BLÓMKÁLS- OG SELLERÍRÓTARSÚPA FRÁ ÓLÖFU Í KRYDDHÚSINU
Þessa vikuna er það dásamleg súpa sem hún Ólöf í Kryddhúsinu töfrar fram fyrir okkur. Hennar ráð er að setja baunir í súpur og mauka þær, til að fá á þær rjómakennda áferð. Með baununum fær maður prótein og auka næringu í súpuna og hún verður saðsamari fyrir vikið.
HEILSUSAMLEG BLÓMKÁLS- OG SELLERÍRÓTARSÚPA
Uppskrift fyrir u.þ.b. 6-7 manns
(grænmetis- / vegan súpa án allra aukaefna)
(grænmetis- / vegan súpa án allra aukaefna)
INNIHALDSEFNI:
1/2 laukur (eða 1 lítill)
500 gr blómkál (u.þ.b. 1 haus)
400 gr sellerýrót (u.þ.b. 1/2 haus)
tæpur bolli af (brúnum) linsubaunum (u.þ.b. 100 gr)
1 hvítlauksgeiri (eða 1/2 ef hann er stór)
2 msk Hawayij kryddblanda Kryddhússins
salt og pipar
bragðgott og fallegt að setja myntulauf í hverja skál (margir með í görðunum sínum yfir sumarið) sem skraut.
AÐFERÐ:
1 – Skerið laukinn smátt og svitið hann dágóða stund í potti (með olíu) ásamt 2 msk af Hawayij kryddblöndunni, þar til laukurinn er glær og mjúkur.
2 – Skerið blómkálið og sellerýrótina í grófa bita og setjið út í pottinn ásamt hvítlauknum (krömdum) og linsubaununum.
3 – Hitið allt vel í gegn og hrærið í svo ekki brenni við.
4 – Saltið vel (ég mæli með Dauðahafssaltinu eða öðru góðu salti) og piprið.
5 – Hellið u.þ.b. 1.3 lítrum af vatni yfir eða þannig að flæði vel yfir grænmetið.
6 – Sjóðið í 25-30 mín eða þar til allt er orðið mjúkt.
7 – Þá er gott að mauka allt saman með töfrasprota (eða setja í blender) til að fá fallega áferð á súpuna.
8 – Saltið og piprið súpuna til og ef hún er of þykk þá bæta vatni út í og hita hana aðeins.
Myndir: Ólöf Einarsdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA