VAKIÐ TIL VITUNDAR

VAKIÐ TIL VITUNDAR

Lestrartími: 2 1/2 mínúta.

Laugardaginn 5. júní stóðu samtökin Connecting Consciousness sem stýrt er af bretanum Simon Parkes fyrir hóphugleiðslu. Markmið hennar var að vekja mannkynið til vitundar um það sem er að gerast í heiminum og losa það undan álögum myrku aflanna.

Hugleiðslan stóð í tiltölulega stuttan tíma, en þúsundir manna um allan heim tóku þátt í henni, svo hún varð mjög öflug. Því verður spennandi að sjá á næstunni hvaða áhrifum hún skilar til mannskynsins.

UMBREYTINGIN ER AÐ EIGA SÉR STAÐ

Umbreyting Jarðar og þar með mannkyns er að eiga sér stað, hvort sem við erum meðvituð um hana eða ekki. Tíðni Jarðar er að hækka og hún að fara úr þriðju víddinni upp í þá fimmtu. Til að það megi takast og til að auka megi KÆRLEIK og LJÓS í heiminum, þarf ákveðinn fjöldi mannkyns að vakna til vitundar um þessa breytingu.

Við sem erum hér á Jörðinni núna ákváðum flest ef ekki öll, áður en við komum hingað, að taka þátt í þessu verkefni. Því fleiri sem rifja þá ákvörðun upp og taka þátt í umbreytingunni, því hraðari verður hún.

HIN NÝJA JÖRÐ OG LJÓSIÐ

Ég hef fjallað aðeins um NÝJA JÖRÐ í greinum mínum og er þar að vísa til þeirra umbreytinga sem fylgja því að Jörðin er að færast upp í fimmtu víddina, svo og við sem á henni búum.  Hverjar þessar umbreytingar verða nákvæmlega get ég ekki sagt til um, en það eru ýmsar leiðir til að undirbúa sig.

Þeir sem eru vaknaðir eru flestir að vinna í því að hækka LJÓSTÍÐNI eigin líkama og færa hann þannig upp í fimmtu víddina, því öll breyting hjá mannkyninu fer fram í gegnum líkama þess.

LJÓSKÓÐAR SÓLARINNAR

Ein leið til þess er að taka meðvitað á móti þeim LJÓSKÓÐUM sem Sólin er að senda til Jarðar, meðal annars í gegnum síendurtekin kórónugos. Útlit er fyrir að þau verði fleiri á þessu ári, en á mörgum undanförnum árum samanlagt.

LJÓSKÓÐARNIR hafa áhrif á DNA-ið í líkama okkar og uppfæra það. Þeir hjálpa okkur líka að muna hver við erum og hvers vegna við erum hér á Jörðinni einmitt núna. Með því að fara nokkrum sinnum á dag með möntruna hér á myndinni örvum við líka minni okkar á því hver við erum.

HJARTAORKAN

Önnur leið til að hækka tíðni líkamans og samræma orkuna í honum er að vinna að því að opna hjartað og auka kærleiksríkar tilfinningar í eigin garð og annarra.

Heart Math stofnunin í Bandaríkjunum hefur unnið mikið rannsóknarstarf í tengslum við hjartað. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna meðal annars að taugaboðefnin sem koma frá hjartanu til heilans erum 5.000 sinnum fleiri en þau sem koma frá heilanum til hjartans.

Hjá Hearth Math er kennd  HJARTAÖNDUN, sem allir geta daglega æft. Hún felst í því að anda inn og út í gegnum hjartað líkt og það væri lunga. Við það stækkum við tíðnisvið hjartans. Samhliða því aukum við kærleiksorkuna hjá okkur og komum á meira jafnvægi í líkamanum.

LJÓSIÐ ER ÖFLUGRA EN MYRKRIÐ

Í gangi í heiminum er í dag barátta milli hins góða og hins illa. Best er að skýra þá baráttu með því að bera hana saman við það sem sýnt er í Star Wars bíómyndunum. Til að hið góða sigri þurfum við að auka LJÓSMAGNIÐ og KÆRLEIKANN (sama tíðni í hvoru tveggja) í heiminum.

Það gerum við meðal annars með því að senda frá okkur kærleiksríkar hugsanir, nota kærleiksrík orð og æfa hjartaöndun reglulega. Einnig með því að biðja fyrir friði í heiminum og senda KÆRLEIK og LJÓS um Jörðina með þeim bænum.

Þannig sigrar LJÓSIÐ og KÆRLEIKURINN!

Ef þú hefur áhuga á að vinna með hópi sem stundar þessa vinnu, þá er opið fyrir skráningu í STJÖRNUSKIN fyrir síðari helming ársins 2022 með 30% afslætti út þessa viku.

SMELLTU HÉR ef þú hefur áhuga á að skrá þig

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn og fá þannig reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg mál, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að efla heilsu líkamans.

Mynd: CanStockPhoto.com/ mreco99

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 582 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram