JÁKVÆÐAR HVATNINGAR

JÁKVÆÐAR HVATNINGAR

Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því að inni í höfðinu á okkur er „rödd“ sem er sífellt að segja okkur þetta og hitt. Við köllum hana hugsanir, en stundum er eins og hún hreinlega „tali“ við okkur. Þessi orð og hugsanir eru jafn öflug og orð sem við segjum upphátt.

Þessi orð eða hugsanir og geta hindrað okkur í að ná árangri. Þau geta komið í veg fyrir að við stefnum ótrauð að draumum okkar eða leggjum fyrir okkur eitthvað sem virkar erfitt við fyrstu sýn.

Hvort sem við segjum orðin upphátt eða í höfðinu, geta þau orðið að innri sannfæringu sem tekur völdin í lífi okkar. Þau geta leitt til þess að líf okkar tekur stefnu eða stefnuleysi sem við viljum ekki að það geri.

Henry Ford sagði á sínum tíma: „Hvort sem þú heldur að þú getir eitthvað eða ekki, hefurðu rétt fyrir þér!“

Allt snýst því um það hverju við trúum.

TÍU SANNFÆRINGAR SEM HINDRA OKKUR

Þessar tíu sannfæringar hindra okkur í að ná árangri. Renndu yfir listann og veltu fyrir þér hversu oft þær hafa leitt til þess að þú hættir við að gera eitthvað sem þig langaði verulega til að gera.

 

 

SNÚUM SANNFÆRINGUNUM VIР

Margar þessar hugsanir og sannfæringar sitja djúpt í undirvitund okkar. Því þarf eiginlega að „stroka“ þær út og setja inn nýjar.

Einfaldast er að búa til lista af jákvæðum hvatningum, sem fá okkur til að hugsa á annan máta og komast út fyrir þær takmarkandi sannfæringar, sem við höfum sett upp í huganum. Hvatningarnar má svo endurtaka dag eftir dag, þar til þær hafa rutt hinum sannfæringunum í burtu.

 

 

ALLIR HLUTIR EIGA SINN TÍMA OG STAÐ

Óþolinmæðin er oft okkar stærsti óvinur. Með því að breyta hugsunum okkar og vinna staðfastlega að því að láta drauma okkar rætast, tekst okkur það yfirleitt. Stundum tekur það viku eða mánuð, stundum heilt ár, stundum mörg ár. Aðalmálið er að gefast aldrei upp.

Notaðu daglega jákvæðar hvatningar til að ná árangri í þínu lífi.

Mynd: Myles Tan on Unsplash

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 586 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram