ER CANDIDA AÐ HRJÁ ÞIG?

ER CANDIDA AÐ HRJÁ ÞIG?

Frá því ég var fyrst greind með Candida sveppasýkingu í meltingarveginum fyrir rúmlega þrjátíu og fimm árum, hef ég bæði í ræðu og riti verið að fræða fólk um leiðir til að takast á við offjölgun þessa sveppagróðurs í smáþörmum og ristli.

Candida sveppasýkingin hefur fengið nýtt nafn á síðari árum og kallast nú SIBO meðal meltingarsjúkdómasérfræðinga, sem ekki vildu kannast við að Candida væri eitthvað sem gæti verið að valda heilsufarsvandamálum hjá fólk þegar ég hóf mitt bataferli.

SIBO er skammstöfum fyrir Small Intestinal Bacterial Overgrowth – eða öffjölgun á bakteríum (sveppir eru bakteríur) í smáþörmum.

MATARÆÐI OG LYF FJÖLGA SVEPPNUM

Mataræði fólks hefur síst batnað á þessum rúmlega þrjátíu og fimm árum, því sífellt fleiri gera minna af því að elda máltíðir sínar frá grunni og treysta á alls konar tilbúna rétti eða skyndibitamat.

Jafnframt hefur sælgætis- og snakkrekkum í matvöruverslunum fjölgað til muna og samhliða því fjölgar yfirleitt Candida sveppnum í fólki. Að auki er sykur- og gosdrykkjaneysla Íslendinga í himinhæðum, og mun meiri er í öðrum löndum.

Við eigum líka heimsmet í notkun sýklalyfja og verkjalyfja eins og til dæmis íbúfen og annarra lyfja sem enda á -fen. Þessi lyf drepa yfirleitt vinveitta góðgerlaflóru í þörmunum og búa til rými fyrir Candida sveppinn til að fjölga sér – og hann fjölgar sér hratt.

Verkjalyfin hafa svo eyðileggjandi áhrif á slímhúð í maga, smáþörmum og ristil, sem aftur leiðir til lekra þarma. Sjá nánar í greininni: 9 MERKI UM LEKA ÞARMA sem tæplega 15.000 hafa smellt á frá því hún var fyrst sett inn á síðuna mína.

HVER ERU EINKENNIN?

Helstu einkenni Candida sveppasýkingar eru fleiri en hundrað og því of langt að telja þau upp í grein sem þessari. Inni á vefsíðunni minni er hins vegar að finna HEILSUFARSLISTA, sem byggður er á lista úr bók okkar Hallgríms heitins Magnússonar læknis Candida Sveppasýking. Með því að smella á þennan HLEKK geturðu náð þér í listann.

Það á væntanlega eftir að koma þér á óvart hversu víðtæk áhrif þessi sveppur getur haft, en hann getur bæði dreift eitruðum úrgangi og sjálfum sér út um allan líkama ef þarmarnir eru lekir og valdið sveppavandamálum frá munni og niður í endaþarm, auk sveppavandamála í nöglum á höndum og tám, og leitt til sveppagróðurs og útbrota í húð.

Eitt algegnasta merkið um Candida sveppasýkingu sem allir geta mælt á sjálfum sér er þaninn og uppþembdur kviður, mikið loft í þörmum og hægðavandamál.

HVAÐA BATALEIÐIR ERU Í BOÐI?

Ein helsta bataleiðin hefur hingað til verið að svelta sveppinn. Þegar hann hættir að fá það sem viðheldur honum með gerjun í þörmunum, eins og til dæmis kaffi, gosdrykki, sælgæti, kökur, brauð, mjólkurvörur þar með taldir ostar, kex og ýmislegt fleira, deyr hann.

Þegar þessi fæða er tekin út verða oft mikil fráhvarfseinkenni í líkamanum, ekki síst vegna þess að þegar sveppurinn deyr gefur hann frá sér mikið af eiturefnum. Höfuðverkir, liðverkir, vöðvaverkir, sjóntruflanir, ógleði og ýmislegt fleira geta þá hrjáð fólk í nokkra daga – en svo tekur batinn við.

Samhliða breyttu mataræði er gott að taka inn góðgerlasafa eins og Vita Biosa til að byggja upp góðferlaflóruna, eða taka inn bætiefni sem styður við heilunarferlið.

BÆTIEFNI SEM BANAR SVEPPNUM

Bætiefnið CandidFree frá Zane í Grikklandi er byggt á 100% náttúrulegri formúlu. Það banar sveppnum og ver líkamann gegn sveppagróðri, auk þess sem það endurnýjar þarmaflóruna. Í því eru extra virgin ólífuolía, oregano kjarnaolía, hvítlauksolía, mastixolía, kjarnaolía úr greipaldin fræjum, sítrónugrasolía og kjarnaolía úr negul.

Í hverjum pakka eru 60 hylki og ráðlagður dagskammtur er eitt hylki á dag. Ég ráðlegg þeim sem til mín leita vegna sveppasýkingar hins vegar að taka eitt hylki tvisvar á dag, kvölds og morgna í einn mánuð til að ná sveppasýkingunni niður og svo eitt hylki á dag í tvo mánuði eftir það til að koma á frekara jafnvægi í meltingarveginum.

Þessar ráðleggingar eru í samræmi við það sem Hallgrímur heitinn kenndi mér, að til að ná árangri þarf að nota bætiefni í minnst þrjá mánuði í einu. Oregano olían er sterk og því gæti verið að sumir þyldu ekki að taka tvö hylki á dag. Þá er um að gera að taka bara eitt á dag og lengja meðferðarferlið í staðinn um einn mánuð.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Neytendaupplýsingar: CandidFree fæst hjá Mamma Veit Best í Kópavogi og Reykjavík og á vefsíðunni www.mammaveitbest.isVita Biosa góðgerlasafinn fæst einnig í Mamma Veit Best, svo og í Fjarðarkaupum, Heilushúsinu og Heilsuveri.

Myndir:  CanStockPhoto / Kateryna_Kan / Af vefsíðu Zanehellas.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram