ELDFIM ORKA Í JÚNÍ
Það er sterk Hrútsorka í kortunum núna og verður næstu vikurnar, þótt nýja Tunglið sem kveiknaði þann 30. maí hafi verið í Tvíburamerkinu – líkt og Sólin er núna.
Júpiter fór inn á fyrstu gráðu í Hrútnum þann 11. maí síðastliðinn, en Hrúturinn er fyrsta merki stjörnumerkjahringsins. Júpiter tengist þenslu og vexti hluta og þegar hann er í Hrútnum fylgir honum dugnaður og mikil lífskraftur.
Þar sem hann er að hefja nýtt tólf ára hringferli um sporbaug sinn, markar koma hans í Hrútinn algerlega nýtt upphaf – hvort sem slíkt upphaf tengist ævintýrum, nýjum verkefnum eða því að sköpunarkrafturinn blómstrar.
Til að vita á hvaða sviði þessi ævintýri eða nýju verkefni eiga eftir að koma fram er mikilvægt að vita í hvaða húsi Hrúturinn lendir í eigin fæðinarkorti– svo auðveldar sé að sjá hvar vænta má þess að krafturinn birtist.
ENDURÓMUN AF ÞVÍ GAMLA
Júpiter var síðast á fyrstu gráðu í Hrútnum í júnímánuði árið 2010, bakkaði svo aftur inn í Nautið og kom svo aftur inn á fyrstu gráðu Hrútsins í janúar 2011. Með því að skoða hvað var að gerast í lífi manns á þeim tíma er líklegt að þið sjáið hvers megi vænta á næstunni, en það verður væntanlega á hærra sviði, því öll orka hefur spíralast upp.
Með Hrútnum fylgir ferskleiki, þessi tilfinning um að eitthvað nýtt sé að hefjast og að við séum að halda út úr því gamla, staðnaða og þunga – inn í nýtt upphaf. Slíkt er alveg í samræmi við það sem pláneturnar segja okkur núna, því endalok og upphaf einhvers nýs, koma mjög skýrt fram í stjörnuspekinni.
ÚRANUS Á ÖXLI HEIMSINS
Úranus kemur til með að verða á Öxli Heimsins, en það kallast fyrsta gráðan í Kardinála merkjunum sem eru Hrútur, Krabbi, Vog og Steingeit, allan þennan mánuð. Hann er reyndar ekki á 1° í Hrút, heldur með 45° hálf-spennuafstöðu við þá gráðu.
Orka Úranusar snýst um áföll og hið óvænta, jarðskjálfta og eldgos af öllum gerðum, hvort sem þau eru tengd Jörðinni, pólitíkinni eða gjaldmiðlum í fjármálaheiminum. Ekki er ólíklegt að um verði að ræða gjaldmiðla, þar sem Úranus er í Nautinu.
Gjaldmiðlabreytingar hafa þegar átt sér stað, því samkvæmt upplýsingum frá Simon Parkes eru hinir svokölluðu Hvítu Hattar komnir með yfirráð yfir öllu bankakerfi heimsins. Samhliða því er búið að virkja QFS – eða Quantum fjármálakerfið – sem kemur til með að verða fjármálakerfi framtíðarinnar um allan heim.
Orka Úranusar snýst einnig um sannleikann og um gagnsæi eða skýrleika, æðri hugann og það að vakna til aukinnar vitundar. Því má gera ráð fyrir að í kringum þetta Nýja Tungl eigum við eftir að sjá meira af því að fólk sé að vakna. Sjá: VITUNDARVAKNINGIN MIKLA
MARS Í HRÚTNUM
Fleiri öflugar plánetur eru í Hrútnum, því Mars fór inn í Hrútinn, sem hann stjórnar þann 25. maí. Mars verður þar fram í fyrri hluta júlímánaðar og allan tímann sem hann verður í Hrútnum mun hann auka orku og fókus, drifkraft og staðfestu á allt það sem Júpiter er að gera í því merki.
