ÞEKKIRÐU MUN Á SERÓTÓNÍNI OG DÓPAMÍNI?

ÞEKKIRÐU MUN Á SERÓTÓNÍNI OG DÓPAMÍNI?

Fólk fleygir þessum boðefnaheitum gjarnan sín á milli í almennum samræðum, en veistu hver munurinn er á milli þeirra?

Sem taugaboðefni flytja þau bæði boð milli frumna og þau boðefni gegna svipuðu hlutverki. Í grunninn eru þó hlutverk serótóníns og dópamíns mjög frábrugðin og á milli þeirra er mjög greinanlegur munur.

SERÓTÓNÍN

Serótónín er að finna í heilanum, en um 90% af því er samt framleitt í þörmunum, þar sem það stuðlar að stjórnun meltingarstarfseminnar. Hlutverk serótóníns er líka að stýra og koma jafnvægi á tilfinningar okkar, svefnhringinn, hormónaframleiðslu líkamans, efnaskipti og hugræna starfsemi okkar.

Líkamar okkar framleiða serótónin þegar við erum úti í sólarljósi, þegar við stundum líkamsrækt, hugleiðum eða borðum heilsusamlega og vel samsetta fæðu.

DÓPAMÍN

Dópamín er hins vegar aðallega að finna í heilanum og býr til sælutilfinningu eða sæluvímu sem viðbragð við utanaðkomandi örvun enda er það oft kallað hamingjuhormónið. Þegar við væntum þess að njóta ákveðins unaðar af einhverju sem við gerum, hvort sem það er neysla á góðum mat eða sælgæti, verslunarferðir og innkaup, neysla á hvers kyns vímuefnum, líkamsrækt eða annað sem veitir okkur örvun, framleiðir líkaminn dópamín sem viðbragð við því.

Þess vegna höfum við oft tilhneigingu til að eltast við þá hluti sem veita okkur þessa vellíðan á skjótfenginn og áreynslulítinn máta, jafnvel þótt við vitum að þeir séu ekki góðir fyrir okkur. Því er mikilvægt, einkum hvað varðar dópamínið, að finna jákvæðar leðir til að mæta dópamín vímuþörfinni, og forðast að láta hana hafa neikvæð áhrif á daglegt líf.

SINK STUÐLAR AÐ FRAMLEIÐSUNNI

Líkamar okkar þurfa að viðhalda heilsusamlegu magni af bæði serótóníni og dópamíni til að starfa sem best. Þar sem skortur á sinki leiðir oft til þess að fólk nær ekki að hvíla sig og róa, nær það ekki að framleiða þessi tvö boðefni á náttúrulegan máta.

Sink er eitt þeirra bætiefni sem stuðla bæði að framleiðslu á serótóníni og dópamíni og því er mikilvægt að taka það inn, til að styðja við þá framleiðslu.

Samhliða sinki er gott að taka inn magnesíum því þessi tvö bætiefni auka virkni og upptöku hvors annars og eru bæði mikilvæg fyrir líkamann.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar með efni sem tengist sjálfsrækt og náttúrulegum leiðum til að vernda heilsuna og styrkja líkamann.

Heimildir: Úr bókinni BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri

Mynd: CanStockPhoto / Kurhan

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram