GLÚTENLAUSAR GRILLAÐAR LEFSUR

GLÚTENLAUSAR GRILLAÐAR LEFSUR

Uppskrift að þessum glútenlausu grilluðu lefsum kemur frá henni Ólöfu í Kryddhúsinu, en hún og maður hennar Omry elda mikið Miðjarðarhafsmat. Ólöf er mjög fróð um krydd og heilandi eiginleika þess og hér tekur hún við:

ZA’ATAR HNETUBLANDA

Za´atar hnetublandan er dásamlega bragðgóð og stútfull af næringu. Í henni koma saman brögðin súrt (sumac, ber sem eru þurrkuð og möluð), beiskt (hyssop, jurt sem minnir á oregano en er mun beiskari og bragðmeiri) og salt. Útkoman verður bragðgóð kryddblanda sem er frábær með öllu brauðmeti, auk þess sem ljúffengt er að strá henni yfir salat.

INNIHALDSEFNI:

Eins og 2 x lúkufylli af hnetum/möndlum og fræum (t.d. sólblómafræ og möndlur) sett í matvinnsluvél.
Setjið u.þ.b. 3-4 msk af Za´atar kryddblöndu Kryddhússins saman við.
Þessi blanda geymist vel í lokuðu íláti inn í kæli.

GRILLAÐAR GLÚTENLAUSAR LEFSUR:

 

2.5 glas glútenlaust hveiti
1 glas AB mjólk (eða lífræn hrein jógúrt – innsk. G.B.)
1/2 tsk hjartarsalt
1 msk hunang
salt eftir smekk
1 tsk Za´atar kryddblanda Kryddhússins
1 – Hrærið öllum innihaldsefnum saman í hrærivél.
2 – Ef deigið er of blautt til að móta flatar kökur/lefsur úr því, bætið þá aðeins meira hveiti í það.
3 -Mótið þunnar kökur/lefsur og grillið á báðum hliðum á heitu grilli.
Best er að bera þær fram strax og dásamlegt að rífa þær, dýfa í góða græna ólífuolíu og svo Za´atar hnetublönduna. Njóta þeirra sem meðlæti með öllum mat eða borðið þær einar sér.
Neytendaupplýsingar: Hægt er að panta kryddin beint frá Kryddhúsinu eða finna þau í kryddhillum Hagkaupa, Fjarðarkaupa og Krónunnar.
Uppskrift og myndir: Ólöf Einarsdóttir
image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram