KÚRBÍTSRÚLLUR MEÐ RICOTTA OG PARMESAN

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er þessa vikuna með litríka uppskrift enda finnst
henni eitthvað slíkt vanta í öllu þessu myrkri.
Sú litríka á ekki eftir að valda vonbrigðum
svo nú er um að gera að prófa hana.


KÚRBÍTSRÚLLUR MEÐ RICOTTA- OG PARMESANOSTI

Í þessum drunga og dimmu vantar mig aðeins sól og liti í lífið mitt. Þá finnst mér tilvalið að elda litríkan og góðan mat. Þessar kúrbítsrúllur eru sérlega bragðgóðar og það tekur alls ekki langan tíma að útbúa þær. Mæli svo sannarlega með þeim.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

INNIHALDSEFNI:

2-3 stórir kúrbítar
400-500 gr ricotta ostur
120-140 gr parmesan rifinn (eftir smekk)
1 egg
klettasalat saxið smátt
Brauðstangakrydd frá Kryddhúsinu
svartur pipar
salt
maukaðir tómatar
Sítrónuolía (má sleppa)

AÐFERÐ:

1 – Hrærið saman ricotta ostinum, rifnum parmesan og smátt söxuðu klettasalatinu. Piprið og saltið vel. 2 – Smakkið aðeins til og kryddið meira ef ykkur finnst þörf á því. Hrærið síðan egginu saman við.
3 – Rífið niður kúrbítinn í langar lengur eða skerið. Ég notaði ekki mikið af miðjunni á kúrbítnum en ég reif hann niður á fjórum hliðum.
4 – Setjið maukaða tómata í botninn á eldföstu móti þannig að það þekji hann.

Rúllað upp:

1 – Raðið alltaf tveimur lengjum saman, setjið ostafyllinguna ofan á og rúllið upp.
2 – Raðið rúllunum í eldfasta mótið ofan á maukuðu tómatana.
3 – Setjið svo maukaða tómata yfir hverja rúllu.
4 – Stráið rifnum parmesan osti yfir ásamt Brauðstangakryddinu.
5 – Gott er að setja smá sítrónuolíu yfir þegar rétturinn kemur úr ofninum.
6 – Setjið eldfasta mótið í 190° C heitan ofn og bakið í um 30-40 mínútur.

Með rúllunum er flott að bera fram ferskt salat eða guacamole.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

 

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram