflammation-at-the-root-of-most-diseases/

[iii] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4502733/

[iv] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/16309928/

[v] https://gudrunbergmann.is/9-merki-um-leka-tharma/

[vi] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23633413/

[vii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/17516722/

[viii] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5521097/

[ix] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/28736511/

[x] https://draxe.com/health/keratin-treatment/

[xi] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5097813/

[xii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23013531/

[xiii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/19336900/

[xiv] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/12006124/

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram