10 RÁÐ TIL AÐ VERNDA HEILSUNA
Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina.
1 – Farðu árlega í læknisskoðun hjá heimilislækninum. Það eykur líkur á að alvarlegir sjúkdómar uppgötvist á því stigi að hægt sé að lækna þá.
2 – Nærðu ónæmikerfi þitt vel, því það er besta heilsuvernd þín. Ónæmiskerfið þarf á nægu magni af sinki, seleníum, joði, D-vítamíni, Glutathione og C-vítamíni að halda. Samt skortir marga einmitt þessi verndandi næringarefni. Því kemur ekki á óvart að mörgum tegundum krabbameina hafi fjölgað á síðustu áratugum.
3 – Borðaðu úrval af fersku og soðnu grænmeti, helst lífrænt ræktuðu og neyttu ávaxta alla daga. Það mun draga úr hættu á sýkingum, krabbameinum og lifrarsjúkdómum.
4 – Vertu reglulegt úti í sólinni í einhvern tíma í einu (30 mínútur eða svo) – til að leyfa húðinni þinni að framleiða sitt eigið D-vítamín. Það stuðlar að öflugri beinþéttni og dregur úr hættu á krabbameinum. Ef þú tekur inn Astaxanthin, verndar það húðina gegn sólarskemmdum. Best er þó að bera sólarvörn á sig, einkum andlitið, ef verið er lengur í sólinni en 30 mínútur.
5 – Tryggðu að þú fáir nægilega góðan svefn allar nætur með því að fara að sofa eigi síðar en klukkan ellefu. Það eykur möguleika þína á að ná þér í REM svefn (draumsvefn). Þegar hann næst getur heilinn afeitrað sig, bæði andlega og líkamlega (af eiturefnum). Það skilar af sér minni streitu og skýrari hugsun. Nýrnahetturnar endurnýja líka birgðir sínar af hormónum í djúpum svefni. Ef þú átt við svefnvandamál að stríða, getur leitað leiða til að bæta þau.
6 – Fylgstu með blóðþrýstingnum og gættu þess að hann sé innan ákveðinna marka með því að stunda reglulega æfingar, drekka ríkulega af vatni og taka inn magnesíum. Ef þetta heldur blóðþrýstingnum ekki í jafnvægi gætirðu þurft að taka inn blóðþrýstingslyf, því hár blóðþrýstingur er skaðlegur.
7 – Hafðu gaman af lífinu og njóttu hvers dags. Ef þú ert orðin/-n fjörutíu plús, hefurðu væntanlega komist að raun um að lífið er frekar stutt og að þú hefur varið mestum hluta þess í að vinna of mikið. Nú er kominn tími til að vinna í að efla eigið sjálfstraust og muna að segja sjálfum/sjálfri þér að þú sért FRÁBÆR! Segðu það daglega, helst fyrir framan spegilinn.
8 – Ef þér hefur verið ráðlagt að gangast undir skurðaðgerð eða taka ákvörðun um að vera á langtíma lyfjakúr, sem kann að hafa miklar aukaverkanir – leitaðu þá álits fleiri en eins aðila, áður en þú tekur ákvörðun um hvað þú vilt gera. Bætiefni geta oft skilað góðum árangri, annað hvort í stað lyfja eða samhliða þeim og dregið úr því lyfjamagni sem nota þarf. Þess vegna eru bætiefni oft kölluð stuðningslyf.
9 – Taktu þér tíma til að efla hugarstarfsemina með því að stunda íþróttir sem krefjast einbeitingar, leggja rækt við áhugamál eða sækja námskeið sem reyna á hugann, eða leysa þrautir og krossgátur. Heilinn er eins og vöðvi. Hann þarf að æfa reglulega til að hann virki sem best.
10 – Hugsaðu vel um lifrina, því hún er líffæri langlífis. Lifrin er eins og bræðsluofn, sem veitir líkamanum orku. Hún sér um að sía og hreinsa blóðið og vernda ónæmiskerfi þitt frá ofurálagi. Lifrin er líka aðal fitubrennslulíffæri líkamans, hjálpar til við að halda þyngdinni niðri og kólesterólinu í jafnvægi. Heilbrigð lifur stuðlar að jafnvægi á blóðsykrinum og kemur í veg fyrir sykursýki. Ekki misþyrma lifrinni með of mikilli neyslu á áfengi eða sykri, því slíkt gæti leitt til fitulifrar og þá hættir lifrin að vera líffæri langlífis.
Skoðaðu að taka þátt í 24 daga hreinsikúrnum mínum, sem hefur hjálpað um sextán hundruð manns að breyta heilsunni til betri vegar á síðustu fjórum árum.
Höfundur: Guðrún Bergmann
Mynd: Brooke Lark on Unsplash
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar15/09/2024FULLT OFURTUNGL OG TUNGLMYRKVI
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24