Þann 29. maí voru Mars og Júpiter komnir í samstöðu og orkan sem fylgir þeirri samstöðu er líkleg til að snúast mikið um baráttu fyrir einhverjum málstað. Málstað sem snýst um stærri framtíðarsýn (Júpiter), sem er þýðingarmikill fyrir okkur og það sem á undan hefur gengið. Það kemur til með að vera mikil sannfæring og fókus (Mars) í þeirri baráttu. Þessum tveimur plánetum fylgir mikil eldfim orka, því Hrúturinn vill bara ganga í málin og framkvæma.
Samkvæmt stjörnuspekingnum Pam Gregory verðum við þó að hafa í huga að Merkúr er enn á ferð aftur á bak um sporbaug sinn fram til 3. júní. Þess vegna er gott að fara vel yfir hlutina, áður en þotið er af stað að gera eitthvað, svo við séum viss um að hafa staðreyndirnar í lagi.
ELDFIM ORKA
Líklegt er að það verði mikið af þessari eldfimu orku allt þetta ár. Hún getur meðal annars leitt til mikilla elda á norðurhveli Jarðar, auk þesssem við getum orðið vitni að eldfimum orðum og eldfimri hegðun.
Framundan er því mjög „heitt“ tímabil, en við getum nýtt okkur þessa orku fyrir drifkraft og fókus, í tengslum við það sem við viljum gera að veruleika í lífi okkar.
NÝTT TUNGL
Samstaðan á milli Mars og Júpiters er enn mjög nákvæm þann 30. maí, þegar nýtt Tungl kveiknar á 9° og 3 mínútum í Tvíbura kl. 11:30 að morgni. Júpiter er í sterkri stöðu fremst í Hrútnum og Úranus er með afstöðu við sömu gráðu. Báðar pláneturnar eru tengdar frelsi og sannleika, auk þess sem Júpter er tengdur réttlætinu.
Eins og alltaf eru Sól og Tungl í samstöðu á nýju Tungli svo þetta er fullkominn tími til að setja sér nýjan ásetning eða markmið fyrir það sem við viljum að verði að veruleika í lífi okkar. Mikilvægt er að skoða í hvaða húsum pláneturnar lenda í fæðingarkorti okkar, til að sjá hvar við getum lagt áherslu á hlutina. Sjá: TÓLF HÚS STJÖRNUKORTANNA
Tvíburinn snýst um hugarstarfsemi okkar, hugsanir, hugmyndir, sjálfstal, allt það ómeðvitaða sem rúllar um í höfðinu á okkur. Um 60% þeirra hugsana sem við hugsum daglega – eru nákvæmlega eins og þær sem við hugsuðum í gær og fyrradag. Við þurfum því að gera betur hér og færa okkur upp á næsta stig. Við þurfum að komast út úr endurtekningunni, sem heldur okkur föstum í hamsturshjólinu.
Þessu nýja Tungli fylgir ákall til okkar um að verða meðvitaðri um það sem við erum að hugsa og ná meira valdi á hugsunum okkar, vegna þess að við getum aðeins haldið fókus og ásetningi ef við erum mjög meðvituð um hugsanir okkar.
Tvíburinn er skapandi, breytilegt merki og orka hans dreifist víða, því hún er eins og ljós sem sent er í gegnum prisma eða strending – svo henni fylgir tilhneiging til tvístrunar og ágreinings. Þótt það sé hluti af hinni skapandi orku – er nauðsynlegt að beina huganum aftur að því sem við vorum með fókus á og halda okkur á þeirri braut sem við erum að skapa.
MERKÚR STJÓRNAR TVÍBURANUM
Merkúr stjórnar Tvíburanum en hann er í Nautinu fram til 3. júní. Í korti nýja Tunglsins er mjög nákvæm 90° spennuafstaða á milli Satúrnusar á 25° í Vatnsbera og Merkúrs í Nauti.
Líkur eru á að það verði meira um ritskoðun og stjórnun á öllum samfélags- og fjarskiptamiðlum – eða að við sjáum nýja samfélagsmiðla líta dagsins ljós. Merkúr er með afstöður við allar ytri pláneturnar, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó. Það bendir til þess að við komum til með að fá mikið af upplýsingum í kringum þetta nýja Tungl.
