ACTIVATED CHARCOAL HREINSAR LÍKAMANN
MEGINATRIÐI GREINARINNAR:
- Activated Charcoal eða viðarkol hafa lengi verið notuð á bráðadeildum sjúkrahúsa til að losa líkamann við eiturefni.
- Activated Charcoal fanga, binda og fjarlægja eiturefni, þungmálma og kemísk efni úr þörmum mannslíkamans.
- Activated Charcoal er gott að nota þegar magakveisa gerir vart við sig í sumarleyfinu eða til að koma í veg fyrir þynnku vegna áfengisneyslu.
Almenn notkun á Activated Charcoal hefur aukist mjög á síðustu árum. Activated Charcoal (virkjuð viðarkol) hafa lengi verið notuð til að hreinsa líkamann af eiturefnum og svo hafa þau í þúsundir ára, verið notuð í húð- og snyrtivörur. Sjá greinina VIÐARKOL ÞAÐ NÝJASTA Í HÚÐVÖRUM.
ÚR HVERJU ER ACTIVATED CHARCOAL?
Activated Charcoal viðarkolin frá NOW, eru unnin úr ösku af kókoshnetuskeljum. Kolin virkjast við háan hita, en þá losnar um allt súrefni og við efnahvörf verða til litlar agnir með stóru yfirborði. Á þessum örfínu viðarkolum (charcoal) myndast milljónir af örlitlum opum sem fanga, binda og fjarlægja eiturefni, þungmálma, kemísk efni og gastegundir úr þörmum mannslíkamans.
Einungis 2 grömm af Activated Charcoal hafa sama yfirborð og heill fótboltavöllur. Opin á yfirborði Activated Charcoal frá NOW, eru með neikvæða rafhleðslu, en hún dregur til sín jákvætt hlaðin eiturefni og gas
ACTIVATED CHARCOAL ER AFEITRANDI
Vestræn læknisfræði hefur aðallega notað Activated Charcoal í tilvikum eiturefna- og lyfjaeitrunar á bráðadeildum sjúkrahúsa. Virkni viðarkolanna kallast aðsog (adsorption), sem þýðir að þau bindast við, frekar en taka upp (absorption) eiturefnin.
Auk þess sem Activated Charcoal viðarkolin eru notuð sem gegn eiturefna- og lyfjaeitrun, eru þau notuð um allan heim til almennrar afeitrunar. Með afeitandi eiginleikum sínum bæta þau meltinguna, losa um uppþembu og bæta hjartaheilsuna, auk þess sem þau eru talin hægja á öldrun vegna afeitrandi eiginleika sinna.
FÍNT Í ÚTILEGUNA, SUMARFRÍ ERLENDIS EÐA EFTIR LANGT FLUG
Nú þegar útihátíðir landsmanna eru í hámarki, margir á ferð og flugi um landið eða á erlendar sólarstrendur, er um að gera að pakka glasi af Activated Charcoal frá NOW með í töskuna.
Viðarkolin draga úr uppþembu, sem oft fylgir mikilli neyslu á skyndibitamat eða vanlíðan sem fylgt getur flugferðum, þegar allir anda að sér sama loftinu á löngu flugi. Komi upp magakveisa eða einkenni um matareitrun í fríinu, er gott að taka inn Activated Charcoal til að losna við þær bakteríur sem væntanlega valda einkennunum. Munið bara að það þarf að drekka mikið vatn daglega, svona 10-12 glös, þegar Activated Charcoal frá NOW er notað.
VINNUR Á ÁFENGISEITRUN OG KEMUR Í VEG FYRIR ÞYNNKU
Activated Charcoal frá NOW aðsogar ekki áfengi, en stuðlar að því að losa líkamann við eiturefni sem neyslu þess geta fylgt. Neysla á óblönduðu áfengi er ekki algeng, en áfengi er oft blandað við drykki sem innihalda gervisætu og önnur kemísk efni. Activated Charcoal hjálpar líkamanum að losna við slík eiturefni. Rannsóknir benda til þess að sé Activated Charcoal hylki tekið inn samhliða neyslu áfengra drykkja, dragi úr styrk áfengis í blóði. Þannig má koma í veg fyrir þynnku.
HVERNIG Á AÐ NOTA VIRKJUÐ VIÐARKOL?
Activated Charcoal frá NOW er best að taka milli máltíða, helst nokkrum klukkustundum eftir inntöku vítamína og steinefna, þar sem kolin geta hindrað upptöku þeirra. Best er að láta líða minnst 2-3 tíma frá inntöku þeirra þar til Activated Charcoal er tekið inn.
Hægt er að taka inn tvö hylki af Activated Charcoal, þegar neytt hefur verið fæðu af óþekktum uppruna eða áfengra drykkja.
Notkun á Activated Charcoal frá NOW getur leitt til harðlífis, sé ekki er drukkið nægilega mikið vatn með hylkjunum. Viðarkolin valda því líka að hægðir verða svartar þegar þau eru tekin inn, svo látið ykkur ekki bregða.
Neytendaupplýsingar: Activated Charcoal frá NOW fæst í www.hverslun.is – þar sem það er vara mánaðarins og því með 15% afslætti. Einfalt að panta!
Greinarhöfundur: Guðrún Bergmann
Myndir: Can Stock Photo – bhofack2 – undrey
Heimildir:
https://www.medicalnewstoday.com
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025
- Stjörnuspeki30. desember, 2024NÝTT TUNGL Í STEINGEIT 30.12.24