Að auki er Merkúr er í mjög þéttri samstöðu við fastastjörnu sem heitir Algol, en hún er á 26° og 10 mínútum í Nauti. Þessi staða Merkúrs er í raun að efla enn orkuna sem varð á Almyrkvanum á Tungli þann 16. maí – en hann varð á 25° í Sporðdreka og snerist mikið um uppljóstranir og opinberanir.
Merkúr í Nauti er mjög blátt áfram og tæpitungulaus. Hann segir hlutina eins og þeir eru. Hann fær styrk til þess frá Plútó á 28° í Steingeit sem er í nokkuð nákvæmri 120° samhljóma afstöðu við Merkúr. Við megum því vænta þess að heyra fjallað um málin tæpitungulaust, af sannleika og með dýpt og krafti á næstunni.
ÞRJÁR PLÁNETUR Í SAMSTÖÐU
Nokkuð víð þreföld samstaða er á milli Merkúrs á 26° í Nauti, Úranusar á 16° og Norðurnóðunnar á 21°. Yfirleitt væri ekki litið á þetta sem samstöðu þar sem 10° eru á milli Merkúrs og Úranusar. Hins vegar er Norðurnóðan nákvæmlega mitt milli þeirra og hún dregur orkuna frá plánetunum saman.
Merkúr tengist hugsunum okkar og lægri hluta hugans, þessum dagsdaglegum hugsunum, tengingum við vini og fjölskyldu, samfélagsmiðlana og spjall eða „Twitter“, sem tengist mjög Merkúr í Tvíbura, en Tvíburinn er líka tengdur fuglum.
Úranus tengist hins vegar æðri hugsunum og hærri hugmyndum, niðurhali og innsæinu. Þessi afstaða gæti því tengst orku utan úr geimnum (Vetrarbrautinni). Margir eru nú þegr að miðla upplýsingum frá verum sem búa á öðrum plánetum, en þær geta ekki birtst hér því tíðnin er of lág fyrir þær. Slíkt verður ekki hægt fyrr en Jörðin er komin í fimmtu víddina.
Þessari þreföldu samstöðu getur fylgt fullt af nýjum hugmyndum, nýjum hugsunum, niðurhali á upplýsingum og aukið innsæi, auk þess sem rafeyrir (crypto) tengist Úranusi og við eigum eftir að sjá mikið af rafeyri á næstunni.
MEISTARAR YFIR HUGA OKKAR
Þúsundir af slæmum og stundum skelfilegum hlutum eru að eiga sér stað á Jörðinni, en það er mikilvægt að við vinnum gegn þeim á orkusviðinu. Sú vinna skiptir svo miklu máli. Með því að útloka ógnvænlegu hlutina og senda kærleik í hið góða getum við breytt allri tíðni heildarinnar. Ótal margar niðurstöður rannsókna sýna að það skilar árangri.
Til að gera slíkt verðum við að halda fókus og ásetningur okkar þarf að vera mjög skýr svo við getum svelt hið ógnvænlega – og laðað til okkar hið góða með kærleiksríkum hugsunum og bænum. Þess vegna þurfum við að ná að verða MEISTARAR yfir huga okkar í allri þessari Tvíburaorku.
Líkur eru á að öll ofangreind orka komi til með að vera virk frá og með 30. maí fram að nýju Tungli í Krabba þann 30. júní.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg mál og leiðir til að viðhalda sterkum og heilbrigðum líkama eftir náttúrulegum leiðum.
Myndir: CanStockPhoto / yaalan / 3DSculptor / sermax55 /
Heimildir: Útdráttur úr skýringum Pam Gregory stjörnuspekings fyrir nýtt Tungl þann 30. maí.
Nánari upplýsingar um Pam og starf hennar er að finna á www.pamgregory.com og www.thenextstep.co.uk
Upplýsingar frá Simon Parkes – www.simonparkes.org
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA